09.71.35 Stýrikerfi I


Haust '99





Almennar upplýsingar

Kennari námskeiðsins er Hjálmtýr Hafsteinsson, en hann hefur kennt þetta námskeið undanfarin ár.

Útbúinn hefur verið póstlisti yfir nemendur í námskeiðinu í ár. Hann verður eingöngu notaður fyrir áríðandi tilkynningar til nemenda, en annars verða allar almennar upplýsingar aðeins settar á vefsíðu námskeiðsins. Látið vita ef þið eruð ekki á póstlistanum, eða ef þið viljið láta taka ykkur af listanum.

Fyrirlestranótur

Fyrir tveimur árum var gerð tilraun með skipta fyrirlestrum námskeiðsins niður á nemendur og láta þá gera fyrirlestranótur sínar aðgengilegar fyrir aðra. Athugið að þar sem nóturnar voru á heimasvæði hvers nemanda er ekki víst að þær séu ennþá þar til staðar. Einnig verður námskeiðið ekki kennt alveg nákvæmlega eins og þá, því nú er komin kennslubók, sem ekki var þá.

Heimadæmi og verkefni

Dæmi og verkefni gilda samtals 20% af heildareinkunn (og prófið þá 80%). Dæmin vega 1/3 af þessum 20%, en verkefnin 2/3. Lögð voru fyrir 7 dæmablöð og 6 bestu einkunir gilda. Verkefnin voru 4 og þar gilda 3 bestu.



Ýmislegt efni tengt námskeiðinu

Gömul próf:

8086-spyrnan:

Undanfarin ár hefur verið haldin keppni meðal nemenda námskeiðsins. Hún felst í því að skrifa hraðvirkasta 8086-forritið sem leysir tiltekið verkefni. Í ár felst keppnin í því að skrifa sem hraðvirkasta fallið til að villukóda gögn með endurbættri Hamming aðferð.

Keppninni er lokið og sigurvegari var Hörður Jóhannsson.. Mikil keppni var milli Harðar og Atla Más Guðmundssonar, þannig að það þurfti bráðabana til að skera úr um hraðvirkara forritið. Í fyrstu umferð voru forrit beggja 0.98 sek. að leysa verkefnið, en í annari umferð varð forrit Atla Más 0.01 sek. hraðar í keyrslu, en þar sem Atli Már er ekki í námskeiðinu, telst Hörður vera sigurvegari keppninnar. Í öðru sæti af nemendum í námskeiðinu var Jósep Valur Guðlaugsson með tímann 1.51 sek. og í þriðja sæti var Arnar Hafsteinsson með tímann 2.32 sek. Hér eru tvö hraðvirkustu forritin: forrit Atla Más og forrit Harðar.

Smalamálsforritun í HP PA-RISC

Smalamálsforritun í 8086 PC tölvur Kódar Almennt um örgjörva:

Afkastagetumælingar:

Saga tölvunnar:


hh (hja) hi.is, október 1999.