Stærðfræðimynstur í tölvunarfræði

Vikublað 3

Í þessari viku hefur verið farið í sannanir í kafla 1.5 og mengi í köflum 1.6 og 1.7.

Í næstu viku verður lokið við kafla 1 með því að skoða föll (1.8) byrjað á efni um reiknirit í kafla 2.

Hér að neðan eru 5 skiladæmi sem þið eigið að skila í hólf dæmatímakennara ykkar fyrir hádegi mánudaginn 19. september. Munið að merkja skilin ykkar með númeri dæmahóps og nafni dæmatímakennara. Auk þess eru nokkur dæmi í viðbót sem þið ættuð að nota til að æfa ykkur og fullvissa ykkur um að þið skiljið efni. Farið verður í einhver af þeim í dæmatímunum eftir því sem tími vinnst til.

Skiladæmi 3

  1. Dæmi 12 b), e), i), n) í kafla 1.4 á bls. 52 í kennslubók. [Þýðing: Lát I(x) vera setninguna "x hefur Internet tengingu" og C(x,y) vera setninguna "x og y hafa spjallað saman yfir Internetið", þar sem formengi breytanna x og y er allir nemendur í bekknum þínum. Notið magnara til að tjá eftirfarandi setningar: b) Rachel hefur ekki spjallað yfir Internetið við Chelsea, e) Sanjay hefur spajjað við alla nema Joseph, i) Allir nema einn nemandi í bekknum þínum hefur Internet tengingu, n) Það eru að minnsta kosti tveir nemendur í bekknum sem hafa ekki spjallað við sama einstaklninginn í þínum bekk. ]

  2. Dæmi 28 a), d), f), i) í kafla 1.4 á bls. 54 í kennslubók. [Þýðing: Ákvarðið sanngildi eftirfarandi yrðinga ef formengi hverrar breytu er mengi rauntalna. ]

  3. Dæmi 14 í kafla 1.5 á bls. 75 í kennslubók. [Þýðing: Ákvarðið hvort eftirfarandi eru löglegar röksemdafærslur: a) "Ef x2 er óræð tala, þá er x óræð. Þess vegna, ef x er óræð, þá hlýtur x2 að vera óræð." b) "Ef x2 er óræð tala, þá erx óræð. Talan x = p2 er óræð. Þess vegna er talan x = p óræð." ]

  4. Dæmi 22 í kafla 1.5 á bls. 75 í kennslubók. [Þýðing: Sannið að ef n er heiltala og 3n + 2 er jöfn tala, þá er n jöfn. Notið a) óbeina sönnun, b) sönnun með mótsögn. ]

  5. Dæmi 44 í kafla 1.5 á bls. 75 í kennslubók. [Þýðing: Sýnið að eftirfarandi setningar eru jafngildar: i) x er ræð tala, ii) x/2 er ræð tala og iii) 3x - 1 er ræð tala. ]

Skilið þessum dæmum fyrir hádegi mánudaginn 19. september.


Að auki skuluð þið líta á eftirfarandi dæmi:
Úr kafla 1.4:
3, 11, 15, 27, 31.
Úr kafla 1.5:
13, 23, 27, 45, 53.

Athugið að dæmin að ofan eru æfingadæmi og að þið græðið mest á því að reyna að leysa þau sjálf (en ekki að horfa á einhvern annan leysa þau!). Feitletruðu dæmin eru "athyglisverðari" en hin og líklegra að farið verði í þau í dæmatímunum.


hh (hja) hi.is, 13. september, 2005.