Tölvutækni og samfélagið
Siðfræðiumræða
Tilfelli 1
Anna sem er klár framhaldsskólastúlka vil verða læknir. Þar sem hún er af fátæku fólki
þá verður hún að fá skólastyrk til að komast í háskóla. Til þess að fá hann þarf Anna
að leysa aukarannsóknarverkefni. Framhaldsskólinn hennar hefur fáar gamlar tölvur og
það er alltaf biðröð í þær. Sum kvöld fer því Anna yfir á bókasafn einkaháskólans sem
er nálægt heimili hennar. Þar er mikið af ónotuðum tölvum tengdum við Internetið. Í þau
fáu skipti sem bókasafnsvörðurinn spyr Önnu hvort hún sé nemandi í skólanum svarar hún
"Já" og fær þá að vera í friði. Með hjálp þessa aðgangs að tölvum einkaháskólans leysir
Anna rannsóknarverkefnið og fær nógu góða einkunn til að fá styrk til að fara í frægan
og góðan háskóla.
Spurningar:
- Gerði Anna eitthvað sem hún hefði ekki átt að gera?
- Hver hagnaðist af hegðun Önnu?
- Hver tapaði á hegðun Önnu?
- Fékk Anna ósanngjarna yfirburði yfir skólafélaga sína í framhaldsskólanum?
- Myndu svör ykkar breytast ef það kæmi í ljós að Anna fékk ekki góða einkunn fyrir
verkefnið og komst ekki inn í góðan háskóla?
- Hvernig hefði Anna geta náð fram markmiðum sínum á annan hátt?
[byggt á Michael J. Quinn: ETHICS for the Information Age]
hh (hja) hi.is, ágúst, 2006.