Námskeið – þróunarverkefni:

Mál að meta!
Tengsl markmiða og námsmats

2010–2011

Lokaskýrsla um verkefnið

Lokadagskrá:

Uppskeruhátíð 26. apríl, frá kl. 13.00-16.00

Dagskráin fór fram í Laugarnes- og Laugalækjarskóla og var í fimm málstofum.

Námsmat í 1.–4. bekk (Laugarnesskóli)
Umræðustjóri: Agla Ástbjörnsdóttir
Staður: Salur í nýbyggingu

  • Að safna í Sarpinn
    Sarpurinn er leiðarbók í 3. og 4. bekk í Laugarnesskóla og þar með hluti af leiðsagnarmati. Nemandi skráir í lok tíma eða í lok dags í Sarpinn um nám sitt og námsframmistöðu með rökstuddum skýringum eða dæmum. Tilgangurinn er að nemandinn ígrundi nám sitt og verði meðvitaður um það sem hann lærir. Kynnir: Helen Símonardóttir

  • Námsmat og tengsl þess við námsmarkmið og nám nemenda.
    Sóknarkvarðar (matskvarðar) í íslensku og stærðfræði í 1. – 7. bekk (Breiðagerðisskóla). Kynnir Guðlaug Ólafsdóttir

  • Kynning á námsmati á yngsta stigi í Vogaskóla
    Sagt verður frá fyrirkomulagi námsmats í 1. – 4 . bekk. Námsmatið er einstaklingsmiðað leiðsagnarmat. Kynntir verða matslistar í íslensku og stærðfræði, sjálfsmatslistar nemenda og matslistar kennara. Þeir sem kynna: Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir

  • Námsmat í 4. bekk Fossvogsskóla
    Meðal annars verður fjallað um upplýsingar til foreldra um námsmat, gátlista yfir námsþætti sem liggja til grundvallar námsmati í íslensku og stærðfræði, atrennukannanir og matsblað fyrir foreldraviðtöl
    Um kynninguna sjá Agla Ástbjörnsdóttir og Elsa Herjólfsdóttir Skogland

Námsmat í 5.–7. bekk (Laugarnesskóli)
Umræðustjóri: Dögg Lára Sigurgeirsdóttir
Staður: Eldri salur

  • Leiðarljós í stærðfræði
    Í 5. og 6. bekk í Laugarnesskóla er unnið með markmið, áætlanir og sjálfsmat í stærðfræði sem hluta af leiðsagnarmati. Með þessari nálgun stefnum við að því að nemendur verði meðvitaðri um eigin stöðu í námi og taki aukna ábyrgð á námi sínu. Kynnir: Rúna Björg Garðarsdóttir

  • Námsmat í stærðfræði í  5. – 7. bekk í Hvassaleitisskóla
    Sagt frá markmiðsmiðaðri kennslu og hvernig áætlanagerð liggur fyrir. Einfalt leiðsagnarmat sem hjálpar nemandanum að sjá stöðu sína og auðveldar þannig undirbúning fyrir próf. Vægi námsmats á sem sanngjarnastan hátt.Kynnir: Lilja Írena Guðnadóttir

  • Námsmat og tengsl þess við námsmarkmið og nám nemenda.
    Sóknarkvarðar (matskvarðar) í íslensku og stærðfræði í 1. – 7. bekk (Breiðagerðisskóla). Kynnir Rannveig Guðmundsdóttir

  • Fjölbreytt námsmat með sögurömmum á miðstigi í Langholtsskóla (Leifur Eiríksson, Norðurlöndin og Snorrasaga)
    Kynnir: Dögg Lára Sigurgeirsdóttir

  • Gátlistar: Markmið og sjálfsmat nemenda - hluti af einstaklingsmiðuðu námi
    Í vetur fór af stað vinna hjá öllum kennurum skólans tengd námsmati. Hún hefur það að markmiði að efla meðvitund kennara, nemenda og foreldra gagnvart þeim markmiðum sem unnið er að hverju sinni. Lögð er áhersla á algjört samræmi hjá öllum kennurum hvað uppsetningu og orðalag snertir þegar listarnir eru búnir til og að þeir séu skýrir og skiljanlegir nemendum. Listarnir þjóna þeim tilgangi að vera nemendum, kennurum/teymum ákveðið leiðarljós í gegnum hverja lotu og minnka líkur á því að nemendur/kennarar missi sjónar á tilgangi eða markmiðum námsins. Kynnir: Helga Helgadóttir – 5. – 7. bekkur

Námsmat á unglingastigi (Laugalækjarskóli)
Umræðustjóri: Ágúst Pétursson
Staður: Salur

  • Að meta umfangsmikil lokaverkefni í 10. bekk
    Sagt frá marklista sem notaður er við mat á lokaverkefnum í 10. bekk í Réttarholtsskóla. Kynnir: Hilmar Hilmarsson

  • Námsmat í stærðfræði í Réttarholtsskóla
    Kynnir: Ásta Ólafsdóttir

  • Gátlistar fyrir alla
    Farin er af stað vinna við að taka upp notkun gátlista á öllum kennslustigum í Álftamýrarskóla til að gera nemendur, foreldra og kennara meðvitaðri um markmið í hverju fagi fyrir sig. Í kjölfarið var ákveðið að samræma útlit, uppsetningu og notkun gátlistanna í skólanum. Kynnir: Brynjar M. Ólafsson

  • Námsmat í Moodle
    Ágúst Tómasson segir frá tilraun með notkun á Moodle-námsumsjónarkerfinu í unglingastigi Vogaskóla. Sérstaklega verða rafræn próf og skilaverkefni í Moodle kynnt og einnig notkun einkunnabókar í kerfinu.

  • Markmiðum miðlað til nemenda og tengsl við mat (Laugalækjarskóli). Kynningu annast Erika Frodell, Gry Ek Gunnarsson, Guðrún Björg Karlsdóttir og Þórunn Sleight

Námsmat á list- og verkgreinum (Laugalækjarskóli)
Umræðustjóri: Maríella Thayer
Staður: Bókasafn

  • Námsframvinda í hönnun og smíði í Hvassaleitisskóla
    Jafningjamat, sjálfsmat, ferilmöppur o.fl. Kynnir: Gunnar B. Pálsson

  • Marklisti í list- og verkgreinum í Réttarholtsskóla
    Kynnir: Maríella Thayer

  • Listamappan mín (Vogaskóli)
    Verkefninu er ætlað að gera nemendum betur kleift að skilja samhengið milli verklýsinga, hönnunarferlis, vinnubragða og lokaafurðar. Með því að halda til haga öllum verkefnum nemenda í öllum listgreinum, á sama stað, öðlast þeir mikilvæga yfirsýn yfir þekkingu sína og færni og þannig eflist sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust í listgreinum og ekki síður sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum. Freyja Rut Emilsdóttir kynnir verkefnið

Námsmat í íþróttum (Laugalækjarskóli)
Umræðustjóri: NN
Staður: Stofa 17

  • Árangursbók í íþróttakennslu Vogaskóla
    Bókin verður kynnt, hugmyndafræði hennar, tilangur og notkun. Sýnishornum verður dreift og fagleg umræða um bókina í kjölfarið. Um kynninguna sjá Ragnar Vignir og Jóhannes Níels Sigurðsson íþróttakennarar


Dagskráin til þessa


Þátttakendur í Mál að meta:


Kennarar í grunnskólum í Hverfi 2:
Markmið verkefnisins:
  • Vinna að námsmatsstefnu skólanna.
  • Skapa vettvang fyrir kennara og stjórnendur skólanna til að dýpka þekkingu sína á fjölbreyttum og áhugaverðum námsmatsaðferðum, einkum þeim sem henta í einstaklingsmiðuðu námi.
  • Gefa kennurum og öðrum starfsmönnum tækifæri til að þróa námsmatsaðferðir sínar með skipulegum hætti og miðla reynslu sinni til annarra (milli skólanna, samstarfsfólks, starfsmanna í öðrum skólum, foreldra
  • Efla þekkingu á innlendum og erlendum heimildum um námsmatsaðferðir.
Verkefnið er í tveimur áföngum, haust og vor. Á haustmisseri hittast námsmatsteymi skólanna. Hver skóli skipar teymi sem í eru fulltrúar stjórnenda, kennara af öllum aldursstigum, fulltrúi fyrir list- og verkgreinar og fulltrúi fyrir sérkennara. Teymin hittast einu sinni í mánuði (ágúst–desember) og ræða ýmsar hliðar námsmats. Fyrsti fundur var mánudaginn 16. ágúst (13.00-16.00, í Laugalækjarskóla). Á vormisseri stýra teymin þróunarstarfi um námsmat, hvert í sínum skóla. Starfið á vormisseri hefst með sameiginlegum starfsdegi 3. janúar 2011 og lýkur með sameiginlegu málþingi í júní þar sem verkefnin sem unnin hafa verið í skólunum verða kynnt.

Stýrihópur verkefnisins: Agla Ástbjörnsdóttir (Fossvogsskóla), Ágúst Pétursson (Vogaskóla), Dögg Lára Sigurgeirsdóttir (Langholtsskóla), Guðrún Gísladóttir (Hvassaleitisskóla), Guðrún Gunnarsdóttir (Safamýrarskóla), Kristín Björg Knútsdóttir (Álftamýrarskóla), Jón Páll Haraldsson (Laugalækjarskóla), Kristín Pétursdóttir (Breiðagerðisskóla), Mariella Thayer (Réttarholtsskóla) og Brynhildur Ólafsdóttir (Álftamýrarskóla).

 

Gögn sem mælt er með því að þátttakendur kynni sér:

Þóra Björk Jónsdóttir. (2008). Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat. Útgáfustaðar ekki getið: Höfundur. Bókin fæst í Bóksölu kennaranema (í húsakynnum Menntavísindasviðs HÍ, vkið Stakkahlíð) og í rafrænu formi beint frá höfundi: thorabj(hja)skagafjordur.is. Rafrænu útgáfunni má dreifa til starfsfólks við skólann.

Lykilgrein um leiðsagnarmat: Inside the Black Box: Raising Standards through Classroom Assessment eftir þá Paul Black og Dylan Wiliam. Þeir hafa fengist við rannsóknir á námsmatsaðferðum í breskum skólum og halda því fram að fáar aðferðir dugi betur til að bæta námsárangur! Mjög mikið hefur verið vitnað til þessarar greinar.

Áhugafólki um leiðsagnarmat má benda á vandaða heimasíðu Dylan Wiliam, en þar er að finna fjölmargar greinar eftir hann, erindi og viðtöl.


Sjá einnig gögn sem bent er á við einstaka dagskrárliði.

 

© Ingvar Sigurgeirsson / 2010 / Uppfært 26.08.2011