Tölvutækni og samfélagið
Siðfræðiumræða
Tilfelli 4
Þú ert yfirmaður hugbúnaðarþróunar í litlu fyrirtæki sem er að þróa nýstárlegan
hugbúnað fyrir sjúkrahús. Sölumenn fyrirtækisins hafa lofað hugbúnaðinum til
spítalans í næstu viku. Því miður virðast ennþá nokkrar villur í hugbúnaðinum,
en yfirmaður prófunardeildarinnar segir að þær villur sem eru þekktar séu smávægilegar,
en það muni taka þá einn mánuð að ganga úr skugga um að engar alvarlegar villur
sé eftir.
Vegna mikillar samkeppni á þessum markaði er gríðarlega mikilvægt að fyrirtækið þitt
komi fyrst fram með sinn hugbúnað. Stór hugbúnaðarfyrirtæki er að þróa svipaðan
hugbúnað og ef þeir ná að sýna hann á undan þá er líklegt að þitt fyrirtæki fari
á hausinn.
Spurningar:
- Ættir þú að leggja til útgáfu hugbúnaðarins í næstu viku?
- Hver myndi hagnast ef fyrirtækið færi að þínum ráðum?
- Hver myndi tapa ef fyrirtækið færi að þínum ráðum?
- Berð þú ábyrgð á einhverju öðru fólki sem ákvörðun þín gæti haft áhrif á?
[byggt á Michael J. Quinn: ETHICS for the Information Age]
hh (hja) hi.is, ágúst, 2006.