Tölvuleikir

 

Tölvur í leikskólanum

Aðalnámskrá leikskólanna segir frá því að börnin eigi að fá að kynnast tölvunni í leikskólanum og þar af leiðandi hafa flest börn á Íslandi aðgang að tölvum í leikskólanum. Val á forritum sem notað eru skulu taka mið af uppeldisstefnu leikskólans. En forritin skulu ekki krefjast einungis vélrænna viðbragða heldur nokkurrar umhugsunar. Leggja skal áherslu á samvinnu barna í tölvuvinnu en jafnfram að örva barnið til sjálfstæðra vinnubragða (Aðalnámskrá leikskóla 1999:28).


Hér fyrir neðan mun ég fjalla um námslega tölvuleiki fyrir börn með því að rýna í leiki sem Námsgagnastofnun dreifir, með það til hliðsjónar hvort leikirnir hafa raunverulegt námsgildi. Hvað hef ég til marks um það? Og hver þeirra er bestur að mínum dómi? Einnig mun ég kynna heimasíður sem finna má á veraldarvefnum sem innihalda gagnvirka leiki fyrir börn. Svo í lokinn mun ég kynna fyrir ykkur leik sem ég fann á vefnum sem hefur námslegt gildi fyrir börn.Krakkasíðan

Námsgagnastofnun gefur út námsefni á rafrænu fomi og er að finna á Krakkasíðunni þeirra og eru þessir leikir sérstaklega framleiddir fyrir skóla hér á landi.


Orðakistur Krillu er leikur sem þjálfar nemendur í að raða orðum eftir stafrófsröð, leita af orðum og lesa rím og þar sem leikurinn hefur það að markmiði að þjálfa börn í lestri hefur hann námsgildi. Að mínu mati er þetta góður leikur fyrir yngstu nemendur í grunnskóla og elstu börnin á leikskóla. Útlitið á leiknum er spennandi þar sem álfur er aðalpersóna leiksins, sem er mjög íslenskt og börnin velja kistu sem eflaust heillar barnahópinn. Að mínu mati er þetta besti leikurinn sem eru hér til umfjöllunar, þar sem hann þjálfar börnin vel í lestri á skemmtilegan og spennandi hátt með kistur og mismunandi æfingar.


Minnisleikur þjálfar minni barna ásamt því kynna fyrir þeim ýmis form. Hægt er að velja á milli tveggja þyngdarstiga. Á þyngdarstigi 1 eru átta spil í boði og þar af leiðandi fjögur mismunandi form sem er þríhyrningur, rétthyrningur, hringur og ferningur. Á þyngdarstigi 2 eru 18 spil og átta mismunandi form. Leikurinn er svolítið einhæfur þar sem leikmaður fer ekki í annað borð þegar hann hefur náð að klára leikinn heldur ruglast spilinn bara í staðinn og getur barnið orðið fljótt þreytt á leiknum. 


Fram kemur á vef Námsgagnastofnunar að Stafaleikir Bínu eru æfingar handa börnum sem þurfa skipulega og hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðuatriðum lesturs. Í leiknum geta börnin valið fjórar tegundir æfinga sem eru: Stafir, tenging, orð og lestur.


Þríhyrningarnir og Ferhyrningarnir eru svipaðir leikir, þar sem þeir eru báðir stræðfræðileikir. Í þríhyrningaleiknum fær barnið fjórar þrautir þar sem barnið þarf að raða saman tölunum þannig að heildar summan á hverri hlið á þríhyrningnum verði 9, 10, 11 og 12. Sömu reglur gilda í  leiknum Ferhyrningarnir en þar fær barnið þrjár þrautir og þarf að raða saman tölunum á svipaðan hátt nema að tölurnar eru 13, 14, 15.  


Þrír í röð eru stærðfræðileikur þar sem börnin þjálfast í margföldunartöflunni. Þar af leiðandi hefur leikurinn námslegt gildi fyrir barnið. Leikurinn er keppni á milli tveggja barna og hefur leikurinn fjögur mismunandi þyngdarstig. Leikurinn hvetur börnin til að læra margföldunartöfluna þar sem börnin eru að keppast í leiknum og börn eru oftast miklar keppnismanneskjur.


Talnaferningurinn er námslegur leikur þar sem börn þjálfast hugarreikningi, rökhugsun og þolinmæði með því að setja fram stærðfræðaþraut sem leik. Leikurinn býður upp á þrjú mismunandi þyngdarstig.


Lukkuhjólið er leikur fyrir tvo, sá sem fær hæstu töluna vinnur og að mínu mati er þetta ágætis leikur en krefst ekki mikils af börnunum (sérstaklega af leikmanninum sem gerir alltaf fyrst) þar sem lukkuhjólið ræður hvaða tölur koma.


Álfur

Forritið Álfur er leikur að mínu mati þar sem börnin leysa verkefni tengd sögunni með leikjum eins og að koma Álfi í skólann með því að fara öruggustu leiðina, setja ákveðið magn af broskökum í poka, velja liti á fötin hans og svo framvegis.

 


Á veraldarvefnum er að finna margar síður sem veita aðgang að gagnvirkum leikjum. Kennarar þurfa að fara í gegnum slíkar síður og sigta út hvaða síður hafa námslegt gildi fyrir börnin og hvaða síður ber að varast í skólastarfi. Hér fyrir neðan mun ég setja inn tengla á síður sem hafa námslegt gildi fyrir barnið:


Námsgagnastofnun bíður upp á námslega leikjasíðu sem heitir Krakkasíða fyrir skólastarfið.

Það er íslenskir leikjavefur sem er ætlaður öllum aldurshópum og mikið lagt upp úr því að hafa hann barnvænan.


Nasa kid´s club býður upp á fimm mismunandi þyngdarflokka og í hverjum flokki eru nokkrir leikir sem tengjast geimnum á skemmtilegan hátt. 


Count on er gagnvirk leikjasíða sem inniheldur mismunandi námsleiki.Námslegur gagnvirkur leikur

Gríðalegt magn er af leikjum á netinu og mikilvægt er að kennarinn sé búinn að skoða síður sem bjóða upp á leiki til að sjá hvaða síður hafa námslega leiki og hvaða síður ekki. Ég fór á netið og skrifaði á Google „On-line educational games” og reyndi að finna leik sem hentar leikskóla- og grunnskólabörnum.

Ég fann þennan leik á síðunni Funschool og heitir leikurinn „Lightning Librarian” Þetta er minnisleikur þar sem leikmaðurinn fær það hlutverk að vinna á bókasafni. Upp koma þrjár bókahillur og í hverri hillu er að finna fimm mismunandi tákn; alls 15 tákn sem þarf að muna. Í nokkrar sekúndur sjást táknin fyrir framan bækurnar en svo hverfa þau og barn kemur inn á bókasafnið og vill fá ákveðna bók (tákn). Þá þarf leikmaðurinn að muna hvar táknið er og sækja bókina og gefa barninu hana, þá fær leikmaðurinn stig fyrir það og ný beiðni um bók (tákn) kemur og þannig  gengur leikurinn fyrir sig koll af kolli. En ef leikmaðurinn er of lengi að finna táknið fer barnið í burtu og leikmaður fær eitt refsistig en þau eru alls fimm og þá verður leikmaður úr leik.