Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði

Vikublað 15

Í þessari síðasta viku misserisins verður einungis upprifjun og prófupplýsingar í fyrirlestrum, þ.e. mánudagsfyrirlestrinum, enginn fyrirlestur er fimmtudaginn 8. des. Í dæmatímum verður farið yfir heimadæmi 13 af vikublaði 14.

Yfirlit yfir námsefni til prófs er á sérstöku blaði. Prófið verður mánudaginn 12. desember kl. 13:30-16:30. Öll skrifleg hjálpargögn eru leyfileg. Einnig gæti verið hjálplegt fyrir ykkur að taka með ykkur reiknivél. Dæmin á prófinu munu taka mið af því að skrifleg gögn eru leyfð og verða því sambærileg við flest heimadæmin sem þið hafið leyst í vetur. Í öllum dæmunum gildir: Svar án rökstuðnings er einskis virði.

10 bestu heimadæmin munu gilda 10% af heildareinkunn. Þau munu þó ekki gilda til lækkunar á heildareinkunn.

Fram að prófinu mun ég fylgjast vel með umræðuþræði námskeiðsins. Þið getið sent inn fyrirspurnir sem ég mun reyna að svara eins fljótt og ég get.

Gangi ykkur vel!


hh (hja) hi.is, 5. desember, 2005.