08.71.35 Uppbygging tölva
Dæmi 3
- [Haustpróf '99] Eru til IEEE 32-bita fleytitölur a og b
(b ekki núll), þannig að a + b = a? Sýnið dæmi um
slíkar tölur ef þær eru til, eða rökstyðjið að þær geti ekki verið til.
- IEEE fleytitölur eru á óstöðluðu formi þegar veldishlutinn er 0
og brothlutinn er ekki allur 0. Í 32 bita fleytitölum er þá gildi
þeirra xx..xx*2-23*2-126, þar sem xx..xx er
brothlutinn. Hver er ástæðan fyrir því að við margföldum með
2-126, en ekki 2-127?
- [Haustpróf 2000] Við getum skilgreint 6-bita fleytitölur á eftirfarandi hátt.
Fremsti bitinn (lengst til vinstri) er formerkisbiti, næstu tveir eru veldisbitar á
Excess-formi og þrír bitarnir lengst til hægri eru brothlutinn (með einn falinn bita).
Að öðru leyti er formið eins og IEEE staðallinn segir til um (óstaðlaðar tölur, núll,
NaN og óendanlegt gildi).
- Hvaða fleytitölugildi er 100100?
- Hvert er minnsta bil milli hliðstæðra fleytitalna? En mesta bilið?
- Hversu margar staðlaðar fleytitölur er hægt að tákna á þessu formi?
- Dæmi 2.17 á bls. 59 í kennslubók.
- Dæmi 2.19 á bls. 59 í kennslubók.
Skilið þessum dæmum mánudaginn 17. september.
hh (hja) hi.is, 12. september, 2001.