Hugmyndabanki fyrir mat á skólastarfi og námsmat

Þetta eyðublað er ætlað nemendum í grunnskóla til að nota til að leggja mat á námið í vikulok. Hugmyndin er fengin í Grunnskólanum á Kópaskeri


Matslisti fyrir nemendur

Í vikulokin

[ ] Ég er ánægð/ur með vikuna
[ ] Ég er ekki nógu ánægð/ur með vikuna
[ ] Ég er óánægð/ur með vikuna

[ ] Ég hafði áhuga á næstum öllu sem ég vann við
[ ] Ég var fremur áhugalaus
[ ] Ég hafði næstum engan áhuga á náminu

[ ] Ég reyndi alltaf að taka tillit til annarra
[ ] Ég held ég hafi tekið of lítið tillit til annarra
[ ] Ég tók lítið sem ekkert tillit til annarra

[ ] Samkomulagið í skólanum var mjög gott
[ ] Mér fannst samkomulagið ekki nógu gott
[ ] Samkomulagið var fremur slæmt

[ ] Ég hafði yfirleitt gott næði við vinnuna
[ ] Ég hefði gjarnan viljað betra næði
[ ] Ég hafði sjaldan nógu gott næði

[ ] Ég var aldrei atvinnulaus
[ ] Ég var sjaldan atvinnulaus
[ ] Ég var nokkuð oft atvinnulaus

[ ] Mér gekk vel að standa við vinnusamninginn
[ ] Mér hefði verið óhætt að velja mér meira
[ ] Mér tókst ekki að standa við vinnusamninginn

[ ] Ég reyndi alltaf að gera eins vel og ég gat
[ ] Ég gleymdi oft að vanda mig
[ ] Ég vandaði mig næstum því aldrei

[ ] Ég reyndi alltaf að ganga vel um og sjá til þess að allt væri í röð og reglu
[ ] Ég held ég gangi tæpast nógu vel um og ég gleymi oft að ganga frá
[ ] Ég er óttalegur trassi í umgengni og nenni sjaldan að ganga frá


Það skemmtilegasta við þessa viku var:

 

 


Það leiðinlegasta við þessa viku var:

 

 

 

 is/mars/2000


Hugmyndabanki