Frumvarp Stjórnlagaráðs: Hvað gerist næst?
Hvernig ætti Alþingi helzt að meðhöndla frumvarp Stjórnlagaráðs til
nýrrar stjórnarskrár, svo að vel færi í samræmi við upphaflegan ásetning
þingsins? Ég leyfi mér að reifa aðdragandann. Í ljósi langrar reynslu
sagði Alþingi sig frá endurskoðun stjórnarskrárinnar og fól heldur
sérstaklega kjörnum fulltrúum þjóðarinnar að vinna verkið. Í þessu skyni
ákvað Alþingi að (a) skipa stjórnlaganefnd og fela henni að halda þúsund
manna þjóðfund og semja að honum loknum skýrslu með hugmyndum handa
Stjórnlagaþingi, (b) halda kosningu til Stjórnlagaþings og (c) skipa
Stjórnlagaráð á grundvelli úrslita kosningarinnar til Stjórnlagaþings. |
Þrem markmiðum þarf að ná samtímis til að halda tryggð við upphaflegan
ásetning Alþingis um endurskoðun stjórnarskrárinnar.
1. Þjóðin þarf að fá að greiða atkvæði um frumvarp Stjórnlagaráðs
óbreytt eða með breytingum, sem ráðið hefur fyrir sitt leyti fallizt á í
samræmi við skilabréf ráðsins til Alþingis 29. júlí 2011. Þennan rétt má
ekki hafa af kjósendum, ekki frekar en stætt þætti á að hafa af þjóðinni
réttinn til að greiða atkvæði um væntanlegan samning um aðild Íslands að
ESB.
2.
Alþingi getur einnig áskilið sér rétt til að leggja sín sjónarmið í dóm
kjósenda, þótt ekki kunni að þykja fara vel á, að Alþingi skipti sér af
efni stjórnarskrárinnar, þar eð henni er öðrum þræði ætlað að skilgreina
hlutverk Alþingis og setja því skorður. Alþingi getur, standi vilji
þingsins til þess, veitt kjósendum færi á að greiða atkvæði um einstakar
breytingatillögur þingsins við frumvarp Stjórnlagaráðs. Fyrst þyrfti
Alþingi að samþykkja slíkar breytingatillögur.
3. Þjóðin þarf að eiga rétt á að halda gildandi stjórnarskrá frá 1944.
Það getur hún gert með því að hafna frumvarpi Stjórnlagaráðs. |
Með þjóðaratkvæðagreiðslu og þessi þrjú markmið að leiðarljósi getur
Alþingi veitt kjósendum færi á að velja milli þriggja kosta. Þeir eru: a) Frumvarp Stjórnlagaráðs óbreytt (eða með breytingum, sem ráðið hefur fyrir sitt leyti fallizt á) verður ný stjórnarskrá lýðveldisins Íslands; b) Frumvarp Stjórnlagaráðs verður ný stjórnarskrá með breytingum, sem samþykktar eru í þjóðaratkvæðagreiðslunni; og
c)
Frum
|
Þessi framkvæmd er vandalaus svo fremi þess sé gætt, að
breytingatillögur Alþingis raski ekki frumvarpi Stjórnlagaráðs eða
innbyrðis samhengi frumvarpsins. Sem dæmi um vandalausa
breytingatillögu, sem fram kynni að koma á Alþingi, má nefna þessa: „Í
79. grein um kjörtímabil forseta Íslands falla burt orðin: „Forseti skal
ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.““ Brottfall þessa ákvæðis um, að
forsetinn skuli ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil, raskar ekki
frumvarpinu. Annað dæmi: „13. grein um bann við herskyldu („Herskyldu má
aldrei í lög leiða.“) fellur brott.“ Brottfall þessa ákvæðis um bann við
herskyldu myndi engu ósamræmi valda í textanum, sem eftir stæði.
Hyggilegt væri að hafa slíkar breytingatillögur sem fæstar til að flækja
ekki atkvæðagreiðsluna. |
Það fyrirkomulag, sem hér er lýst, var í grófum dráttum viðhaft við
endurskoðun og samþykkt stjórnarskrár Bandaríkjanna 1787-88 að öðru
leyti en því, að þing ríkjanna, sem voru þá þrettán talsins, ásamt
sérkjörnum viðbótarfulltrúum í sumum ríkjanna þurftu að samþykkja
frumvarpið. Meirihlutasamþykki níu ríkja af þrettán dugði til þess, að
frumvarpið teldist samþykkt. Níunda ríkið samþykkti frumvarpið níu
mánuðum eftir að stjórnlagaþingið gekk frá frumvarpinu. Þrem mánuðum
síðar, ári eftir að stjórnlagaþingið lauk sínu verki, staðfesti
Bandaríkjaþing, að frumvarpið hefði hlotið samþykki. Stjórnlagaþingið
hafði tekið sér fjóra mánuði til að semja frumvarpið, svo að allur
ferillinn tók sextán mánuði. Allar breytingatillögur við frumvarpið, sem
fram höfðu verið bornar á Bandaríkjaþingi, voru felldar í þinginu. Sumar
þessara tillagna náðu nokkru síðar fram að ganga og urðu viðaukar við
stjórnarskrána. |