04 júní, 2008

Úúúútilega!

Góðan og blessaðan daginn :D

Það er komið að fyrsta sumardjammi Ökonomiu! Síðustu helgina í júní (27. til 29.) ætlum við að halda hagfræðiútilegu til að halda fólki í formi yfir sumarið. Hugmyndin er að nýta alla helgina, frá föstudegi til sunnudags, en vitaskuld þarf fólk ekki að vera allan tímann. Stefnan er tekin á Þrastarlund á Grímsnesi (sem er nálægt Selfossi) en ef veðrið verður óbærilegt fyrir austan er möguleiki að við förum á Snæfellsnes í staðinn (nánar um það þegar veðurspáin liggur fyrir). Það kostar 500 krónur að gista eina nótt í lundinum. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur og verslun. Ekki er hægt að komast í rafmagn neins staðar á svæðinu en auðvitað er klósettaðstaða þarna og aðgangur að sturtu.

Þar sem að það verða engar rútur verðum við að reyna að skipuleggja vel niður í bíla og nýta plássin. Ef þið eruð með laus sæti í bíl eða ef ykkur vantar far skuluð þið senda póst á okonomia@hi.is
Ef það eru einhverjar spurningar þá megiði hringja í Siggu í síma 692-7745 ;)

Æskilegt er að taka með sér:
1. Áfengi
2. Tjald og svefnpoka
3. Mat á grillið
4. Sundföt
5. Hlý föt

Tek fram að það er ekki grill á staðnum þannig að það er um að gera að kaupa sér bara nokkur saman einnota grill :)

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest!
Kveðja,
Stjórnin