24 apríl, 2008

Próflokadjamm Ökonomiu!

Sæl!

Nú fer senn að líða að próflokum og þá ætlum við að sjálfsögðu að halda ærlegt próflokadjamm. Í ár mun Ökonomia halda lokahófið í samstarfi við félag stjórnmálafræðinema, Politicu. Til þess höfum við leigt sal að Dugguvogi 12, Reykjavík og mun hófið vera haldið föstudaginn 16. maí. Partýið byrjar klukkan 8 og boðið verður upp á frían bjór og hvítvín fyrir þá sem mæta snemma. Auðvitað verða óáfengir drykkir á boðstólum fyrir þá sem það vilja. Hörðustu drykkjumönnum er þó velkomið að taka með sér nesti, því í þessum sal er allt leyfilegt!
Þegar klukkan nálgast tvö mun rúta sækja okkur og ferja okkur á vel valinn skemmtistað. Þar mun djammið vitaskuld halda áfram af fullum krafti og er ætlunin að mála bæinn rauðan! Þetta er síðasta djamm annarinnar og við viljum sjá ykkur öll taka vel á því!

Stjórnin