Elín Briem
(1856-1937)

Inngangur
Uppruni
Kvennaskólinn ađ Ási í Hegranesi
Kvennaskólinn ađ Ytri-Ey
Eiginmađur
Stofnun Hússtjórnarskóla Reykjavíkur
Sauđárkrókur
Heimildaskrá
 
Höfundar: Gunnar Friđrik Ingibergsson og Sigurđur Hallbjörnsson
Inngangur

Nafn Elínar Briem mun enn vera vel ţekkt víđa um land ţví hún er höfundur einnar útbreiddustu og fyrir eina tíđ líklega víđlesnustu bókar sem út hefur komiđ hér á landi. Sú bók nefnist Kvennafrćđarinn. Sú bók olli byltingu í heimilishaldi og viđurvćri landsmanna , stuđlađi einnig ađ auknu hreinlćti í daglegum háttum fólks og um leiđ kenndi ţeim hagsýni.
Í allmörgum köflum bókarinnar er fjallađ um matartilbúning, ţá nćringarefni, hollustuhćtti og heimilishald almennt.
Ţannig gat hver međalgreind kona kynnt sér flest ţađ sem lýtur ađ hússtjórn. Fyrsta útgáfa Kvennafrćđarans kom út í árslok 1888 en útgáfuáriđ er skráđ 1889. Bókin er á fjórđa hundrađ síđur í fremur litlu broti og upplagiđ sem var á ţriđja ţúsund eintök seldist upp á einu ári. Ţannig ađ önnur útgáfa kom út áriđ 1891, og ţriđja útgáfan 1904, síđasta útgáfan kom út áriđ 1911.
Fjórum árum eftir ađ Elín lést skrifađi Margrét K. Jónsdóttir frá Hjarđarholti í Dölum grein um Elínu í ritiđ Hlín sem er ársrit Sambands norđlenskra kvenna og nefnir hún Elínu sem eina af fáum konum á Norđurlandi sem sé ţjóđkunn fyrir afskipti sín af menntamálum kvenna (Björg Einarsdóttir, 1986).
Upp
 

Uppruni

Elín Rannveig Briem fćddist ađ Espihóli í Eyjafirđi 19. október 1856. Hún var dóttir hjónanna Eggerts Gunnlaugsonar Briem sýslumanns Skagfirđinga og Ingibjargar Eiríksdóttur Briem. Elín var tíunda barn ţeirra hjóna af nítján. Ţar sem fađir Elínar var sýslumađur höfđu foreldrar hennar flust búferlum međ börn sín á nokkra stađi. Áriđ 1845 varđ Eggert Briem sýslumađur Ísfirđinga. Ţann vetur voru ţau ađ Hjarđardal í Önundarfirđi en reistu voriđ 1846 bú á Melgraseyri og ţar eignuđust ţau sín fyrstu börn af mörgum. Eggert varđ síđan sýslumađur Eyfirđinga og bjó fyrst ađ Skjaldarvík en síđan ađ Espihóli. Hérađsbúar vildu ţegar hér var komiđ viđ sögu ađ sýslumađur hefđi ađsetur á Akureyri en Eggert vildi ekki vera ţar búlaus međ stćkkandi fjölskyldu og sótti ţví um hjá Skagfjarđarţingi. Fluttist hann ađ Víđvík voriđ 1961 og var Elín ţá fimm ára, ţađ nćsta ár ađ Hjaltastöđum í Blönduhlíđ og voriđ 1872 ađ Reynistađ (Björg Einarsdóttir, 1986).

Ađ Reynistađ voru heimiliskennarar og var Davíđ Guđmundsson einn ţeirra en hann var afi Davíđs Stefánssonar skálds. Síđan tóku eldri systkinin viđ kennslunni og kenndu ţeim yngri. Í heimaskólanum ađ Reynistađ voru kenndar allar almennar námsgreinar og einnig enska, danska og ţýska.
Upp
 

Kvennaskólinn ađ Ási í Hegranesi
Sumariđ 1874 fóru ţau hjón Ingibjörg og Eggert suđur á land og voru á ţjóđhátíđinni á Ţingvöllum 7. ágúst ásamt nokkrum barna sinna og var Elín og systir hennar Kristín ţar á međal. Í ţessari ferđ heyrđu ţćr systur margt um fyrirhugađan skóla sem taka átti til starfa í Reykjavík ţađ haust og einungis ćtlađur konum. Ţćr systur heilluđust af framtaki Ţóru Melsteđ međ stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. Ţar sem enginn skóli var ćtlađur konum á Norđurlandi höfđu ţćr systur ţurft ađ horfa á eftir brćđrum sínum í skóla en sjálfar ekki átt neinn kost ađ menntast til jafns viđ ţá. Ţegar heim var komiđ gerđust Elín og systir hennar ákafir talsmenn fyrir ţví ađ skóla fyrir stúlkur yrđi komiđ upp í ţeirra heimabyggđ. Ţannig ađ haustiđ 1877 var Kvennaskóli Skagfirđinga settur ađ Ási í Hegranesi. Elín sem var tvítug ađ aldri gerđist kennari viđ skólann. Nćsta ár flutti skólinn ađ Hjaltastöđum í Blönduhlíđ og var haldinn ţar 1878 til 1880 en Elín kenndi einnig ţar. Húnvetningar komu kvennaskóla á fót hjá sér haustiđ 1879 og var starfsemi hans fyrst á Undirfelli en síđan tvö ár á Lćkjamóti og veitti Elín skólanum forstöđu ţar áriđ 1880 til 1881. En sumariđ ţađ ár sigldi Elín til Danmerkur í nám viđ hinn rómađa skóla Natalie Zahle í Kaupmannahöfn. Ţađan lauk hún kennaraprófi voriđ 1883 međ besta vitnisburđi. Međan hún dvalist í Danmörku festi hún kaup á ýmsum gögnum og kennsluáhöldum og sendi skólanum ađ Hofi (Hulda Stefánsdóttir, 1967; Björg Einarsdóttir ,1986).
Upp
 
Kvennaskólinn ađ Ytri-Ey

Ţegar Elín kom heim sumariđ 1883 tók hún viđ stjórn hins nýsameinađa kvennaskóla  Skagfirđinga og Húnvetninga ađ Ytri- Ey og gegndi ţví til ársins 1895 viđ góđan orđstír. Sá skóli tók í fyrstu viđ tuttugu stúlkum en húsrýmiđ var tvívegis aukiđ. Stúlkurnar sem sóttu ţennan skóla voru úr öllum áttum af landinu. Voru tveir fastir kennarar ásamt skólastjóra. Námsgreinar voru međal annars skrift, reikningur, landafrćđi, danska og enska, saga og matreiđsla.

Elín vandađi ćtíđ val á kennurum ţví ađ hennar markmiđ var ađ hafa hćft fólk á réttlátum kjörum og sjálf var hún föst fyrir í launamálum. Hún gerđi ţví sjálf kröfur um góđ laun handa sjálfri sér eđa ţá ađ hún myndi fara til Reykjavíkur og stofna ţar einkaskóla ef kröfur hennar um kjör yrđu ekki teknar til greina. Elín fylgdist vel međ á sviđi kennslumála og sigldi öđru hverju til ađ kynna sér skólamál og nýjungar ţeim viđvíkjandi hjá nágrannaţjóđum og taldi slíkt höfuđnauđsyn hverjum kennara. Elín hafđi mikinn áhuga á kennslunni. Hún hafđi mikla og djúpstćđa ţekkingu, vakandi áhuga og einstakt lag á ađ gera allt einfalt, ljóst og lifandi fyrir nemendum. Elínu var annt um nemendurna, hvatti ţá til náms og útvegađi ţeim styrki til ađ fara utan til framhaldsnáms. Einnig reyndi hún ađ útvega ţeim sem voru félitlir vinnu til ađ kljúfa kostnađinn af skólagöngunni. Ţannig hugsađi Elín Rannveig Briem ađ allir yrđu ađ fá ađ lćra.
Upp
 

Eiginmađur
Voriđ 1895 sagđi Elín upp skólastjórastarfinu á Ytri-Ey til ađ flytjast suđur ásamt eiginmanni sínum og var hún leyst út međ gjöfum í ţakkarskyni fyrir góđ störf, af skólanefnd og einnig sýslunefnd fyrir hönd sýslubúa (Hulda Á. Stefánsdóttir, 1967; Björg Einarsdóttir, 1986).
Hinn 1. júní 1895 giftist Elín Sćmundi Eyjólfssyni guđfrćđingi og landbúnađarráđunaut. Hann var bóndasonur frá Sveinatungu í Norđurárdal í Borgarfirđi. Auk ţess sem Sćmundur hafđi lagt nám á guđfrćđi hafđi hann einnig fariđ utan og kynnt sér skógrćkt og heftingu sandfoks sem olli gróđureyđingu. Hann ritađi allmikiđ um ţau mál. Ţađ tćpa ár sem Elín og Sćmundur voru gift, en hann lést ţann 18. maí 1896, voru ţau búsett í Reykjavík (Björg Einarsdóttir, 1986; Hulda Á. Stefánsdóttir, 1988).
Upp
 
Stofnun Hússtjórnarskóla Reykjavíkur
Ţađ hafđi lengi veriđ áhugamál hjá Elínu ađ stofna sérskóla fyrir hússtjórnarfrćđslu, ţví eins og áđur er greint frá voru fyrstu kvennaskólarnir ađallega bóklegir skólar en ekki húsmćđraskólar eins og síđar varđ. Á námsárum sínum í Danmörku hafđi Elín kynnst kennslu í hússtjórnarfrćđum og hún stuđlađi ađ ţví ađ systurdóttir hennar, Hólmfríđur Gísladóttir, fór í skóla Natlie Zahle og nam ţar hússtjórn. Elín tók síđan ađ undirbúa stofnun slíks skóla í Reykjavík. Hún sótti styrk til Alţingis áriđ 1895 til stofnunar hússtjórnunar- og matreiđsluskóla en var synjađ. Međ ađstođ fyrrverandi nemenda efndi hún til hlutaveltu í fjáröflunarskyni og gekk ţađ mjög vel. Hún var dugleg ađ senda út áskoranir til fólks um ađ styrkja ţetta mál og hún vildi gefa ţingmönnum tćkifćri á ađ hugsa sig um góđu málefni í hag. Á međan ţetta mál var í undirbúningi kenndi Elín frá 1896 til 1898 viđ kvennaskólann í Reykjavík stćrđfrćđi, íslensku, heilsufrćđi og teikningu (Björg Einardóttir, 1986).

Haustiđ 1897 var Hússtjórnarskóli Reykjavíkur settur í fyrsta sinn. Hann var í leiguhúsnćđi í nýreistu húsi Iđnađarmannafélagsins viđ Tjörnina, sem lengst af hefur veriđ kallađ Iđnó. Elín stóđ ađ mestu leyti fyrir skólanum fyrstu fjögur árin ásamt Hólmfríđi Gísladóttur en ađ ţeim tíma liđnum tók Hólmfríđur alfariđ viđ skólastjórn. Sama ár hafđi Ytri-Eyjarskólinn veriđ fluttur í nýreist hús á Blönduósi og var hart lagt ađ Elínu ađ koma norđur og taka viđ stjórn skólans á nýjan leik. Elín tók ţeirri áskorun en fyrst ráđstafađi hún Hússtjórnarskólanum ţannig ađ Búnađarfélag Íslands fékk hann til eignar ásamt ţví ađ hún gaf lóđ sem hún átti viđ Tjörnina viđ hliđ Iđnós. Ţađ skilyrđi fylgdi gjöf Elínar ađ Búnađarfélagiđ gengist fyrir hússtjórnarfrćđslu fyrir almenning (Björg Einarsdóttir, 1986).
Upp
 
Annar eiginmađur

Elín Briem tók nú aftur viđ stjórn síns gamla skóla og nú á Blönduósi. Hún gegndi ţví starfi í tvö ár, 1901 til 1903. Sumariđ 1902 dvaldist hún um tíma á Sauđárkróki hjá vinafólki. Ţar endurnýjađi hún kynni sín viđ ćsku unnusta sinn Stefán Jónsson, sem var sonur Jóns Hallsonar prests í Glaumbć. Ţau höfđu veriđ heitbundin ung en upp úr ţví hafđi slitnađ. Stefán var verslunarstjóri, eđa ,,faktor” eins og ţađ var almenntkallađ  á Sauđárkróki (Björg Einarsdóttir, 1986).

Eftir ađ Elín hafđi sagt upp skólanum áriđ 1903 fór hún til Sauđárkróks og ţau Stefán giftu sig í maí ţađ ár. Elín unni manni sínum og lét allt vera áfram á hans heimili sem hann vildi. Heimili ţeirra Stefáns á Sauđárkróki var annálađ fyrir gestrisni, rausn og myndarskap. Margar ungar stúlkur dvöldust ţar viđ nám og störf. Heilsu Elínar var tekiđ ađ hraka og dvaldist hún tvívegis erlendis sér til heilsubótar. Í ársbyrjun 1907 var hún veik og Stefán afréđ ađ fara međ hana til útlanda ađ leita henni lćkninga. Ţau lentu í hinum mestu hrakningum. Skipiđ sem ţau tóku sér far međ, Kong Tryggve, lenti í ís út af Langanesi og fórst ţann 20. mars 1907. Skipverjar og áhöfn komust í bátana og klćddi Elín sig upp úr sjúkrarúminu og var borin niđur í bátinn. Tveir bátanna náđu landi á Langanesi eftir tveggja sólarhringa hrakning í ísnum en ţriđji báturinn fórst međ átta mönnum. Allur farangur Elínar og Stefáns tapađist međ skipinu og ţar á međal dýrindis skautbúningur sem Elín átti. Ţau Stefán komust síđan til Kaupmannahafnar og fékk hún nokkurn bata í ţađ sinn. En hjúskaparsćlan var ekki langvinn ţví Stefán varđ bráđkvaddur 5. maí 1910. ,,Harmur hennar var mikill, en mér fannst hún stćrst í sorginni, enda var mikiđ sem hún missti,” skrifar Elísabet Guđmundsdóttir frá Gili í Hlín 1957 er hún minntist ţess ađ eitt hundrađ ár voru liđin frá fćđingu ţeirra Elínar og Stefáns en ţau voru jafnaldra (Björg Einarsdóttir, 1986).

Elín tók viđ stjórn Kvennaskólans á Blönduósi í ţriđja sinn áriđ 1912 og sinnti ţví til ársins 1915 er hún heilsu sinnar vegna treysti sér ekki lengur til ađ hafa skólastjórnina á sínum höndum. Fluttist hún alfarin til Reykjavíkur og bjó ţar í húsi sínu ađ Bókhlöđustíg 7 til ćviloka. Hún var barnlaus en ól upp einn fósturson, Sćmund Helgason síđar póstfulltrúa í Reykjavík (Björg Einarsdóttir, 1986).

Í bók sinni Minningar segir Hulda Á. Stefánsdóttir frá kynnum frćndkonu sinnar af Elínu: ,,Ţađ sem mér er minnisstćđast í fari frú Elínar Briem var hin fölskvalausa ćttjarđarást hennar og áhugi hennar á öllu, sem til framfara horfđi. Hún hafđi miklar mćtur á ungu fólki og hvatti ţađ til manndáđa og framfara. Hún talađi oft um ţađ, ađ trođnar leiđir vćru ekki ćtíđ ţćr réttu. Ţađ vćri um ađ gera ađ koma auga á umbćtur á sem flestum sviđum. Óbilandi trú á hćfileikum og hćfni íslenskra ungmenna var henni í blóđ borin. Hlýleiki og skilningur hennar á eđli ćskumanna var frábćr. Ég var svo lánssöm ađ dvelja nokkurn tíma á heimili hennar á Sauđárkróki, og verđur mér sá tími ógleymanlegur.” (Hulda Á. Stefánsdóttir, 1988).

Alla sína ćvi vann Elín ađ áhugamáli sínu, bćttri menntun íslenskra kvenna, aukinni heimilismenningu og hollum lifnađarháttum fólks. Var hún sćmd hinni íslensku Fálkaorđu fyrir störf sín ađ ţessum málum. Á síđari árum sínum vann hún viđ ýmsar skriftir og liggur margt fróđlegt eftir hana á ţví sviđi. Elín lést eftir stutta legu á heimili sínu í Reykjavík ţann 4. desember 1937 (Björg Einarsdóttir, 1986).
Upp
 

Heimildaskrá
Björg Einarsdóttir. (1986). Úr ćvi og starfi íslenskra kvenna 3. bindi. Reykjavík: Bókrún hf.

Hulda Á. Stefánsdóttir. (1967). Elín Briem, Hugur og hönd. Rit Heimilisiđnađarfélags Íslands, 1, Reykjavík: Prentmót hf.

Hulda Á. Stefánsdóttir. (1988). Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur; Skólastarf og efri ár. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Upp
 
 
 
Til baka á ađalsíđu