Námskeiðið er líklega það stærðfræðinámskeið sem kemur til með að nýtast ykkur best í tölvunarfræðináminu. Í því eru skoðuð ýmis svið stærðfræðinnar sem tengjast tölvunarfræðinni mest, svo sem rökfræði, talningafræði, vensl, þrepunarsannanir og ýmislegt fleira.
Kennslubókin er sú hin sama og notuð hefur verið undanfarin ár: Kenneth H. Rosen, Discrete Mathematics and Its Applications, 4. útgáfa.
Í skilaboðaskjóðunni er hægt að senda inn fyrirspurnir og athugasemdir um efni og skipulag námskeiðsins. Ég mun reyna að svara þeim fyrirspurnum sem beint er til mín eins hratt og auðið er.