Tölvutækni og samfélagið

Siðfræðiumræða

Tilfelli 2

Stofnun sem stefnir að því að minnka ruslpóst (spam) reynir að fá Internetþjónustuaðila í ákveðnu landi í Asíu til að verja netþjóna sína betur. Þegar það gengur ekki þá setur stofnunin þessa netþjónustuaðila á svartan lista. Margir þjónustuaðilar í Bandaríkjunum fara eftir þessum svarta lista og neita að samþykkja póst frá þeim aðilum sem eru á honum. Þessi ákvörðun stofnunarinnar hefur tvennar afleiðingar: Magn ruslpóst sem venjulegur póstnotandi í Bandaríkjunum fær minnkar um 25%. En jafnframt verða tugþúsundir saklausra notenda í þessu Asíulandi fyrir því að að geta ekki sent tölvupóst til vina og viðskiptamanna í Bandaríkjunum.

Spurningar:

  1. Gerði ruslpóststofnunin eitthvað sem hún hefði ekki átt að gera?
  2. Gerðu netþjónustuaðilarnir í Bandaríkjunum sem neituðu að taka við pósti eitthvað af sér?
  3. Hver hagnaðist á aðgerðum stofnunarinnar?
  4. Hver tapaði á aðgerðum stofnunarinnar?
  5. Hefði stofnunin getað náð markmiðum sínum á einhvern annan hátt?

[byggt á Michael J. Quinn: ETHICS for the Information Age]
hh (hja) hi.is, ágúst, 2006.