Vilmundur Jónsson (1889-1972). Landlæknir. Lauk læknisnámi 1916 og vann síðan á sjúkrahúsum í Osló (1916) og Kaupmannahöfn (1918-1919). Gegndi Þistilfjarðarhéraði (1916), Ísafjarðarhéraði (1917-1918) og var héraðs- og sjúkrahúslæknir á Ísafirði 1919-1931. Landlæknir 1931-1959. Sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn 1931-1934 og 1937-1941 og sagði þá af sér þingmennsku. Hann var útnefndur heiðursdoktor í Háskóla Íslands 1959, var fjarstaddur. Höfuðrit hans er Lækningar og saga (1969). Eftir hann liggja einnig margar skýrslur og ritgerðir, aðallega um heilbrigðismál, m.a. um áfengisvarnir, afkynjanir og vananir og leiðbeiningar um skurðlækningar, einnig nokkrir minningaþættir. Úrval úr verkum hans er til á prenti (Með hug og orði, 1985).  

Sjá einnig Alþingismannatal


Til baka