30 september, 2005

Mæting í kvöld

Nú er stóri dagurinn runninn upp, vísindaferðin í MP er í kvöld. Mæting er í Odda kl. 16:15 og brottför er 16:30. Að vísindaferð lokinni munum við svo halda á hinn svaka skemmtilega stað Pravda og við í stjórninni hvetjum alla, biðlistafólk sem og aðra, að koma og hitta okkur, því gleðin mun halda áfram fram eftir kvöldi.
Sjáumst í kvöld, stjórnin.

29 september, 2005

Biðlistinn

Þeir sem eru á biðlista verða látnir vita um stöðu mála fyrir hádegi á morgun (föstudag 30. sept.).

Mottusafn!!!

Góðir hálsar!
Nú fer hver að verða síðastur að safna í mottu fyrir októberfest. Bendi á þetta mjög svo skemmtilega mottuvídjó fyrir þá sem ekki skilja.
Að safna mottur, það er málið. Njótið

28 september, 2005

Skráningu í vísindaferð MP er lokið

Skráningu hefur verið lokað í vísindagferðina á föstudaginn og má sjá hérna hverjir eru skráðir. Ef einhver óskar eftir að vera á biðlista fyrir ferðina þá getur sá/sú sent okkur póst á okonomia(hjá)hi.is og við tökum það til greina. Við viljum líka biðja þá sem ekki sjá sér fært að mæta en eru skráðir að láta okkur í stjórninni vita svo við getum látið þá sem eru á biðlistanum vita(því fyrr því betra)

Í framhaldi af því viljum við taka fram að félagsmenn okkar ganga fyrir í ferðina. Þónokkuð var um að fólk skráði sig í ferðina sem "félagi" en hefur ekki enn fjárfest í skírteini hjá okkur. Við birtum því nöfn þeirra hér að neðan, með þeim fyrirvara að þessir einstaklingar eru skráðir í ferðina en komast ekki með nema að þeir kaupi skírteini á föstudaginn. Þeir sem ekki eru félagar Ökonomiu (birt með fyrirvara um mistök):
Trausti, trausti(hjá)hi.is
Þórdís, thordst(hjá)hi.is
Konni, konrads(hjá)hi.is
Páll Árnason, palla(hjá)hi.is
Þorsteinn Gunnlaugsson, thorsgu(hjá)hi.is


Jafnframt þá var einhver húmoristinn sem skáði sig svona og þar sem ekki er hægt að finna út hver þetta er þá telst þetta ógild skráning (pretty boy, sjoraeninginingi(hjá)hi.is).

27 september, 2005

RSS?

Appelsínuguli hlekkurinn lengst til hægri er RSS fóðrið okkar, betur þekkt á Íslandi sem "RSS molar". RSS stendur fyrir "Really Simple Syndication" og er XML staðall sem gerir nýjustu fréttirnar okkar lesilegar í fréttalesurum (e. news aggregator).
Fréttalesarar eru forrit sem taka einn eða fleiri RSS hlekki og birtir á þægilegan hátt það nýjasta á þeim síðum sem þú velur. Margir fréttamiðlar, spjallþræðir, blogg og aðrar síuppfærðar síður bjóða nú upp á RSS fóður; mbl.is, news.bbc.co.uk, economist.com, og fleiri góðar svo fáein dæmi séu nefnd.
Þannig getur þú með fréttalesara sett saman yfirlit yfir það allra nýjasta sem er í gangi. Undirritaður kýs að nota Google Personalized Page.Svona er hægt að raða saman RSS molum frá þeim síðum sem yður hefur áhuga á. Takið eftir fréttayfirliti Ökonomiu efst til vinstri. Snilld.

Meiri upplýsingar um RSS staðalinn á Wikipedia.org.

kv Jökull vefstjóri

Vísindaferð í MP

Á föstudaginn verður farið í vísindaferð í MP fjárfestingarbanka. Mæting er í Odda kl.16.15 og verður brottför ekki seinna en 16:30. Aðeins komast 40 manns í ferðina, og því er um að gera að skrá sig sem fyrst. Félagsmenn ganga að sjálfsögðu fyrir og kostar 500kr. fyrir aðra í ferðina.
Skírteini verða seld fyrir brottför og er þetta síðasta tækifæri til að greiða með korti og fá 500 kr. afslátt frá KB banka. Eftir það verða skírteini seld á 2.500 kr. og aðeins hægt að greiða með peningum. Skráningin er hér.

20 september, 2005

Staða Vefsetursins

Ný og græn síða er komin í loftið. Verkið er þó ekki alveg fullkomnað og kemur síðan til með að slípast aðeins til eftir því sem ég fikta í henni á næstu dögum. Linkarnir að ofan koma inn einn af öðrum, en krækjur í hliðarstikunni ættu að virka allar - til að mynda leiðir "Vísindaferð LÍÚ" ykkur réttilega inn á viðeigandi síðu. Ég óska ykkur til hamingju með vefsetrið í von um að þetta verði virk og myndarleg síða í vetur.

Að lokum vil ég benda ykkur á að senda hiklaust rafpóst ef þið eruð með athugasemdir eða pælingar varðandi vefsetrið

kv Jökull vefstjóri
jokullsolberg [hjá] gmail [punktur] com

19 september, 2005

Úrslit kostninga nýnemafulltrúa

Leikar fóru á þann vega að Arna Varðardóttir verður nýnemafulltrúi í stjórninni í vetur. Við í stjórn Ökonomiu viljum þakka Jónasi B. Björnssyn
fyrir framboð sitt.

Síða í vinnslu


Eins og þið sjáið hefur Ökonomiusíðan fengið nýtt útlit.
Síðan er enn í vinnslu, bendum á myndir úr vísindaferðinni í LÍÚ. (Ef þið viljið skrifa við myndirnar þá er Yahoo ID: nemandi1 og password:okonomia)

10 september, 2005

Afar vel heppnuð nýnemaferð og bjórkvöld

Stjórnin vill þakka nýnemum og öðrum hagfræðinemum fyrir ákaflega skemmtilegt og vel heppnað kvöld. Einnig viljum við þakka aðalstyrktaraðila okkar, KB banka, því hann gerir okkur kleift að halda atburði sem þessa.
Eitt stykki vettlingur varð eftir í tjaldinu hjá Reynisvatni og kipptum við honum með. Ef einhver kannast við hann, þá hafið samband við okkur í stjórninni. Myndir frá gærdeginum eru annars komnar inn hér til hliðar, njótið!!!

09 september, 2005

Meistarar


Fótboltalið hagfræðinnar, FC-Ökonomia, vann HM-fótboltamótið með glæsibrag og viljum við í stjórninni óska þeim til hamingju með þetta einstaka afrek.
Eins og flestir vita þá verður bjórkvöld fyrir félagsmenn í kvöld á Pravda kl. 21:00 að nýnemaferð lokinni og ætlum við að stíga sigurdans um leið og við svolgrum í okkur bjór.

08 september, 2005

4 liða úrslit

Fótboltaliðið okkar er komið í undanúrslit sem fara fram á morgun kl. 13:00.
Væri ekki tilvalið að mæta á völlinn og hvetja strákana og í leiðinni gætuð þið svo tekið þátt í ÍSLANDSMETI Í HÓPKNÚSI kl. 14:00!!!

Eftir knúsið verður:
-Grillað fyrir alla í boði FS og Egils
-Stúdentakjallarinn stjórnar kútunum...
-Hljómsveitir: SKE hefur leikinn, svo Hraun, svo trúbadorinn Helgi Valur, svo Weapons, Hölt hóra og Reykjavík endar stuðið. Það er nóg um að vera og ekki hægt að láta sér leiðast.

Skráning í óvissuferð

Þeir sem ætla í nýnemaferðina eru beðnir að skrá sig hér.

Sala Félagsskírteina

Sala á félagsskírteinum verður í dag, fimmtudag, í Háskólabíó fyrir framan sal 1 frá kl. 14:30 til 16. Skírteinin kosta 2.500 kr. og fá meðlimir frítt í allar vísindaferðir/bjórkvöld og afslátt á aðra atburði. KB banki er aðalstyrktaraðili okkar og ef greitt er með námsmannakorti fá þeir aðilar 500 kr. afslátt af skírteininu. Meðlimir Ökonomiu munu fá 500 kr. afslátt á árshátíðina og þeir sem eru í KB námsmenn fá 1.000 kr. afslátt að auki.
Skírteini verða einnig til sölu á morgun (föstud.) í Odda á milli kl 14:30 - 16:00.

07 september, 2005

Óvissuferð fyrir nýnema

Humm... nýnemaferð á föstudaginn!!!!!
Hvernig hljómar óvissuferð með bjór, snöffsum og hámörkun neyslu slíkra drykkja? Auðvitað verður nóg matarkyns sem þið getið skolað drykkjarföngunum niður með. Mæting er í Odda kl. 16 og þið skuluð vera klædd eftir veðri og vindum. (við erum samt ekki að tala um jöklaátfitt)

Eins og fram hefur komið hér að neðan munum við svo enda ferðina á Pravda þar sem nemar annarra ára munu sitja með bjór í annarri og bjóða ykkur velkomin með hinni eða bara eitthvað allt annað......!
Sjáumst

Bjórkvöld og nýnemaferð

Sælt veri fólkið. Nú fer að líða að fyrsta atburði vetrarins.
Bjórkvöld verður fyrir félagsmenn föstudagskvöldið á Pravda kl. 21:00, við viljum því minna ykkur á sölu félagsskírteina sem verður á fimmtudag í Háskólabíó og föstudag í Odda frá 14:30 til 16:00.

06 september, 2005

HM fótboltamótið

Lið Ökonomiu er í 1. riðli mótsins.
Með okkur í riðli eru:
Politica
FC- Gísli Gunnarsson
Tinktúra

Leikir 1. riðilsins verða spilaðir á miðvikudag kl. 14-17. Svo verða spiluð 8 liða úrslit fimmtudag kl. 17.40-18.20 og 4 liða úrslit á föstudaginn kl. 12-14.
Hvernig væri nú að fjölmenna og völlinn!!!

05 september, 2005

Fótboltamót

Viljum minna á fótboltamótið sem byrjar á miðvikudaginn, endilega sendið mail á Kidda (kristw(hjá) hi.is) ef þið hafið áhuga á að vera með!