Session Start: Fri May 06 19:59:26 2005 Session Ident: #tolvfr2 [19:59] * Now talking in #tolvfr2 [19:59] * Reyn1r has joined #tolvfr2 [20:00] Gott kvöld. Það munaði engu að ég villtist inní TeenZone. Þetta er nú meiri félagsskapurinn sem þessi rás er komin í! [20:00] Kvöldið Hjálmtýr [20:00] Kvöldið [20:00] kvöldið [20:01] Hjalmtyr: Semur þú prófið eða Anna? [20:01] Við semjum spurningarnar úr okkar efni. [20:02] * bizz has joined #tolvfr2 [20:02] ertu tilbúinn að gefa upp hversu mikið er úr þínu efni og hversu mikið úr hennar efni? [20:02] Anna semur sem sagt spurningarnar úr sínu efni? [20:04] Ja, mig minnir að við höfum verið búin að gefa það upp að það yrði ein spurning úr heftinu hennar Önnu. Restin verður á svipuðum nótum og síðustu próf (fyrir utna efni sem ekki er tekið núna) [20:12] Efnið um leikjatré....var það bara fyrir forritunarverkefnið sem að Tölv 2 fór bara í? [20:13] Zedlic: Viltu ekki share'a Þýdda textan hennar Önnu? [20:13] Steini: Já, það efni er ekki til prófs núna. Í fyrra var farið heldur dýpra í það. [20:15] * zenux has joined #tolvfr2 [20:17] Tvíleitartré og tvíundartré? það sama? [20:18] hversu strangur verðuru í sambandi við spurningar sem krefjast að maður skrifi kóða? Ef maður gleymir t.d kommum, svigum eða semikommum? [20:18] Steini: Nei, tvíundartré (binary tree) er almennara hugtak, tvíleitartré (binary search tree) er tvíundartré með því skilyrði að allt í vinstra hluttré er minna og allt í hægra hluttré er stærra. [20:19] já, og ef maður t.d. tilgreinir bara beint node* p án þess að taka fram neitt typedef node [20:19] Tralli: Það verður ekkert tekið á því (nema þú gleymir heilu línunum!) [20:20] Zedlic: Þið megið nota föll sem eru í bókinni án þess að skrifa þau upp, t.d. exch-fallið þurfið þið ekki að skrifa upp [20:20] ok, magnað [20:21] Má nota tilvísanir í bók...blaðsíðutal og svona? [20:22] Steini: Já, endilega. Ekki vera að skrifa uppúr bókinni (nema þegar þið eruð að breyta einhverju sem er þar, þá getur verið skýrara að skrifa upp einhverja hluti úr bókinni) [20:25] ég tek eftir að kafli 5 á efni til prófs er merktur: (lauslega) á það kannski bara við kafla 5.7? [20:26] Tralli: Þetta á bara við kafla 5.7. Svipað með 4.6, o.s.frv. [20:30] Fórum við eitthvað minna í tengda lista heldur en undanfarin ár? [20:31] Steini: Kannski aðeins minna í hvernig þeir eru notaðir í biðröðum og stöflum, en annars svipað. [20:31] ok [20:36] * gislik has joined #tolvfr2 [20:36] ég er með spurningu varðandi endurkvæmni, ef fall kallar á sjálft sig tvisvar eins og t.d: return(fall(tala-1) * fall(tala-1)) Þá má hugsa sér þetta sem eins konar tvíundartré? [20:37] og keyra bæði föllin í einu? [20:38] * gislik has left #tolvfr2 [20:38] Tralli: Já, það er hægt að líta á þetta sem ferðalag í preorder í gegnum ímyndað tvíundartré. Föllin keyra ekki bæði í einu, heldur fyrst það fyrra og það kallar síðan á fyrra fallið aftur, o.s.frv. [20:38] * gislik has joined #tolvfr2 [20:39] þannig að seinna fallið keyrir ekki fyrr en það fyrra hefur klárast ? [20:40] Tralli: Einmitt [20:40] Hjalmtyr: Þegar þú talar um að hnútur sé A sé "forfaðir" hnútar B, er hnútur A þá einhverstaðar fyrir ofan hnút B í trénu eða skilgreinir "forfaðir" einhverja lengd? [20:41] Verða spurningarnar á íslensku bara...eða bæði íslensku og ensku? [20:42] nemandi: Já, forfaðirinn A er einhvers staðar á leiðinni frá rótinni niður í B (gæti verið rótin, en líklega ekki B sjálft). [20:42] Hjalmtyr: Dæmið á sýniprófi frá 2004 sem snýst um að skrifa recursive fall sem telur hversu margir hnútar eru í ójafnvægi í tré.... myndirðu segja að það væri úr efni sem gæti verið prófað úr? [20:43] * ofjord has joined #tolvfr2 [20:43] í vorprófi 2004 dæmi 2(i) Er það rétt hjá mér að vandamálið þar sé að fallið skilar aldrei neinni tölu þ.e skilagildið verður alltaf 0 eða NULL? [20:43] Steini: Prófið verður á íslensku (með enskum nöfnum á óalgengum hugtökum). Það er líka próf á ensku, sem hægt er að biðja um, en ekki mjög mörg þannig svo ekki biðja um enskt próf nema þið þurfið á því að halda. [20:44] Tralli: Ég fékk það út, já [20:44] ok gott að vita [20:44] Zedlic: Já, þetta hefði geta komið núna (ef það hefði ekki þegar komið!) [20:44] Ok [20:45] Hvað er hnútur í ójafnvægi? Ég hélt að það væru bara heil tré sem væru í ójafnvægi. [20:45] * nonni has quit IRC (Ping timeout) [20:46] þegar það munar tveimur eða meira á hæð barna hans [20:46] þá er hann í ójafnvægi [20:46] en ég fann enga góða leið til að finna það út í C++ [20:46] * nonni has joined #tolvfr2 [20:47] nemandi: Það er skilgreint í dæminu hvað það þýðir að hnútur sé í ójafnvægi, þannig að þetta er ekkert sem þið eigið að hafa farið í. [20:49] Zedlic: Vísbending: Hver hnútur þarf að reikna út hæð barna sinna. Ein leið til að halda utan um fjöldann er að hafa hann í víðværri (global) breytu. [20:51] * re- has joined #tolvfr2 [20:51] Gott kvöld ! [20:52] Hjalmtyr: Góða kvöldið, ég á einhverja gommu af ósóttum lausnum. Það er örugglega búið að loka tæknigarði er það ekki? [20:52] Kvöldið, ég mun setja logginn á heimasíðuna eftir að við erum búin hérna [20:52] Alright, hefur skapast hér einhver umræða af viti ? [20:52] það er læst upp á aðra hæð eftir 5 held ég [20:53] gislik: Jú, Tæknigarður er bara opinn til kl. 17 [20:53] það má alveg prenta út forrit og koma með í prófið? [20:53] ofjord og Hjalmtyr: OK - ekkert mál. [20:53] Tralli: já [20:53] Hjalmtyr: Hver myndirðu segja að væru áhersluatriði úr heftinu hennar Önnu ? [20:54] heh, þetta eru nú bara 10bls [20:54] re-: Eigum við þá ekki að segja: fyrstu 9 blaðsíðurnar! [20:55] Zedlic: Kommon, illa gert að koma svona í veg fyrir veiði .. [20:55] Hjalmtyr: Jæja ;) [20:55] haha, fyrirgefðu [20:55] Það eru bara fyrstu 9 síðurnar til prófs (þetta eru reyndar 12 síður!) [20:57] Big-O er að trufla mig dálítið og ég finn lítið (í fljótu amk) af dæmum frá þér með því - þetta var bara á einu prófi og svo bara í einum heimadæmum - er mér að yfirsjást eitthvað .. ? [20:58] bendi á glósur frá Gunnsteini Hall dæmatímakennara m.a. um Big-Oh: http://www.hi.is/~gunnsth/?p=2 [20:59] re-: Það er stundum beðið um að greina tímaflækju að reikniriti sem þið eigið að búa til. Þá eigið þið að nota Big-O. [21:00] Þegar um slíkt er beðið, t.d. með röðunaralgrím, þá er basically bara verið að spyrja um hvort þetta sé n^2 eða lg(N) og slíkt ? [21:01] Það eru þessi fræðilegri Big-O dæmi sem eru að trufla mig, eins og þau sem voru á heimadæmablaði 4 [21:01] re-: Ja, O(n^2) eða O(n*log(n)) eða þess háttar. [21:02] re-: þessar glósur frá gunnsteini sýna ágætlega fræðilega útreikninga á big-o með því að nota markgildi t.d. [21:02] re-: Dæmi 4 og 5 á Vikublaði 4? Þetta eru ekki mjög erfið dæmi! [21:05] er það ekki rétt að það prófið verður ekki skipt, þ.e. sömu dæmin fyrir 2 og 2a? [21:05] Hjalmtyr: Nei, ég sammála því að þetta séu nú ekki sérstaklega flókin dæmi - en ég er að leita að fleiri dæmum sem þessum. Mannstu eftir einhverjum slíkum á gömlum heimadæmablöðum ? [21:06] * aro2 has quit IRC ("") [21:06] (Bara áður en ég verð hraunaður frekar niður þá fékk ég rétt fyrir þessi dæmi á dæmablaðinu - en mig langar að skoða fleiri dæmi af þessum toga) [21:06] * aro2 has joined #tolvfr2 [21:07] re-: Já, t.d. Vikublað 4 frá því í fyrra. [21:07] Hjalmtyr: Takk [21:08] Hjalmtyr: er það ekki rétt að það prófið verður ekki skipt, þ.e. sömu dæmin fyrir 2 og 2a? [21:09] ofjord: Já, það vera bara 6 dæmi á prófinu, þau sömu fyrir alla (5 bestu gilda). [21:13] Eruð þið með einhverjar sniðugar slóðir á góð hjálpargögn til að hafa með á morgun? [21:13] Allir bara með bækurnar tvær? [21:14] Auka heimadæma, úrlausna ... [21:14] Taka bara fullt af lausnum úr prófum og heimadæmum [21:15] jamm, bara hafa það vel skipulagt og helst vita hvar allt er [21:15] Líklega gott að taka með sér blaðið sem segir hvað er til prófs, þar er ágætis yfirlit um hvað er að finna hvar ... [21:15] Aukaefni um benda+tilvísanir .. ? [21:15] ég bjó mér til efnisyfirlit yfir draslið, það tekur ekki langan tíma og gæti flýtt fyrir [21:15] já [21:15] Þið ættuð ekki að vera að koma með mikið af gögnum sem þið þekkið ekki, því þá er hætta á að þið eyðið of miklum tíma í að leita í þeim. Það nýtist yfirleitt best að taka með sér bækurnar, glósurnar, lausnirnar ykkar (kannski sýnislausnirnar). [21:16] Hjalmtyr: ég er með spurningu varðandi big o notation... [21:16] dæmi 5 á http://www.hi.is/~hh/kennsla/tfr2/v04/slausnir/slausn03.html [21:17] þá sýniru framá að föllin séu jafngild, vegna þess að markgildið f(n)/g(n) sé núll [21:17] þegar n stefnir á óendanlegt.. [21:18] en m.v. glósurnar hans Gunnsteins, þá virðist hann segja að jöfnurnar séu jafngildar ef markgildið sé endanleg tala, (ekki núll) [21:18] nemandi: Ekki jafngild... Heldur að n^(3/2) sé efri mörk á n*ln(n). [21:19] [Þýðing: Sýnið að N*ln(N) = O(N3/2). ] [21:20] sem sagt að n*ln(n) sé minna en eða jafnt og n^(3/2) ?? [21:20] þannig séð? [21:20] Við höfum að N*ln(N) = O(N^(3/2)), en það er ekki hægt að sanna að N^(3/2) = O(N*ln(N)), því það gildir ekki. [21:21] ofjord: Við segjum að vaxtarhraði N^(3/2) sé meiri en N*ln(N). [21:21] já auðvitað [21:22] Til dæmis gildir að 2N = O(N) og N = O(2N), svo þá er vaxtarhraði N og 2N sá sami (þess vegna megum við sleppa föstum þegar unnið er með Big-O. [21:22] * nonni has quit IRC ("") [21:22] hver er þá munurinn á markgildunum þegar þau gefa endanlega tölu annars vegar og núll hins vegar? [21:23] Þegar spurt erum hvort N*ln(N) = O(N^(3/2)) , er þá ekki nóg að sýna framá að N^(3/2) vaxi hraðar heldur en N*ln(N) ? [21:24] ofjord: Ef núll þá vex neðra fallið hraðar, en ef fasti annar en núll (t.d. 2N / N = 2) þá er sami vaxtarhraði. [21:24] nemandi: Já [21:25] Hjalmtyr: ok takk kærlega, þetta var dálítið í þoku [21:25] Við erum reynar komin út í hluti sem við fórum ekki svona djúpt í í námskeiðinu. Það er farið ítarlegar í þetta í Greiningu reiknirita. [21:26] les: "Þetta verður ekki á prófinu"? [21:26] :) [21:26] Zedlic: Hmmmmm.... [21:27] :) [21:27] Mig vantar að skerpa á tengdum listum, er einhver með gott url handa mér? :) [21:27] t.d. reikna tengd-lista-dæmin á sýniprófunum [21:28] ég held að það sé alveg nóg [21:28] en mig vantar lausnir [21:29] jah, það sem ég geri er að fara bara gegnum kóðann línu fyrir línu eftir að ég er búinn að búa hann til, og ef forritið gerir það sem það á að gera, þá hlýtur svarið að vera rétt [21:29] en jújú, lausnir væru góðar líka [21:29] Það er nokkuð sniðug síða hjá Stanford háskólanum sem fjallar m.a. um benda og tengda lista: http://cslibrary.stanford.edu/ [21:30] já, skoðaði hana [21:30] skemmtilegt pointer video líka [21:30] leirkall [21:31] nemandi: Já, ég hefði kannski átt að koma með svona leirkall í tíma. Þá hefðu kannski allir skilið benda :) [21:32] mental note fyrir næsta ár [21:32] Ég var mjög stressaður fyrir þetta benda móment, alltaf talað svo harkalega um þetta, en mér fannst yfirferðin í fyrirlestrum nokkuð góð .. [21:33] Og hvernig er það, ef maður talar vel um kennarann á IRC kvöldið fyrir próf - á maður möguleika á aukastigi ? [21:33] það er allt í lagi að reyna :) [21:33] :) [21:34] þú verður þá að skrifa "re-" í nafn reitinn á prófinu líka held ég [21:34] ofjord: Já, það er pæling .. [21:34] nemandi: Það er fullt af sýnislausnum um tengda lista á heimasíðum síðustu ára. Þetta er yfirleitt á Vikublöðum 6-8. [21:34] nemandi: já, er einmitt að skoða það [21:35] Hjalmtyr: einmitt [21:36] Hjalmtyr: Lausnirnar á dæmunum sem þú gefur upp þarna: http://www.hi.is/~hh/kennsla/tfr2/v04/vblad15.html [21:36] Dauðir linkar [21:36] Er hægt að nálgast þetta eða? [21:37] Hjalmtyr: Ég býðst til að sækja og skutla þér tímanlega á prófsstað (svona kl. 8:30) :) [21:37] Já, slóðin er ekki rétt. Hún á að vera http://www.hi.is/~hh/kennsla/tfr2/v04/slausnir/hrugulausnir.html [21:37] Ég skal laga þetta snöggvast. [21:38] það ætti að gefa mér smá aukastig muahaha [21:38] jf1: Nei, takk. Ég hef engan áhuga á að vera þarna innan um stressaða nemendur. Það gæti verið stórhættulegt! [21:39] Hvorugt ykkar verður s.s. á prófstað ? [21:39] Nei ég ætlaði að bjóða þeim í morgunverð á Hótel Holti [21:40] Rólegir drengir [21:40] re-: Jú, við komið þegar prófið er byrjað. Þá geta yfirsetukonurnar haft hemil á ykkur! [21:40] Haft hemil á ... múhahh - þú gerir þér s.s. ekki grein fyrir meðalaldri yfirsetukvennanna ? [21:41] uþb 98? [21:42] Í hrúguröðuðu tréi...geta börn rótar verið jafnstór henni? [21:42] Steini: Já, það skiptir ekki svo miklu máli í hrúgum þó mörg stök hafi sama gildið. [21:43] ok [21:47] Jæja, ættuð þið ekki að fara að hvíla ykkur fyrir prófið? Ekki mun veita af :) [21:48] * zenux has left #tolvfr2 [21:48] Einhverjar lokaspurningar? [21:48] ekki frá mér, takk fyrir mig! [21:49] Hvenær meigum við vænta lausna á prófinu - þorirðu að skjóta á það ? [21:49] ekki lausna, heldur einkunna - meina ég [21:50] re-: Það gæti verið í lok næstu viku. Þar sem við erum tvö að fara yfir þetta þá þori ég ekki að lofa neinu með það. [21:50] Hjalmtyr: Flott mál - takk fyrir [21:51] OK, þá óska ég ykkur góðs gengis í fyrramálið! [21:51] takk [21:51] takk fyrir Hjálmtýr [21:51] Takk [21:51] * Disconnected