18 apríl, 2008

Skilaboð frá Stúdentaráði HÍ

Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands:

Yngvi Eiríksson, verkfræðinemi hefur verið ráðinn sem hagsmunafulltrúi
SHÍ. Staða hagsmunafulltrúa er hugsuð sem 50% starfshlutfall á skrifstofu
Stúdentaráðs. Hagsmunafulltrúi hefur yfirumsjón með réttindaskrifstofu
SHÍ; svarar fyrirspurnum nema sem telja að á rétti sínum sé brotið innan
háskólans og rekur í framhaldi mál þeirra. Hagsmunafulltrúi hefur
eftirfarandi viðveru á skrifstofu SHÍ, sem staðsett er beint fyrir ofan
Bóksöluna á Háskólatorgi:

Mánudagar: 12.30-15.00 Viðtalstími
Miðvikudagar: 13.00-17.00 Viðtalstími
Föstudagar: 11.00-12.30 Viðtalstími

Viðtalstímar eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Einnig langaði mig að biðja ykkur að auglýsa málþing sem haldið verður á
morgun kl. 11 í hringleikasalnum á Háskólatorgi. Hér er texti við það: *
**Málþing um frumvarp til laga um opinbera háskóla*

Ykkur er hér með boðið til opins málþings um frumvarp til
laga um opinbera háskóla sem lagt var fyrir þingheim
3. apríl síðastliðinn. Í frumvarpinu er kveðið á um
veigamiklar breytingar á stjórnsýslu háskólans og meðal
annars fækkun stúdenta í Háskólaráði. Málþingið verður
haldið í stofu 101 (hringleikasalnum) á Háskólatorgi
föstudaginn 18. apríl kl. 11 stundvíslega en þar má fastlega
búast við æsilegum jafnt sem fróðlegum
umræðum þingmanna og stúdenta.

Framsögufólk er eftirfarandi:

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis
Katrín Júlíusdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Katrín Jakobsdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Höskuldur Þórhallsson, menntamálanefnd Alþingis
Jón Magnússon, menntamálanefnd Alþingis
Kristján Freyr Kristjánsson, menntamálanefnd Stúdentaráðs

Fundarstjóri er Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs.

Stúdentaráð hvetur stúdenta til þess að líta upp úr útúrslitnum
námsbókum, fjölmenna í hringleikasal Háskólatorgs föstudaginn
18. apríl kl. 11 og taka þátt í umræðu um framtíðarstefnu
háskólasamfélagsins.

Með betri kveðjum,
Stúdentaráð Háskóla Íslands