Formleg mál og reiknanleiki
09.12.52
Lokapróf 9. desember 1994
Allar spurningarnar hafa sama vægi. Einungis þarf að svara
5 spurningum af 6. Bestu 5 svörin gilda.
Leyfileg hjálpargögn: Kennslubók (Thomas A. Sudkamp: Languages and
Machines). Fyrirlestranótur og heimadæmi.
1.
a) Lát fjx(w) vera fjölda af tákninu x í
strengnum w. Skilgreinum málið L þannig:
- L = { w stakí {a, b, c}* | (fja(w) +
2fjb(w) + 3fjc(w)) mod 3 = 0 }
Sýnið reglulega segð, stöðuvél og málfræði fyrir L.
b) Sannið að málið {ai | i er samsett tala } er ekki
reglulegt mál
2.
a) Venjulega samhengisóháða málfræðin fyrir spegilstrengi (palindromes) er
gefin á bls. 57 í kennslubókinni. Setjið málfræðina á Chomsky
staðalform.
b) Sýnið ótvíræða samhengisóháða málfræði fyrir málið {
aibjckdl | i = j
eða k = l }. Rökstyðjið að málfræðin sé ótvíræð.
3.
a) Búið til staflavél til að bera kennsl á málin
- { aibjck | i = j eða
j = k eða i = k }
- { xy | len(x) = len(y) og x != y }
b) Sannið að málið { aibjckdk
| i = k og j = l } er ekki samhengisóháð.
4.
Hver af eftirfarandi verkefnum eru leysanleg og hver eru óleysanleg.
Rökstyðjið svar ykkar með sönnun á óleysanleika eða lausnaraðferð.
- Gefið samhengisóháð málfræði G yfir stafrófið {a, b}.
Er L(G) = (aa sam bb)*?
- Gefin samhengisóháð málfræði G yfir stafrófið {a, b}
og strengur w stakí {a, b}*. Er L(G) =
{w}?
- Gefið Turing vél T. Stöðvast T á færri en 17
inntökum?
5.
Sýnið Turing vélar fyrir eftirfarandi talnaföll. Þið megið nota ykkur
fjölvanna í kafla 12 í kennslubók.
- exp(n, m) = nm.
- sqrt(n) = int(sqrt(n)), þ.e., kvaðratrótin af n, eða næsta
náttúrulega tala fyrir neðan hana.
6.
a) Lát f vera gefið með
- f(x,0) = g(x)
- f(x, y+1) = f(f(x, y), y)
þar sem g er einfalt rakið fall. Sýnið að f sé einfalt
rakið.
(Vísbending: Reynið fyrst að átta ykkur á því hvað f(x, i)
er fyrir i = 0, 1, 2,...
b) Búið til einfalt rakið fall f þannig að fyrir sérhverja
náttúrulega tölu y þá er f(x) = y fyrir óendanlega mörg
x.