Útbúinn hefur verið póstlisti yfir nemendur í námskeiðinu í ár. Hann verður eingöngu notaður fyrir áríðandi tilkynningar til nemenda, en annars verða allar almennar upplýsingar aðeins settar á vefsíðu námskeiðsins. Látið vita ef þið eruð ekki á póstlistanum, eða ef þið viljið láta taka ykkur af listanum.
8086-spyrnan:
Undanfarin ár hefur verið haldin keppni meðal nemenda námskeiðsins. Hún felst í því að skrifa hraðvirkasta 8086-forritið sem leysir tiltekið verkefni. Í ár felst keppnin í því að skrifa sem hraðvirkasta fallið til að villukóda gögn með endurbættri Hamming aðferð.
Keppninni er lokið og sigurvegari var Hörður Jóhannsson.. Mikil keppni var milli Harðar og Atla Más Guðmundssonar, þannig að það þurfti bráðabana til að skera úr um hraðvirkara forritið. Í fyrstu umferð voru forrit beggja 0.98 sek. að leysa verkefnið, en í annari umferð varð forrit Atla Más 0.01 sek. hraðar í keyrslu, en þar sem Atli Már er ekki í námskeiðinu, telst Hörður vera sigurvegari keppninnar. Í öðru sæti af nemendum í námskeiðinu var Jósep Valur Guðlaugsson með tímann 1.51 sek. og í þriðja sæti var Arnar Hafsteinsson með tímann 2.32 sek. Hér eru tvö hraðvirkustu forritin: forrit Atla Más og forrit Harðar.
Smalamálsforritun í HP PA-RISC
Afkastagetumælingar: