Skóladót

Glósur, smá LaTeX-leiðbeiningar, gömul verkefni o.fl. sem tínist til í náminu.

Glósur

Ykkur er frjálst að nota þessar glósur við ykkar eigið nám en mest af þessu er algerlega óyfirfarið af kennara og margt einnig óyfirfarið af mér, svo margar innsláttar- sem og staðreyndavillur geta legið í leyni. Fyrirmælin eru því:
NOTIST MEÐ GÁT!

Vor 2008

Haust 2007

Vor 2007

Haust 2006

Vor 2006

Skýrslur í LaTeX

Linux-notendur

Linux-notendur þurfa að ná í TeTex-pakkann ef hann er ekki fyrir á linux-kerfinu. Ég mæli eindregið með því að linux-menn nái sér einnig í LaTeX-ritilinn Kile.
Náið í skrárnar grunn_uppsetn.tex, skipanir.tex, demo.tex, demo.pdf, einstein.jpg og einstein.eps og vistið allar í sömu möppu.
Til þess að breyta demo.tex í demo.pdf (eða demo.dvi og svo demo.ps) þarf að keyra »pdflatex demo.tex« (eða »latex demo.tex« og svo »dvi2ps demo.dvi«) í skipanaglugga. Ef notaður er Kile þarf einfaldlega að velja Alt+6 (eða Alt+2 eða Alt+4).

Windows-notendur

Windows-notendur þurfa að hafa ghostscript og gsview uppsett á tölvunni (í þessari röð; vistið viðeigandi exe-skrár [32 eða 64 bita útgáfu] t.d. á Desktop og keyrið með því að smella á þær, þeim má svo henda að uppsetningu lokinni). Setjið því næst upp MikTeX. Náið loks í þægilegan LaTeX-ritil, t.d. TeXnicCenter eða WinShell og setjið upp. Ritlarnir þurfa að vita hvar bin-mappa MikTeX er. WinShell finnur möppuna sjálft að mig minnir. Fyrir TeXnicCenter þarf að gefa slóðina, en hún er yfirleitt C:\Program Files\MiKTeX 2.9\miktex\bin (eða álíka). Slóðina í bin-möppuna þurfið þið að gefa ritlinum einungis þegar þið notið hann í fyrsta skipti.
Náið nú í skrárnar grunn_uppsetn.tex, skipanir.tex, demo.tex, demo.pdf, einstein.jpg og einstein.eps og vistið allar í sömu möppu.
Til þess að breyta demo.tex í demo.pdf (eða demo.dvi og svo demo.ps) þarf að finna í ritlinum (hér TeXnicCenter) möguleika á borð við "LaTeX=>PDF" (eða "LaTeX=>DVI" eða "LaTeX=>PS") í flettistiku og styðja þá á keyrsluhnapp þar til hliðar. Í WinShell á að smella á takkann með örvum og PDF (eða örvum og TEX eða örvum og PS).
Skjalið demo.pdf (eða demo.dvi eða demo.ps) má nú skoða í Acrobat Reader (eða Yum [sem fylgdi MikTeX] eða GSview).

Bæði linux- og windows-notendur

Afritið demo.tex í aðra skrá (líka í sömu möppu og hinar skrárnar). Með þessar leiðbeiningar til hliðsjónar og google til hjálpar, er ykkur nú ekkert að vanbúnaði að byrja að skrifa skýrslu.

Verkefni

Ýmis verkefni úr háskólanáminu, birt með öllum þeim villum sem þar kunna að leynast.

Vor 2008

Samæfingar í stærðfræði: Skammtalíkindi: ofurlítil kynning

Haust 2007

Sérverkefni, unnið fyrir ÍSOR: Kemur síðar!

Vor 2007

Verkleg eðlisfræði: Tilraun Haynes-Shockley
Verkleg eðlisfræði: Mössbauermælingar
Verkleg eðlisfræði: Mælingar á samtímageislun
Verkleg eðlisfræði: Segulspæta
Verkleg eðlisfræði: Seigja vökva
Verkleg eðlisfræði: Þurrgufun joðs

Vor 2006

Töluleg greining: Heimaverkefni 1
Töluleg greining: Heimaverkefni 2
Töluleg greining: Heimaverkefni 3