Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði
Kynning á námskeiðinu
Kennari
Hjálmtýr Hafsteinsson , dósent
Skrifstofa: 210, annari hæð Tæknigarði
Póstfang: hh (hja) hi.is
Fyrirlestrar
Fyrirlestrar eru á mánudögum kl. 11:05-12:15 í stofu A-225 og á fimmtudögum kl. 9:40-10:50
í stofu V-158. Dæmatímar eru á þriðjudögum kl. 16:05-17:15 í stofu V-157 (tölvunarfræðinemar)
og á miðvikudögum kl. 13:15-14:25 í stofu V-138 (stærðfræðinemar). Sjá nánar á
heimasíðu deildarinnar.
Kennslubók
Kennslubókin er sú hin sama og notuð hefur verið undanfarin ár:
Kenneth H. Rosen,
Discrete Mathematics and Its
Applications, 5. útgáfa. Þessi útgáfa af bókinni hefur verið notuð tvö síðustu ár, en
útgáfa 4 var notuð árin þar á undan. Það er mjög hæpið að þið getið notast við útgáfu 4 af bókinni.
Einkunnagjöf og dæmaskil
Lögð verða fyrir vikuleg heimadæmi og koma þau á Vefsíðuna seinni partinn á miðvikudögum.
Lausnum ber að skila í hólf dæmatímakennarans í VR-II fyrir hádegi á mánudögum. Gefin
verður einkunn fyrir heimadæmin og gildir hún 10% af lokaeinkunn.
Heimadæmin eru fæst mjög erfið, þannig að þið
skuluð alltaf byrja á því að reyna að leysa dæmin sjálf. Yfirleitt mun það
takast, en ef um er að ræða flókin dæmi þá er ykkur heimilt að ræða um þau
við aðra nemendur og jafnvel að hjálpast að að leysa þau. Varið ykkur á
því að verða ekki alltaf þiggjendur í slíkri samvinnu því þá græðið þið
lítið á þessu.
hh (hja) hi.is, ágúst, 2005.