Tölvutækni og samfélagið
Siðfræðiumræða
Tilfelli 3
Til að minnka hraðakstur setur lögreglan upp 20 hraðamyndavélar á Reykjanesbrautinni. Myndavélarnar
eru tengdar tölvum, sem geta sjálfvirkt numið hvort bílar séu yfir hámarkshraðanum.
Tölvurnar geta lesið skráningarnúmer bílsins og ef bíllinn er á of miklum hraða þá er sent
sekt til eiganda bílsins ásamt nákvæmri mynd af ökumanninum. Sex mánuðum eftir að myndavélarnar
eru settar upp hefur hraðakstur á Reykjanesbrautinni minnkað um 90%.
Ríkislögreglustjóri biður umferðarlögregluna um rauntíma aðgang að myndavélunum og fær hann.
Þremur mánuðum seinna notar ríkislögreglustjóri upplýsingar úr myndavélunum til að handtaka
fimm félaga í hermdarverkasamtökum.
Spurningar:
- Gerði umferðarlögreglan eitthvað sem hún hefði ekki átt að gera?
- Hver hagnaðist á aðgerðum umferðarlögreglunnar?
- Hver tapaði á aðgerðum umferðarlögreglunnar?
- Hvaða aðrar aðgerðir hefði umferðarlögreglan getað gert til að ná fram markmiðum sínum?
[byggt á Michael J. Quinn: ETHICS for the Information Age]
hh (hja) hi.is, ágúst, 2006.