Prófsýning verður á skrifstofu minni í Tæknigarði föstudaginn 9. jan. kl. 13-15. [2. jan. 2004] Einkunum hefur verið skilað inn. Meðaleinkunin var 6.15 og einkunnadreifingin ágæt. [2. jan. 2004] Hér er prófið (in english) sjálft. [17. des. 2003]
Velkomin á heimasíðu námskeiðsins Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði.
Haustið 2003 er kennari Hjálmtýr Hafsteinsson,
dósent.
Námskeiðið er líklega það stærðfræðinámskeið sem kemur til með að nýtast ykkur
best í tölvunarfræðináminu. Í því eru skoðuð ýmis svið stærðfræðinnar sem
tengjast tölvunarfræðinni mest, svo sem rökfræði, talningafræði, vensl,
þrepunarsannanir og ýmislegt fleira.
Á níunda vikublaði var lýst verkefnum sem nemendur gátu reynt við og
freistað þess að vinna verðlaunin sem voru í boði. Verðlaunin voru 10 í einkunn fyrir 8 fyrstu
heimadæmaskilin. Eftirfarandi nemendur urðu fyrir valinu:
Ester Rós Jónsdóttir með verkefni um Þversögn Russells.
Guðmundur Hreiðarsson með verkefni um LCM slembitölugjafann.
Sveinn Steinarsson með verkefni um LCM slembitölugjafann.
Unnar Steinn Sigtryggsson með verkefni um Þversögn Russells.
Umræðuþræðir
Á umræðuþráðum námskeiðsins
er hægt að senda mér spurningar eða gera athugasemdir við námsefnið. Þið þurfið ekki að
gefa upp nafn ykkar, frekar en þið viljið. Umræðuþræðirnir fóru niður þann 4. sept. og þá
töpuðust öll skeytin sem höfðu verið send inn fram að þeim tíma. Komnir upp aftur 8. sept.
Stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinemar eru nú í hóp 3 kl.14:45 í Vindgöngum. Kennari er áfram
Ýmir. Tölvunarfræðinemar sem voru í hóp 3 kl. 14:45 eru nú
í hóp 2 kl. 13:15 í stofu V-138. Kennari er áfram Hjálmtýr.
Þeir sem eiga erfitt með að breyta um tíma mega halda áfram að mæta á sama tíma, en þurfa að muna
eftir að skila heimadæmunum til rétts kennara.
Finite State Machine Explorer - einfalt og sniðugt Java applet til að vinna
með endanlegar stöðuvélar án úttaks eftir Matthew Chapman. Afþjappið allar skrárnar og keyrið upp FSME.jar
Fjöldi flettinga síðan 8. ágúst 2003.
hh (hja) hi.is, nóvember, 2003.