8086-spyrnan:
Undanfarin ár hefur
verið haldin keppni meðal nemenda námskeiðsins. Hún felst í því að
skrifa hraðvirkasta 8086-forritið sem leysir tiltekið verkefni.
Spyrnunni í ár er lokið og eftir nokkrar
vangaveltur var sigurvegari úrskurðaður
Bjarni R. Einarsson með
forrit (adal og fall) sem
tók 2.42 sek. Í öðru sæti varð
Bjarni Þór Jónsson með tímann 2.65 sek.
(Við fyrstu sýn virtist forrit eftir
Ari Páll Albertsson og
Einar Þór Einarsson
vera það hraðvirkasta, en við nánari skoðun kom í ljós villa í því
forriti ([bp] í stað [ds:bp] á einum stað) og það fann ekki
tölurnar í vektornum.
Við aðra sýn virtist ágætt forrit eftir
Atla Má Guðmundsson vera
hraðvirkast, en þá kom í ljós að í því voru ekki framkvæmdar 1 milljón
ítranir, heldur aðeins 934464 (= 14*65536 + 16960).)
Til gamans má geta þess að hægt er að skrifa
helmingunarleit þannig að hún tekur heldur styttri tíma, eða
rétt rúmar 2 sek.
Skyndiminni og stýrikerfi
Afkastagetumælingar: