09.71.35 Uppbygging tölva

Dæmi 6


  1. Dæmi 8.5 á bls. 342 í kennslubók.

  2. [Próf '96] Fyrirtæki nokkurt framleiðir hylki sem eiga að taka við af disklingurm. Hvert hylki inniheldur tvær plötur og getur geymt 1GB. Snúningshraðinn er 5400 sn/mín og gefið er upp að hægt sé að lesa allt að 10MB/sek. í stuttan tíma.

    a) Hvað segir þetta okkur um gagnamagn á hverjum sívalningi (cylinder) og hversu margir eru sívalningarnir? (Fjöldi sívalninga er jafn fjölda spora á hverri plötu).

    b) Nú er líka gefið upp að hámarksleshraði í lengri tíma er 6.6MB/sek. Hvað segir það okkur um færslutíma milli aðliggjandi spora og hver er meðalleitartími (access time) hylkisins?

  3. [Haustpróf '99] Harður diskur hefur 4 plötur og 8 leshausa. Á hverri hlið eru 13295 spor. Heildargagnamagn disksins er 17,28 GB (þar sem GB er í þessu tilfelli 1.000.000.000 bæti). Fjöldi geira er breytilegur, allt frá 230 til 384. Hver geiri inniheldur 512 bæti.
    1. Hver er meðalfjöldi geira á spori, miðað við heildargagnamagn disksins?
    2. Ef snúningshraði disksins er 5400 sn/mín, hver er þá hámarksflutningshraði frá disknum (miðað við að aðeins einn leshaus sé virkur í einu)?
    3. Ef það tekur 0.9 msek að flytja leshausa milli aðliggjandi spora, hversu miklum flutningshraða er hægt að viðhalda í lengri tíma (e. sustained data rate)?

  4. Flestir harðir diskar nota svokallaða hliðrun (e. stagger) þegar skrifa þarf á fleiri en eitt spor. Það þýðir að þegar búið er að skrifa í eitt spor, og endað þar á geira i, þá er ekki skrifað í geira i+1 í næsta spori, heldur t.d. geira i+7.
    1. Hver er ástæðan fyrir þessu?
    2. Ef diskur með 240 geirum snýst á 7200 sn/mín og það tekur leshaus 1.5 msek að færa sig milli aðliggjandi spora, hver væri þá besta hliðrunin (talið í geirum)?

  5. Berið saman flutingshraða á 40x geisladrifi (CD-ROM) og 8x DVD-drifi (DVD-ROM). Til að svara þessari spurningu þurfið þið að gefa ykkur forsendur og leita að upplýsingum á Netinu. Takið fram þær forsendur sem þið gefið ykkur.

Skilið þessum dæmum mánudaginn 3. desember.

hh (hja) hi.is, 27. nóvember, 2001.