Vínlönd

Á hverju ári eru framleiddir um 30 milljarđar lítra af víni um heiminn. Ţađ jafngildir sex til sjö vínflöskum á ári á hvert mannsbarn um heimsins breiđu byggđ. Vínneyzlan er mest í Evrópu, og ţar er framleiđslan einnig mest. Frakkland, Ítalía og Spánn framleiđa meira en helminginn af öllu víni heimsins. Ţar sér aldrei vín á nokkrum manni, ađ heitiđ geti, enda er vín ţar haft um hönd á flestum heimilum alla daga ársins.

Ţetta er segin saga: ölvun og annar ófögnuđur af völdum drykkjuskapar standa yfirleitt í öfugu hlutfalli viđ vínrćkt. Drykkjulćti lođa á hinn bóginn viđ lönd, ţar sem vínframleiđsla er lítil eđa engin og vínneyzla er tiltölulega lítil. Vínlöndin í Evrópu eru ađ mestu leyti laus viđ drykkjuskap, enda ţótt skorpulifur sé ađ vísu algeng ţar og ýmsir ađrir líkamlegir fylgikvillar of mikillar vínneyzlu. Eigi ađ síđur eru Frakkar og Ítalar međal langlífustu ţjóđa heims: ţeir ná 79 ára aldri ađ jafnađi, eins og Norđmenn, svo ađ ekki verđur séđ, ađ mikil vínneyzla í Frakklandi og á Ítalíu sé bráđdrepandi, öđru nćr. Spánverjar ná 78 ára aldri ađ jafnađi, eins og Finnar, á móti 77 árum í Danmörku og 80 árum á Íslandi og í Svíţjóđ.

Breytt landslag 

Vínneyzla á Íslandi er miklu minni en víđast hvar annars stađar í Evrópu. Hér hefur ríkisvaldiđ haldiđ uppi harđsvírađri einokun á vínmarkađi, allar götur síđan áfengisbanni var létt af landinu međ lögum 1935, og ríkiđ hefur selt vín mun dýrara verđi en tíđkast í nálćgum löndum. Einokunarverzlunin hér hefur haft sömu afleiđingar og slíkir verzlunarhćttir hafa nćr ćvinlega: úrvaliđ er minna en ella vćri, gćđin minni og verđiđ hćrra. Stjórnarherrarnir, sem hafa stađiđ vörđ um ţessa skipan í bráđum sjötíu ár, hafa margir skotiđ sjálfum sér undan afleiđingum gerđa sinna međ ţví ađ tryggja sér eftir ýmsum leiđum ađgang ađ víni á kostnađarverđi í gegnum Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Almenningur má á hinn bóginn búa viđ ţađ, ađ borđvín á Íslandi kostar miklu meira en á meginlandinu og einnig mun meira en í Danmörku, Finnlandi og Svíţjóđ. Ríkiđ einokar vínsölu í Finnlandi, Noregi og Svíţjóđ líkt og hér heima, rétt er ţađ, en vínsala er frjáls í Danmörku.

Landslag vínsölumálanna hefur gerbreytzt í Svíţjóđ og Finnlandi síđustu ár, eftir ađ Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandiđ 1995. Síđan ţá er hverjum manni frjálst ađ hafa međ sér nánast eins mikiđ af víni til einkanota og hann getur boriđ frá vínlöndunum á meginlandinu heim til Danmerkur, Finnlands og Svíţjóđar, alveg eins og öllum er frjálst ađ flytja vín frá Reykjavík suđur í Hafnarfjörđ. Til ađ mćta samkeppninni hafa einkasölur ríkisins í Finnlandi og Svíţjóđ lćkkađ verulega verđ á vínum eftir inngöngu landanna í Evrópusambandiđ og bćtt ţjónustu sína viđ neytendur, en Norđmenn og Íslendingar sitja ennţá fastir viđ sinn keip. Ţessi gagngeru umskipti í vínsölumálunum hafa reynzt vera mikil búbót á mörgum heimilum í Finnlandi og Svíţjóđ: nú er betra og ódýrara vín á borđum ţar en áđur.

Undan innlendu ofríki 

Sumir virđast halda, ađ Íslendingar hafi tryggt sér allan hugsanlegan efnahagsávinning af samstarfi Evrópuţjóđanna međ ţví ađ skrifa undir samninginn um Evrópska efnahagssvćđiđ (EES) á sínum tíma. Ţví fer ţó fjarri. Íslendingar fara ţvert á móti margs á mis međ ţví ađ halda sig utan Evrópusambandsins, enda ţótt EES-samningurinn hafi óneitanlega komiđ sér vel. Hér hefur eitt lítiđ dćmi veriđ nefnt: ţegar viđ göngum loksins inn í Evrópusambandiđ, eins og meiri hluti ţjóđarinnar vill skv. ítrekuđum skođanakönnunum Gallups og annarra, ţá munu heimilin í landinu spara sér mikiđ fé á ţví einu ađ brjótast undan einokun Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Íslendingar munu ţá eiga kost á betra og fjölbreyttara borđvíni viđ miklu lćgra verđi en ţeir neyđast nú til ađ greiđa vegna ríkiseinokunar.

Ţetta er einmitt eitt höfuđmarkmiđ Evrópusambandsins: ađ gera ađildarţjóđunum kleift ađ brjótast undan innlendu ofríki, sem ţeim hefur reynzt ókleift ađ losa sig undan á eigin spýtur. Ţetta er samt ekki allt. Ţjóđirnar á útjađri Evrópu í norđri og austri hafa yfirleitt séđ sér hag í ţví ađ tengjast rótgrónum menningarţjóđum meginlandsins nánari böndum til ţess ađ lćra af ţeim og einnig til ţess ađ fá fćri á ađ láta gott af sér leiđa. Viđ höfum ýmislegt fram ađ fćra innan Evrópusambandsins, en vínmenning og vínsölumál eru ađ vísu ekki á ţeim lista.

Fréttablađiđ, 25. september 2003.


Til baka