Helga Jónsdóttir
Prˇfessor Ý hj˙krunarfrŠ­i og forst÷­uma­ur frŠ­asvi­s hj˙krunar langveikraRannsóknir í gangi

Partnership with couples whose wife has severe breathing difficulties. Er framhald af verkefninu, Breyting á hjúkrunarþjónustu: Heildræn hjúkrun fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Vísindasjóði Landspítala háskólasjúkrahúss. Upphaf haust 2001. Tengt þessu verkefni er rannsóknasamstarf við Merian Litchfield PhD, RN rannsakanda í Wellington á Nýja Sjálandi og Margaret Dexheimer Pharris PhD RN lektor við College of Saint Catherine, Saint Paul, Minnesota, USA um þróun hjúkrunarstarfsins með áherslu á fræðilega og klíníska þróun á “Partnership”.

Reynsla kvenna með geðhvörf. Rannsóknarverkefni í samvinnu við Jóhönnu Bernharðsdóttur, Ásu Björk Ásgeirsdóttur, Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur og Guðrúnu Kristófersdóttur. Styrkt af Vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Upphaf 2001.

Álit sjúklinga á gæðum hjúkrunar á lungnadeild Landspitala-háskólasjúkrahúss Vífilsstöðum. Rannsóknarverkefni í samvinnu við Öldu Gunnarsdóttur og Gyðu Baldursdóttur með aðstoð Sigríðar Zoëga, Mögnu Jónmundsdóttur Auðar S. Jóhannsdóttur og Helgu Rósar Másdóttur. Styrkt af Aðstoðarmannasjóði Háskóla Íslands í tvígang. Upphaf október 2002.

Reykleysismeðferð fyrir lungnasjúklinga. Rannsóknaverkefni í samvinnu við Rósu Jónsdóttur, Eddu Steingrímsdóttur, Þóru Geirsdóttur, Kristlaugu Sigríði Sveinsdóttur og Þórunni Sigurðardóttur. Upphaf janúar 2000. Styrkur 300 þúsund frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í gangi.

Breyting á hjúkrunarþjónustu: Heildræn hjúkrun fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Rannsóknaverkefni í samvinnu við hjúkrunarfræðinga á Vífilsstaðaspítala, styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Upphaf: vor 1995.