Lífshlaup (Curriculum Vitae)

Magnús Tumi Guðmundsson
Prófessor í jarðeðlisfræði
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands
Askja, Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Janúar 2017

English version

 

Uppruni

Fæddur 8. maí 1961 í Reykjavík. 
Maki: Anna Líndal myndlistarmaður.
Börn: Rögnvaldur (f. 1989) og Katla Sigríður (f. 1993).


Menntun

1986-1990 University College London, framhaldsnám í jarðeðlisfræði. Doktorspróf (Ph.D) 1992. Doktorsritgerð: Crustal structure of the subglacial Grímsvötn volcano, Vatnajökull, Iceland, from multiparameter geophysical surveys.
1982-1986 Háskóli Íslands - B.S. í jarðeðlisfræði.
1977-1981 Menntaskólinn við Sund, Reykjavík (eðlisfræðideild)


Störf

2008- Prófessor í jarðeðlisfræði, jarðvísindadeild HÍ
2002-2007 Prófessor í jarðeðlisfræði, raunvísindadeild HÍ

1995-2001 Dósent í jarðeðlisfræði, eðlisfræðiskor HÍ
1994 Lektor í hálfu starfi, eðlisfræðiskor HÍ
1991-1994 Verkefnisráðinn sérfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans
-------
1988-1989 Jarðeðlisfræðilegar mælingar fyrir Orkustofnun vegna mannvirkjagerðar.
1988-1989 Aðstoðarkennari við University College London
1985-1986 Aðstoðarmaður við jöklarannsóknir á Raunvísindastofnun
1982-1983 Stundakennari í stærðfræði við Menntaskólann við Sund
1981-1982 Aðstoðarmaður á Vatnsorkudeild Orkustofnunar
1980-1984 Sumarstörf á Orkustofnun: Vatnsorkudeild og Jarðhitadeild
1981-1982 Skrifaði bókina Fjallamennska (útg. Örn og Örlygur) í samvinnu við Ara Trausta Guðmundsson.

 


Leiðbeining framhaldsnema

Núverandi framhaldsnemendur
https://notendur.hi.is//~mtg/MTG-frhnem.htm

 

Rannsóknasvið

1. Eðli eldvirkni undir jöklum, einkum samspil eldgosa og jökla. Áhrif jökulsins á lögun og myndun eldfjalla og áhrif eldvirkninnar á jökulinn, m.a. áhrif á ísskrið og vatnsrennsli undir jöklum. Áhrif jökulfargs á eldvirkni.
2. Basísk sprengigos og áhrif utanaðkomandi vatns á hegðun þeirra.
3. Innri gerð megineldstöðva, lega innskota og kvikuhólfa og samspil eldvirkni og jarðhita. Sér í lagi innri gerð megineldstöðva undir jöklum og áhrif jökulsins á jarðhita og byggingu.
4. Jarðeðlisfræðileg könnun, einkum þyngdarmælingar og nýting þeirra við könnun á innri gerð eldstöðva og við að leysa ýmis önnur jarðfræðileg vandamál.

 

Ritstörf (sjá ritskrá á http://www.hi.is/~mtg/MTG-ritskra.htm)

1. Höfundur og meðhöfundur að um 100 ritrýndum greinum í fræðilegum tímaritum eða fræðibókum.
2. Höfundur og meðhöfundur að um 40 fræðslugreinum og öðrum lítt ritrýndum greinum um fræðileg efni.
3. Höfundur og meðhöfundur að tæplega 30 fræðilegum skýrslum.
4. Höfundur texta fjögurra ljósmyndabóka um Ísland.
 

Ráðgjöf

1. Í vísindamannaráði Almannavarna frá 1996: ráðgjöf stjórnvöld og almannavarnir um vá vegna eldgosa og jökulhlaupa.
2. Upplýsingagjöf við almenning gegnum fjölmiðla um eldgos, jökulhlaup og ýmis jarðvísindaleg efni, einkum í tengslum við Gjálpargos 1996, Grímsvatnagos 1998 og 2004, Heklugos 2000 og óróa í Kötlu.
 

Ritstjórn

1. Journal of Geodynamics, 43 (1), 2007. Special Issue: Hotspot Iceland. (ásamt Wolfgang Jacoby).
2. Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Ríkislögreglustjórinn og Háskólaútgáfan. 210 bls. 2005. (ásamt Ágústi Gunnari Gylfasyni).
3. Einn af ritstjórum Journal of Glaciology (frá ágúst 2007).
4. Einn af gestaritstjórum Annals of Glaciology, 48, 2008.
 

Stjórnun

Innan HÍ / fyrir HÍ:
- Deildarforseti Jarðvísindadeildar, 2016-
- Deildarforseti Jarðvísindadeildar, 2008-2014
- Forstöðumaður Jarðvísindastofnunar 2008-2012
- Í fagráði Keilis 2009
- GEORG, öndvegisklasi í jarðhita - í stjórn 2009
- Í stjórn Vísindagarða - frá 2007
- í samstarfsnefnd HÍ og Ísor -  frá 2006
- Formaður fagráðs REYST orkuskólans, frá 2007
- Í framkvæmdanefnd JH - 2007-2008
- Skorarformaður í eðlisfræðiskor, 2005-2007.
- Í stefnumótunarhópi raunvísindadeildar 2006-2007
- Í samninganefnd um stofnun Jarðvísindastofnunar Háskólans 2003-2004
- Í Vísindanefnd raunvísindadeildar 1999-2004
- Í stjórn Minningarsjóðs Aðalsteins Kristjánssonar 1997-2005.

Utan HÍ:
- Nordforsk - Expert Panel Math/Nat 2009
- formaður IAVCEI-IACS Commission on Volcano-Ice interaction (2008) - (ex officio 2009)
    ritari (Secretary) 2006
    varaformaður (Vice Chair) 2007
- Formaður Jöklarannsóknafélags Íslands, frá 1998
- Í stjórn Jarðfræðafélags Íslands 1994-1998
- Í stýrihópi Ríkislögreglustjóra um hættumat vegna gosa og hlaupa frá Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli 2003-2005

Seta í undirbúningsnefndum ráðstefna:
- Ráðstefnur Jarðfræðafélags Íslands 1994-1998
- Ice-Volcano Interaction on Earth and Mars, Reykjavík, ágúst 2000
- International Symposium on Earth and Planetary Ice-Volcano Interactions, Reykjavík, júní 2006
- IAVCEI General Assembly, Reykjavík, ágúst 2008
 

Fagfélög

Jöklarannsóknafélag Íslands, frá 1977
International Glaciological Society (IGS)
Jarðfræðafélag Íslands, frá 1991
American Geophysical Union (AGU) , frá 1987
European Geosciences Union (EGU), frá 1998
International Association of Volcanism and Chemistry of the Earth's Interior (IAVCEI), frá 2000
Vísindafélag Íslendinga, frá 2006


Félagsstörf

1. Formaður Jöklarannsóknafélags Íslands frá 1998.

2. Í stjórn Jarðfræðafélagsins 1994-1998.
3. Sat í stjórn Íslenska Alpaklúbbsins 1979-1986, formaður hans 1992-1995.
   Skrifaði bókina Fjallamennska (útg. Örn og Örlygur) í samvinnu við Ara Trausta Guðmundsson veturinn 1981-1982.
   Skrifaði allmargar greinar um fjallamennsku á árunum 1978-1988, m.a. í tímarit Alpaklúbbsins, ÍSALP og tímaritið Áfanga.


 

Magnús Tumi Guðmundsson - Main page