28 janúar, 2008

Framadagar 2008

Þú getur náð forskoti í leitinni að atvinnu og áframhaldandi námi með því að mæta á Framadaga 2008. Þar geturðu leitað svara við þessum og öðrum spurningum sem kannt að hafa um fyrirtækin á atvinnumarkaðnum og fleira. Framadagar verða haldnir í Háskólabíó föstudaginn 1. febrúar næstkomandi á milli 11:00 og 16:00. Þar munu helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína.

Á Framadögum getur þú:
-kynnst því hvaða tækifæri atvinnulífið býður upp á að námi loknu
-fundið þér framtíðarstarf eða sumarstarf
-kynnst fulltrúum helstu fyrirtækja á vinnumarkaðnum
-komist í samband við fyrirtæki sem vilja láta vinna lokaverkefni fyrir sig
-skoðað kosti um áframhaldandi nám
-komið þér og þínum hugmyndum á framfæri

Þú getur nálgast frekari upplýsingar um Framadaga á www.framadagar.is.