11 júlí, 2008

Myndir úr útilegunni

Hér eru myndirnar úr útilegunni!

Njótið,
Stjórnin

25 júní, 2008

Skorarfulltrúi

Kæru nemendur,

Núverandi skorarfulltrúi mun fara til Danmerkur í skiptinám frá 1.sept 2008 til og með 1.jan 2009. Fjöldi nemenda við deildina eykst ár frá ári og því er mikilvægt að áhugasamur og duglegur einstaklingur leysi af. Óskað er eftir umsóknum til og með 15. júlí 2008.
Vinsamlegast hafið samband við eftirfarandi aðila:

Valur Þráinsson
Skorafulltrúi
S: 6634411
vth5@hi.is

Bryndís Alma Gunnarsdóttir
Formaður Ökonomiu
S: 8201695
Bag5@hi.is

Kveðja,
Stjórnin

04 júní, 2008

Úúúútilega!

Góðan og blessaðan daginn :D

Það er komið að fyrsta sumardjammi Ökonomiu! Síðustu helgina í júní (27. til 29.) ætlum við að halda hagfræðiútilegu til að halda fólki í formi yfir sumarið. Hugmyndin er að nýta alla helgina, frá föstudegi til sunnudags, en vitaskuld þarf fólk ekki að vera allan tímann. Stefnan er tekin á Þrastarlund á Grímsnesi (sem er nálægt Selfossi) en ef veðrið verður óbærilegt fyrir austan er möguleiki að við förum á Snæfellsnes í staðinn (nánar um það þegar veðurspáin liggur fyrir). Það kostar 500 krónur að gista eina nótt í lundinum. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur og verslun. Ekki er hægt að komast í rafmagn neins staðar á svæðinu en auðvitað er klósettaðstaða þarna og aðgangur að sturtu.

Þar sem að það verða engar rútur verðum við að reyna að skipuleggja vel niður í bíla og nýta plássin. Ef þið eruð með laus sæti í bíl eða ef ykkur vantar far skuluð þið senda póst á okonomia@hi.is
Ef það eru einhverjar spurningar þá megiði hringja í Siggu í síma 692-7745 ;)

Æskilegt er að taka með sér:
1. Áfengi
2. Tjald og svefnpoka
3. Mat á grillið
4. Sundföt
5. Hlý föt

Tek fram að það er ekki grill á staðnum þannig að það er um að gera að kaupa sér bara nokkur saman einnota grill :)

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá ykkur sem flest!
Kveðja,
Stjórnin

30 maí, 2008

Sumarskóli RSE

Sumarháskóli RSE, verður starfræktur helgina 13. – 15. júní nk. við
Háskólann á Bifröst. Sérstakur gestur verður
Dr. Tom Palmer, frá Cato
stofnuninni í Bandaríkjunum.

Meðal efnis á dagskrá verður staða mannréttinda í heiminum og áhrif
alþjóðavæðingar á einstaklingsfrelsi og efnahagslegt frelsi. Velt verður
upp spurningum um skattalega samkeppni ríkja, áhrif alþjóðavæðingar
fjármálamarkaða á efnahagsstöðugleika og framtíð þjóðargjaldmiðla, og um
baráttuna við ýmis umhverfisvandamál.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir ungt áhugafólk um þjóðfélagsmál til að
kynnast nýju fólki og nýjum hugmyndum.

Takmarkað sætaframboð.

VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT?

Sendu umsókn á
https://webmail.hi.is/src/compose.php?send_to=birgir%40rse.is 
eða hafðu samband í síma 893-6300.
Allar nánari upplýsingar á
http://www.rse.is/.

Kveðja,
Stjórnin

22 maí, 2008

Myndir frá próflokum

Hér koma myndirnar!

Njótið,
Stjórnin

24 apríl, 2008

Próflokadjamm Ökonomiu!

Sæl!

Nú fer senn að líða að próflokum og þá ætlum við að sjálfsögðu að halda ærlegt próflokadjamm. Í ár mun Ökonomia halda lokahófið í samstarfi við félag stjórnmálafræðinema, Politicu. Til þess höfum við leigt sal að Dugguvogi 12, Reykjavík og mun hófið vera haldið föstudaginn 16. maí. Partýið byrjar klukkan 8 og boðið verður upp á frían bjór og hvítvín fyrir þá sem mæta snemma. Auðvitað verða óáfengir drykkir á boðstólum fyrir þá sem það vilja. Hörðustu drykkjumönnum er þó velkomið að taka með sér nesti, því í þessum sal er allt leyfilegt!
Þegar klukkan nálgast tvö mun rúta sækja okkur og ferja okkur á vel valinn skemmtistað. Þar mun djammið vitaskuld halda áfram af fullum krafti og er ætlunin að mála bæinn rauðan! Þetta er síðasta djamm annarinnar og við viljum sjá ykkur öll taka vel á því!

Stjórnin

18 apríl, 2008

Skilaboð frá Stúdentaráði HÍ

Hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands:

Yngvi Eiríksson, verkfræðinemi hefur verið ráðinn sem hagsmunafulltrúi
SHÍ. Staða hagsmunafulltrúa er hugsuð sem 50% starfshlutfall á skrifstofu
Stúdentaráðs. Hagsmunafulltrúi hefur yfirumsjón með réttindaskrifstofu
SHÍ; svarar fyrirspurnum nema sem telja að á rétti sínum sé brotið innan
háskólans og rekur í framhaldi mál þeirra. Hagsmunafulltrúi hefur
eftirfarandi viðveru á skrifstofu SHÍ, sem staðsett er beint fyrir ofan
Bóksöluna á Háskólatorgi:

Mánudagar: 12.30-15.00 Viðtalstími
Miðvikudagar: 13.00-17.00 Viðtalstími
Föstudagar: 11.00-12.30 Viðtalstími

Viðtalstímar eru birtir með fyrirvara um breytingar.

Einnig langaði mig að biðja ykkur að auglýsa málþing sem haldið verður á
morgun kl. 11 í hringleikasalnum á Háskólatorgi. Hér er texti við það: *
**Málþing um frumvarp til laga um opinbera háskóla*

Ykkur er hér með boðið til opins málþings um frumvarp til
laga um opinbera háskóla sem lagt var fyrir þingheim
3. apríl síðastliðinn. Í frumvarpinu er kveðið á um
veigamiklar breytingar á stjórnsýslu háskólans og meðal
annars fækkun stúdenta í Háskólaráði. Málþingið verður
haldið í stofu 101 (hringleikasalnum) á Háskólatorgi
föstudaginn 18. apríl kl. 11 stundvíslega en þar má fastlega
búast við æsilegum jafnt sem fróðlegum
umræðum þingmanna og stúdenta.

Framsögufólk er eftirfarandi:

Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis
Katrín Júlíusdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Katrín Jakobsdóttir, menntamálanefnd Alþingis
Höskuldur Þórhallsson, menntamálanefnd Alþingis
Jón Magnússon, menntamálanefnd Alþingis
Kristján Freyr Kristjánsson, menntamálanefnd Stúdentaráðs

Fundarstjóri er Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs.

Stúdentaráð hvetur stúdenta til þess að líta upp úr útúrslitnum
námsbókum, fjölmenna í hringleikasal Háskólatorgs föstudaginn
18. apríl kl. 11 og taka þátt í umræðu um framtíðarstefnu
háskólasamfélagsins.

Með betri kveðjum,
Stúdentaráð Háskóla Íslands