Einstaklingsmiđađ námsmat
Ţróunarverkefni í Ingunnarskóla og Norđlingaskóla 2006
–2009

Föstudaginn 4. september 2009 lauk ţriggja ára ţróunarverkefni í Ingunnarskóla og Norđlingsskóla ţar sem unniđ var ađ ţví ađ ţróa einstaklingsmiđađ námsmat. Verkefniđ beindist einkum ađ ţví ađ skipuleggja og ţróa námsmat ţar sem byggt er á fjölbreyttum ađferđum, s.s. frammistöđumati, námsmöppum (portfolio), sjálfsmati nemenda, jafningjamati og matssamtölum. Verkefniđ var styrkt af Ţróunarsjóđi grunnskóla Reykjavíkur. Ráđgjafi viđ framkvćmd ţess var Ingvar Sigurgeirsson prófessor viđ Menntavísindasviđ Háskóla Íslands (áđur Kennaraháskóla Íslands). Ţóra Björk Jónsdóttir kennsluráđgjafi tók ţátt í undirbúningi verkefnisins og upphafsútfćrslum ţess.

Verkefniđ hófst međ námskeiđi föstudaginn 11. ágúst og mánudaginn 14. ágúst 2006. Ţar var lagđur grunnur ađ verkefninu og ţađ tengt námsmatsstefnu skólanna. Verkefninu lauk međ opinni ráđstefnu, Námsmat - Í ţágu hvers?, í Ingunnarskóla 4. september 2009.

Hér fyrir neđan eru gögn sem sýna framvindu verkefnisins eftir árum, ásamt lokaskýrslu.


Yfirlit um framvindu verkefna eftir árum:

Skólaáriđ 2006–2007
 
Skólaáriđ 2007–2008
 
Skólaáriđ 2008–2009
 

 

 

Lokaskýrsla

Dćmi um verkefni 2008–2009

Gögnin úr báđum skólunum flokkuđ eftir ađferđum

Haustiđ 2006 - IS / síđast breytt IS 21.02.2010