KENNSLA KRISTJÁNS ÁRNASONAR

HAUSTMISSERI 1999

VORMISSERI 2000 HAUSTMISSERI 2000 VORMISSERI 2001

Íslensk hljóðkerfisfræði (MA)
Fræðileg umfjöllun um íslenska hljóðkerfið. Farið verður í rit um íslenska sérhljóðakerfið og samhljóðakerfið og ljóðreglur íslenskunnar. Raktar verða hugmyndir ólíkra kenningakerfa um íslenskt hljóðafar og rannsökuð tengsl hljóðkerfis og beygingakerfis. Einnig verður fjallað um hrynjandi og áherslu og tónfall og kenningar um atkvæðagerð og lengd.

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (BA)
Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í 05.40.03. Farið verður nánar í undirstöðuatriði hljómyndunar frá líffærafræðilegu og hljóðeðlisfræðilegu sjónarmiði. Þá verður gefið ítarlegt yfirlit yfir íslenska hljóðkerfið, fjallað um hljóðferli og hljóðreglur og samband orðhlutakerfis og hljóðkerfis. Fjallað verður um hrynjandi og tónfall og hugað að sambandi merkingar, setningaforms og hljóðforms. Farið verður í ýmis álitamál varðandi hljókerfisgreiningu og mismunandi rannsóknaraðferðir kynntar.

Íslensk beygingar- og orðmyndunarfræði (MA)
Stutt upprifjun á grundvallaratriðum orðhlutafræði (morfólógíu), bæði beygingarlegrar og orðmyndunarlegrar. Ítarleg athugun á beygingarkerfi íslensku og aðferðir við lýsingu þess. Helstu gerðir orðmyndunar í íslensku frá samtímalegu sjónarmiði. [meira]

Málnotkun (BA)
Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í málfræði og málnotkun með áherslu á þætti sem nýtast við ýmis störf s.s. kennslu, fjölmiðlastörf, útgáfustörf o.fl. Textar af ýmsu tagi verða skoðaðir og einkenni þeirra greind. Áhersla verður lögð á þjálfun í hvers kyns meðferð texta, ekki síst á gagnrýninn yfirlestur á eigin texta og annarra með tilliti til málsniðs, byggingar, málfars, stafsetningar og frágangs. [meira]