Tölvutækni og samfélagið

Verkefni 5


Í þessu verkefni eigið þið að prófa Linux stýrikerfið. Sér í lagi eigið þið að skoða Knoppix dreifinguna af Linux. Knoppix er svokölluð "live"-útgáfa´, þar sem hægt er að ræsa stýrikerfið upp af geisladiski án þess að það hafi nokkur áhrif á það stýrikerfi sem fyrir er á tölvunni.

Þið eigið að ná í útgáfu 5.01 af Knoppix af Vefsíðunni þeirra (skráin heitir KNOPPIX_V5.0.1CD-2006-06-01-EN.iso) og brenna hana á geisladisk (munið að brenna sem "boot image"). Dreift verður örfáum tilbúnum diskum í fyrirlestri 26.sept. fyrir þá sem ekki hafa aðstöðu til að brenna sjálfir. Það er líklega skynsamlegt að hlaða þessu niður frá íslenska þjóninum. Síðan þurfið þið að komast í tölvu þar sem þið getið breytt ræsiröðinni (e. boot sequence) í BIOS. Tölvurnar í tölvuverum RHÍ eru læstar þannig að ekki er hægt að nota þær í þetta verkefni. Venjulega ræsir stýrikerfið fyrst upp af harða diskinum, en þið þurfið að láta geisladrifið framfyrir í röðinni. Það er misjafnt milli tölva hvernig hægt er að komast inn í BIOS-inn, en þegar tölvur eru ræstar þá koma oftast stutt skilaboð um þetta í upphafi ræsingar. Algengt er að slá þurfi á F2 eða DEL. Þegar ræsiröðinni hefur verið breytt þá er hægt að ræsa tölvuna með Knoppix geisladiskinn í geisladrifinu. Við það ætti Knoppix Linux að koma upp.

Það er líka til DVD-útgáfa af Knoppix (skráin heitir KNOPPIX_V5.0.1DVD-2006-06-01-EN.iso) fyrir þá sem eru viljugir að hlaða því niður. Knoppix DVD inniheldur mun meira magn af hugbúnaði, en virkar að öðru leyti eins og CD-útgáfan.

Þegar Knoppix er farið að keyra þá skuluð þið fikta aðeins í því til að fá tilfinningu fyrir því hvernig er að vinna í þessu umhverfi. Knoppix setur sjálfkrafa upp KDE viðmótið sem keyrir ofaná X gluggakerfinu. Margir Linux notendur eyða þó meiri tíma í skeljunum (e. shells), sem eru skipanalínugluggar. Hægt er að opna "Konsole" og komast þannig inní skipanalínuviðmótið.

Skoðið eftirfarandi hluti:

Ef þið hafið komist inná netið náið þá í skrárnar tilraun.doc, (búin til í MS Word 2000) og tilraun.xls, (búin til í MS Excel 2000) og athugið hvort allt birtist ekki rétt.

Skilið einnar blaðsíðu skýrslu um hvað ykkur finnst um þetta umhverfi fyrir hádegi þriðjudaginn 3. október og verið tilbúin að ræða málin í umræðutímanum fimmtudaginn 5. október.


hh (hja) hi.is, 26. september, 2006.