08.71.35 Uppbygging tölva

Dæmi 2


  1. Nefnið a.m.k. þrjú atriði sem gera það að verkum að við fáum ekki tvöföldun á hraða örgjörva með því að tvöfalda fjölda pípuþrepa (t.d. frá 5 þrepum í 10).

  2. Dæmi 2.3 á bls. 56 í kennslubók.

  3. Notið 5 bita fyrir tugatölurnar 15, -16 og 0 og ef mögulegt er sýnið þær
    1. með formerkisbita
    2. sem eins-andhverfu (1's complement) tölu
    3. sem tvíandhverfu (2's complement) tölu
    4. á Excess 2n-1 - 1 formi

  4. Dæmi 2.6 á bls. 57 í kennslubók.

  5. Mjög skemmtileg aðferð til að tákna tölur er hið svokallaða jafna þríundarkerfi. Þar notum við -1, 0 og 1 í þríundarkerfi í stað 0, 1 og 2. Þannig er talan 8 táknuð sem (1 0 -1), því 8 er 1*32 + 0*31 + (-1)*30.
    1. Hvernig eru tölurnar 3, 11 og -234 táknaðar í þessu kerfi?
    2. Hvernig er (samlagningar) andhverfa tölu fundin í kerfinu?
    3. Hvernig er hægt að sjá á fljótlegan hátt hvort tala í kerfinu sé neikvæð?


Skilið þessum dæmum mánudaginn 10. september.

hh (hja) hi.is, 5. september, 2001.