Athugið að þetta er lokaútgáfa kennslubókarinnar. Bráðabirgðaútgáfa af
bókinni var notuð haustið '96, en það gengur ekki að nota þá útgáfu.
Það er víst eitthvað um
prentvillur í þessari nýju útgáfu.
Heimadæmin eru yfileitt ekki mjög erfið, þannig að þið skuluð alltaf byrja á því að reyna að leysa dæmin sjálf. Yfirleitt mun það takast, en ef um er að ræða flókin dæmi þá er ykkur heimilt að ræða um þau við aðra nemendur og jafnvel að hjálpast að að leysa þau. Varið ykkur á því að verða ekki alltaf þiggjendur í slíkri samvinnu því þá græðið þið lítið á þessu.
Samkvæmt reglum deildarinnar er skylt að skila 75% af heimadæmunum
(væntanlega um 9-10 skil hjá okkur) og að mæta í 75% af dæmatímunum til að
fá próftökurétt. Ég verð ekki eins strangur á mætingaskyldunni eins og
á skilaskyldunni. Frjáls mæting er í fyrirlestra.