29 ágúst, 2005

Fótboltamót

Keppt verður í knattspyrnu í nýnemavikunni á svokölluðu HM-móti og er nemendafélögum
gefinn kostur á að senda 7 manna lið og 3 varamenn til keppni ásamt einum dómara frá hverju liði. Leikið er í 2 x 8 mínútur, 4 lið í riðli og keppt á 2 knattspyrnuvöllum. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í mótinu fyrir hönd Ökonomiu sendið þá tölvupóst til okkar á okonomia@hi.is fyrir frekari upplýsingar.
Athugið að síðasti skráningadagur fyrir lið í keppnina er 5. september.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -- - -
Keppni fer fram á grasinu fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
miðvikudaginn 7. september frá klukkan 14 til 17,
fimmtudaginn 8. september frá klukkan 14 til 17 og
föstudaginn 9. september klukkan 13.00