NÁMSTEFNA  UM  VETTVANGSNÁM  OG  ÚTIKENNSLU

í Flataskóla í Garðabæ (og úti í náttúrunni!) 13.-14. ágúst 2007

Ráðstefnustjórar: Auður Pálsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson

 

DAGSKRÁ

 

13. ágúst (mánudagur) árdegisdagskrá: 9.0012.00

 

Kl. 9.00 Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar býður gesti velkomna

 

kl. 9.05 Setning: Sif Vígþórsdóttir formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun

 

Kl. 9.15-10.25

 

Við erum að upplifa ævintýri - Auður Pálsdóttir

Það er spennandi að tengja saman vinnu innandyra og utan. En hvað á að kalla svona fjölbreytt nám? Rætt verður um hugtökin útinám, útikennslu og útiskóla, kynntar hugmyndir um skipulag og útfærslu útináms í skólum og tekin dæmi af ólíkum námsgreinum og samþættum verkefnum. Við erum að upplifa ævintýri, sögu sem hefur ákveðin markmið, góða uppbyggingu og farsælan endi - og í raun nýtt upphaf að næsta ævintýri.
Gögn frá Auði

 

Skólastofa í skólaskógi og á skólalóð - Ólafur Oddsson

Fjallað er um skógarmenningu í skólastarfi og m.a. fjallað um verkefnið Lesið í skóginn en það hefur reynst happadrjúgt til þróunar á skólastarfi víða um land.
Skjámyndir Ólafs
Skýrsla Þuríðar Jóhannsdóttur um Lesið í skóginn: Grenndarskógur: Ný tækifæri í skólaþróun 

 

Áhrif skógarferða á líðan og samskiptahæfni barna – Ingibjörg Stefánsdóttir

Í erindinu er sagt frá útikennslu sem hófst í leikskólanum Álfheimum árið 2001.  Fjallað er um áhrif hennar á börnin og hvernig þau læra um náttúru og umhverfi í skógarferðum.
Grein Kristínar Norðdahl í Netlu: Að leika og læra í náttúrunni

 

Kl. 10.25-10.45 Kaffihlé

 

Kl. 10.45-12.05

 

Náttúruskóli Reykjavíkur – Nýir möguleikar í útikennslu - Helena Óladóttir,

Náttúruskóli Reykjavíkur er þriggja ára þróunar- og samstarfsverkefni Umhverfissviðs Reykjavíkur, Menntasviðs Reykjavíkur, Landverndar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að efla útikennslu í grunn- og leikskólum borgarinnar. Náttúruskólinn hefur boðið upp á skipulagða fræðsludagskrá fyrir bæði skólastigin á grænum svæðum borgarinnar, staðið fyrir fjölda námskeiða fyrir kennara, leiðbeinendur og aðra áhugasama um útikennslu og útinám og starfað með grunn- og leikskólum að innleiðingu útikennslu í skólastarfi og aðlögun þess að skólanámskrá.
Skjámyndir Helenu
Vefur Náttúruskólans: www.natturuskoli.is

 

Útieldhúsið, útikennsla í heimilisfræði - Guðmundur Finnbogason

Í erindinu er fjallað um möguleika til útikennslu í heimilisfræði bæði fræðileg og hagnýt atriði. Stefnan er að áheyrendur bretti svo upp ermar og taki útieldun upp á arma sína.
Skjámyndir Guðmundar
Vefur Guðmundar: http://www.utieldhus.is/

 

Útikennsla í íþróttum  - Hrafnhildur Sævarsdóttir

Hrafnhildur fjallar um hvernig skólalóðin og umhverfi Sjálandsskóla er nýtt í íþróttakennslu og útileikjum.
Skjamyndir Hrafnhildar

 

Umhverfismennt í Selásskóla - Anna Sólveig Árnadóttir og Kristín Óskarsdóttir

Fjallað verður um áhersluþætti í útikennslu í  1.-7. bekk, m.a. um flokkun og endurnýtingu.
Skjámyndir Önnu Sólveigar og Kristínar

14. ágúst (þriðjudagur), árdegisdagskrá: 9.0012.00

 

9.00- 10.20

,,Við verðum bara betri vinir", ferðalög með nemendum Smáraskóla í Kópavogi – Kristín Einarsdóttir

Í fyrirlestrinum verður sagt frá ferðalögum með nemendum Smáraskóla í Kópavogi. Farið er með alla nemendur skólans í mismunandi ferðir og gist að minnsta kosti eina nótt. Sagt verður frá undirbúningi ferðanna, ferðunum sjálfum og viðbrögðum nemenda og foreldra.
Skjámyndir Kristínar


Útinám, önnur leið til að læra - Jakob Frímann Þorsteinsson

Gerð verður tilraun við að draga upp mynd af fagsviðinu útinám (outdoor education), hugað að skilgreiningu, kenningarlegum grunni og hvaða hlutverk útinám hefur við þróun náms og kennslu í framsæknum skólasamfélagi.
Skjámyndir Jakobs

Margæsarverkefnið – Álftanesskóli

Fjallað er um verkefni sem starfsfólk og nemendur Álftanesskóla hafa unnið á liðnum árum og er nú liður í alþjóðlegu þróunarverkefni þar sem fylgst er með margæsum á ferðum sínum milli vetrarstöðva í Írlandi og sumarflandri þeirra til Grænlands með viðkomu í Arnarnesvoginum.

Skjámyndir um Margæsaverkefnið
Spurt var um verkefnið Vísindamaður að láni. Verkefnið er á vegum Rannís. Umsjónarmaður þess er Páll Vilhjálmsson.


Kl. 10.20-10.40 Kaffihlé

 

Kl. 10.40-12.00

Útivist í Foldaskóla – Ólafur Loftsson

Í erindinu er fjallað um hvernig útivistarval í 9 og 10. bekk er skipulagt. Farið í uppbyggingu kennslunnar, hugmyndafræði og hvaða hópi nemenda þetta hentar. Verkefnið fékk hvatningarverðlaun Fræðsluráðs 2006.
Skjámyndir Ólafs

 

Útikennsla, sótt úr smiðju Tékka og Svía -  Guðríður Dóra Halldórsdóttir. Aðalbjörg Ólafsdóttir og Hulda Björk Jóhannsdóttir kennarar í Sæmundarskóla

Í erindinu er fjallað um hugmyndir um útikennslu, þvert á allar námsgreinar sem fyrirlesarar hafa aflað sér í námsferðum í Svíþjóð og Tékklandi.
Skjámyndir Guðríðar, Aðalbjarnar og Huldu Bjarkar

 

Til sjávar og sveita - Þorkell Heiðarsson líffræðingur

Verknám og útikennsla í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Reynslan hingað til og framtíðarsýn.

Skámyndir Þorkels
Vefur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins: http://www.mu.is/
 

Flakkarar á flakki – Særún Ármannsdóttir

Í leikskólanum Hofi var farið af stað með nýtt verkefni sl. sumar, þar sem elstu börnunum var boðið að „flakka“ um borgina.   

 

 

 

 

 

 


Síðdegisdagskrá, báða dagana: 13.00-15.00/16.00 Vettvangsferðir

Þátttakendur hafa val um vettvangsferðir en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn – nánari staðsetning gefin á námstefnudegi.

 

a) Katlagil - Útinám í hálfa öld

Þátttakendur fara milli fjögurra stöðva: - Kynnig og saga Katlagils; - Lesið í skóginn, skorið í tré; -Verkefni í skóginum tengd stærðfræði, náttúrfræði o.fl. greinum; - Útieldhús.

b) Björnslundur

Kynning á útikennslu í Norðlingaskóla – fjallað um uppbyggingu útikennslustofu í Björnslundi og þróun fjölbreyttra útikennsluverkefna á fyrstu starfsárum skólans.

 

c) Arnarnesvogur

Gálgahraun, verstöð Sjálandsskóla. Þátttakendum gefst kostur á kajaksiglingu á Arnarnesvogi ef veður leyfir en þurfa þá að vera búnir til þess (hlífðarföt, aukaföt).

 

d) Fossvogs- og Elliðaárdalur

Kynning á þeirri fjölbreyttu útikennslu sem fram hefur farið í Fossvogsskóla á liðnum árum.

e) Búrfell og Búrfellsgjá

Búrfellsgjá, Búrfell, Valaból og hellar í Búrfells­hrauni. Sérstök áhersla á jarðfræði og náttúrufræði svæðisins. Þeim þátttakendum sem vilja, gefst kostur á hellaskoðun, en þurfa þá að vera búnir til hellaferða (hjálmur/húfa – gott ljós).

 

f) Vífilsstaðavatn

Þátttakendur fá að taka þátt í þróunarverkefni sem nemendur 6. bekkjar í Garðabæ hafa tekið þátt í á liðnum árum. Verkefnið snýr að athugnum á lífríki vatnsins (t.d. hornlaus hornsíli) og fjölskúðugs gróðurfars í nágrenni vatnsins. 

 

 

g) Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fræðslu- og kynningarferð um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og fjölbreyttir möguleikar garðsins í skólastarfi kynntir.