Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði
Vikublað 12
Í þessari viku verður lokið við yfirferð yfir net og byrjað á trjám. Farið verður í
ýmsa eiginleika trjáa (9.1), notkun þeirra (9.2) og hvernig hægt er að
fara í gegnum alla hnúta trés (9.3).
Í næstu viku verður farið í ýmis reiknilíkön úr kafla 11.
Hér að neðan eru 5 skiladæmi sem þið eigið að skila í hólf dæmatímakennara
ykkar fyrir hádegi mánudaginn 21. nóvember. Munið að merkja skilin ykkar
með númeri dæmahóps og nafni dæmatímakennara. Auk þess eru nokkur dæmi
í viðbót sem þið ættuð að nota til að æfa ykkur og fullvissa ykkur um að þið
skiljið efni. Farið verður í einhver af þeim í dæmatímunum eftir því sem
tími vinnst til.
Skiladæmi 11
- Dæmi 38 í kafla 8.3 á bls. 565 í kennslubók.
[Þýðing: Ákvarðið hvort gefin pör af netum séu einsmóta. Sýnið fram á
einmótun með falli eða gefið góðan rökstuðning fyrir því að netin séu ekki einsmóta. ]
- [Próf 2004] Gefið er netið hér að neðan:
Á hve marga vegu má merkja hnútana með bókstöfunum a, b, c, d
og e þannig að netin séu einsmóta (e. isomorphic), en ekki sama netið? Með öðrum
orðum, hversu mörg ólík merkt net eru sammóta netinu að ofan? Útskýrið hvernig þið reiknið út töluna.
- Dæmi 36 í kafla 8.5 á bls. 590 í kennslubók. Hvað með Hamilton veg?
[Þýðing: Ákvarðið
hvort gefið net hafi Hamilton hring. Ef það hefur Hamilton hring sýnið hann. Ef það hefur ekki Hamilton hring
rökstyðjið þá að slíkur hringur er ekki í netinu. ]
- Dæmi 16 í aukadæmum fyrir kafla 8 á bls. 626 í kennslubók.
[Þýðing: Yfirgnæfumengi hnúta í einföldu neti er mengi hnúta þannig að sérhver annar
hnútur hefur stiku yfir í a.m.k. einn hnút í þessu mengi. Yfirgnæfumengi með minnsta fjölda hnúta er kallað
minnsta yfirgnæfumengi. Finnið minnsta yfirgnæfumengi í netinu á myndinni. ]
- Dæmi 18 í kafla 9.1 á bls. 643 í kennslubók.
[Þýðing: Hve marga hnúta hefur fullt 5-undar tré með 100 innri hnúta? ]
Skilið þessum dæmum fyrir hádegi mánudaginn 21. nóvember.
Að auki skuluð þið líta á eftirfarandi dæmi:
- Úr kafla 8.4:
- 5, 9, 25, 31, 35.
- Úr kafla 8.5:
- 3, 7, 11, 33, 45.
- Úr kafla 9.1:
- 3, 11, 21, 27.
Munið að dæmin að ofan eru æfingadæmi og að þið græðið mest á því
að reyna að leysa þau sjálf (en ekki að horfa á einhvern annan leysa
þau!). Feitletruðu dæmin eru "athyglisverðari" en hin og líklegra að
farið verði í þau í dæmatímunum.
hh (hja) hi.is, 14. nóvember, 2005.