Nokkrir fyrirlestrar og greinar eftir Gylfa Magnússon:

 

Eitt sinn hafði ég heilmikið að segja um byggðastefnu, byggðaþróun og skyld mál. Doktorsritgerðin mín fjallaði um fólksflutninga og byggðastefnu og er hægt að lesa hana hér

Smápistill um þessi mál eftir mig birtist í tímaritinu Hagmálum. Hann má lesa hér. Þá flutti ég eftirfarandi fyrirlestur um þetta efni árið 1997 á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum og þennan fyrirlestur á ráðstefnu rektors Háskóla Íslands 20. mars 1999. 

Hér er stuttur pistill um hallann á jólunum.

Ég hafði líka einu sinni eitthvað um landbúnað að segja. 

Ég hef haldið tvo fyrirlestra um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði frá sjónarhóli hagfræðinnar. Sá fyrri var fluttur á málþingi S.U.S. 22. ágúst 1998 og sá síðari á málþingi rektors H.Í. 11. október 1998.

Þá skoðaði ég verkaskiptingu kynslóða á ráðstefnu um sjálfráðarétt aldraðra á vegum Siðfræðistofnunar H.Í. og Félags eldri borgara 26. nóvember 1999.

Ég velti því fyrir mér hvort (viðskipta)fræðingar gætu verið frumkvöðlar á aðalfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 28. apríl 1999. 

Ég fjallaði um einkaframkvæmd og einkafjármögnun á Reykjavíkurflugvelli á Flugþingi 17. nóvember 1999. Ég skrifaði grein um sama efni sem kom út í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum III (1999).

 

Hér eru nokkrir punktar sem ég tók saman um leikjafræði vegna kennslu. Hér er meira um leikjafræði eða samantekt um Nóbelsverðlaunahafana í hagfræði 1996. Þá ritaði ég grein um leikjafræði sem birt var í Fjármálatíðindum, síðara hefti 1998.

 

Þrjár aðrar greinar hafa birst eftir mig í Fjármálatíðindum, tvær þeirra skrifaðar í samvinnu við aðra. Sú fyrsta fjallaði um áhrif myntsamrunans í Evrópu á íslenskan vinnumarkað og birtist í fyrra hefti ársins 1998. Önnur fjallaði um svokallaða kynslóðareikninga og birtist í síðara hefti sama árs. Sú þriðja fjallaði um árásarverðlagningu og birtist í síðara hefti 2004.

Ég flutti ræðu um MBA nám á Háskólafundi 19. maí 2000 og skrifaði grein um sama efni sem birtist í Morgunblaðinu 17. júní.

Birt var við mig viðtal í Frjálsri verzlun 2004 (3. tbl., bls. 56) um m.a. hættu vegna erlendra skulda landsmanna, lána í erlendri mynt og örs vaxtar bankakerfisins.

Ég fjallaði um hagfræði trúverðugleika í grein í Glímunni, öðrum árgangi (2004).

Ég skrifaði með öðrum rit árið 2004 um íslenskt viðskiptaumhverfi þar sem m.a. var fjallað um stjórnhætti fyrirtækja, upplýsingagjöf þeirra og samkeppnismál.

Ég fjallaði um áhrif og ábyrgð Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna íslensks fjármálamarkaðar í skýrslu árið 2006.

Þá skrifaði ég grein um kynjaskiptingu í sérfræðistéttum 21. aldar á Íslandi sem kom út í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum VII (2006).

Ég skrifaði grein um ávöxtun íslenskra hlutabréfa á uppgjörstíma, sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál, 4. árgangi (2006).

Hér er minnisblað sem ég tók saman árið 2006 um áhættu og áhættumælingar.

Ég skrifaði grein um sögu íslenska hlutabréfamarkaðarins sem birtist í ritröð Hagfræðistofnunar (2007).

Þá skrifaði ég grein um íslenska fjölmiðla og netbóluna sem birtist í ritröð Hagfræðistofnunar (2008).

Ég hef birt fjölmörg svör við spurningum um hagfræði, viðskiptafræði og skyld mál á Vísindavefnum.

Þá hef ég skrifað tvær bækur, Hagfræði og Eignastýringu, og fjölda greina, skýrslna og bókarkafla, bókardóma og blaðagreinar.

Ég flutti ávarp á Austurvelli 17. janúar 2009.

Ég skrifaði ásamt tveimur öðrum grein um samkvæmni í árangri verðbréfasjóða sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál (2010)

Ég tók saman yfirlit á ensku undir heitinu Lessons from a small country in a financial crisis or Dr. Minsky and Mr. Ponzi in Iceland sem birtist í ritröð Hagfræðistofnunar (2010). Nokkuð styttri útgáfa birtist á íslensku í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál (2010).

Ég skrifaði um samkeppnishæfni og lífskjör á ráðstefnu um Rannsóknir í félagsvísindum, Þjóðarspeglinum, 2010.

Ég flutti fyrirlestur undir heitinu Challenges Ahead á ráðstefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Íslands og Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins (2011).

Ég skrifaði grein um það hverju þarf að breyta í kennslubókum í hagfræði og fjármálum á ráðstefnu um Rannsóknir í félagsvísindum, Þjóðarspeglinum, 2011.

Ég tók saman grein um gengi og verðlagsmælingar til mjög langs tíma og flutti fyrirlestur á Þjóðarspeglinum 2012.

Ég flutti hugvekju í Seltjarnarneskirkju 4. desember 2012.

Ég tók saman grein um sögulega ávöxtun lífeyrissjóða og flutti fyrirlestur á Þjóðarspeglinum 2013.

Ég tók saman grein sem ég nefndi Boðhlaup kynslóðanna og birtist í Tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu 2013.

Ég tók saman grein um leitina að homo oeconomicus í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands fyrir vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 2014.

Ég tók saman grein um árstíðarsveiflur á hlutabréfamarkaði og flutti fyrirlestur á Þjóðarspeglinum 2014.

Hér er minnisblað sem ég tók saman vegna kennslu árið 2014, það fjallar um ráf (random walk) og endurhvarf til miðjunnar (reversal to the mean) á fjármálamörkuðum.

Hér er annað minnisblað sem ég tók saman vegna kennslu árið 2014, það fjallar um sjóði og fjárfesta á íslenskum fjármálamarkaði.

Ég flutti erindi á fundi norrænu samkeppnisyfirvaldanna 2015 um samkeppni og krísur þar sem farið var yfir reynsluna frá Íslandi.

Ég tók saman grein um fé í húfi í fasteignum og flutti fyrirlestur á Þjóðarspeglinum 2015.

Ég tók saman grein um áhættuálag hlutabréfa í ljósi hruns markaða og flutti fyrirlestur á Þjóðarspeglinum 2016.

Ég skrifaði grein með öðrum um Fjármagnsskipan og fjárhagsleg staða fyrirtækja á Íslandi árin 2005 til 2014 sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál 2016.

Ég skrifaði grein með öðrum um Sameiginlegt eignarhald á íslenskum hlutabréfamarkaði sem birtist í Tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu 2017.

Ég var formaður starfshóps sem skilaði skýrslu um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða 2017.

Ég birti grein um ávöxtun og áhættu íslenskra lífeyrissjóða árið 2018.

Sama ár birti ég einnig, með öðrum, grein um markaðinn fyrir starfsmannaleigur og tímabundnar ráðningar á Íslandi.

Þá tók ég saman það ár minnisblað um lífeyrissjóði og fjármálakerfið fyrir Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Þá birti ég árið 2019 grein um dagatalsáhrif á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Talsvert af ræðum og greinum frá því ég var viðskiptaráðherra og síðan efnahags- og viðskiptaráðherra má einnig finna á vef stjórnarráðsins.

Til baka