31 október, 2005

Þarfagreiningarhorn Prófessorsins

Ykkur öllum til mikillar gleði hefur Prófessor Hagbarður Hagalín, sérfræðingur í þarfa­greiningu, bæst í hóp Ökonomiumeðlima. Hagbarður Hagalín er fæddur og uppalinn við Skjálfanda í Suður-Þingeyjarsýslu þann 3. febrúar 1946. Á sínum yngri árum safnaði hann eldspítustokkum og mislitum sokkum. Hagbarður Hagalín sótti menntun sína til Háskólans í St. Pétursborg og útskrifaðist þaðan sem doktor í þarfagreiningu handboltamarka.
Hagbarði Hagalín finnst fátt skemmtilegra en að sanka að sér ýmiss konar þarflegum upplýsingum og vill ólmur fá að deila þekkingu sinni með ykkur.

Á mánudögum verður þörfum ykkar fullnægt.


Vissir þú að.....
... í Bandaríkjunum er það iðkað af vissu fólki að reyna allt til að lenda aftast í símaskrám? Þessi iðja fólks hefur leitt til mjög svo undarlegra nafngifta og verður sérstæðasta dæmið að teljast þegar maður að nafni Zachary tók sér eftirnafn sem innihélt 9 setur í röð og gulltryggði sig þannig sem aftasta manninn í símaskránni í San Francisco.
Hagbarður Hagalín

Vísindaferðin nálgast


Jæja þá er loks komið að við ætlum í vísindaferð!
Skráning í vísindaferðina á föstudaginn til Avion Group verður sett inn kl. 13 á morgun (þriðjudag).Það komast 40 aðilar í ferðina og því um að gera að tékka á skráningunni tímanlega. Þetta er síðasta vísindaferð vetrarins og því um að gera að slíta sig frá bókunum eina kvöldstund áður en lærdómurinn hefst fyrir alvöru.

30 október, 2005

Bjórskák, úrslit

KB bjórskákin var haldin á Pravda á föstudagskvöldið þrátt fyrir veðurhaminn. Til leiks mættu 9 keppendur og 2 áhorfendur (eða fleiri, minningar kvöldsins eru frekar þokukendar).
Úrslit kvöldsins voru þau að Jóhannes Runólfsson fór með sigur af hólmi, með 12 vinninga, þar af 7 1/2 vinninga fyrir drukkna bjóra (sem gera tæpa 4 lítra af Öli). Í öðru sæti var Agnar Freyr með 10 1/2 vinninga og í þriðja sæti var Bragi B. með 9 vinninga. Fyrir fyrsta sætið haut Jói ferðatösku frá styrkaraðila mótsins og titilinn Bjórskáksmeistari Ökonomiu. Látum fylgja með nokkrar myndir frá kvöldinu.

28 október, 2005

KB Banki óskar eftir starfsfólki

Aðalstyrktaraðili Ökonomiu óskar eftir fólki í kvöld- og helgarstörf.
Um er að ræða úthringingar úr söluveri KB banka.
Vinnutími er frá kl 18.00-22.00 tvö-þrjú kvöld í viku.
Hentar mjög vel með námi. Föst laun í boði ásamt árangurstengingu.
Leitað er eftir einstaklingum með framúrskarandi hæfileika í mannlegum samskiptum.
Frábær tækifæri fyrir rétta aðila.

Áhugasamir hafi samband við Jón Finnbogason í síma 444-8905
eða með því að senda póst á netfangið jonfinn@kbbanki.is

25 október, 2005

Meira góðgæti

Spekingaspjallshornið er afar virkt þessa dagana. Við náðum tali á nýnemafulltrúanum okkar, henni Örnu Varðardóttur. Spjallið má finna hér.

KB bjórskák

Sælar
Næsta föstudag verður því miður engin vísindaferð!
Í staðinn verður keppt í bjórskák á Pravda. Mótið byrjar stundvíslega kl20 og eru reglurnar þær sömu og hafa verið undanfarin ár (veittur 1 vinningur fyrir sigur og 1/2 fyrir drukkinn bjór).
Það eiga sem sagt allir möguleika á að hljóta titilinn bjórskáksmeistari Ökonomiu...

20 október, 2005

Aukatímar í þjóðhagfræði

Hæ, vantar ekki einhvern "aukavinnu" svona með skólanum??? Við fengum inná borð til okkar beiðni um aðstoð (aukatíma) í þjóðhagfræði 1. Ef einhver hefur áhuga þá er hægt að fá frekari upplýsingar hjá formanninum annan[hja]hi.is

19 október, 2005

Fyrsta Spekingaspjall vetrarins

Þá er komið að því, stundinni sem allir hafa beðið eftir!!
Spekingaspjallshornið hefur verið tekið upp að nýju, eftir rúmlega árs hvíld.
Fyrsti viðmælandinn er ekki af verri endanum, sjálfur Jóhannes Runólfsson fyrrverandi formaður Ökonomiu.
Spekingaspjallið er að finna hér.
Njótið!

18 október, 2005

Hjúkkudjamm á föstudaginn!

Á föstudagskvöld er hagfræðinemum boðið í allsherjarpartý á vegum hjúkrunarfræðinema. Teitið verður haldið í Bragganum í Nauthólsvík (Flugröst) og hefst gleðin kl.19:30. Bjórinn verður á góðu verði og hjúkrun í boði.

15 október, 2005

Hagfræðin lengi lifi!!

Eftir stórskemmtilegan og æsispennandi Hagstjórnardag var stjórnmálafræðin tekin í karphúsið og stóðum við uppi sem sigurvegarar!!!!!!
Myndir frá gleðinn má sjá hér


Úrslit í einsökum keppnisgreinum eru hér sem hér segir:
Stelpubolti: 1 prik fyrir stjórnmálafræði
Strákabolti: 1 prik fyrir hagfræði
Stelpuskák: 1 prik fyrir hagfræði
Strákaskák: 1 prik fyrir stjórnmálafræði
Stelpusjómann: 1 prik fyrir hagfræði
Strákasjómann: 2 prik fyrir stjórnmálafræði
Spurningakeppnin: 1 prik fyrir hagfræði
Bjórkeppnin: 1 prik fyrir hagfræði.

Leikar fóru því þannig að hlutu hagfræðinemar 5 stig en stjórnmálafræðinemar 4 stig. Óskum við öllum hagfræðingum innilega til hamingju með daginn og megi Hagstjórnardagurinn lengi lifi húrra húrra húrraaaaaaaaaaaa!!!!

14 október, 2005

Úrslit fótboltans

Úrslit fótboltamótsins við stjórnmálafræðinema fóru á þann veg að bárum við sigur úr bítum bæði í stelpu-og strákaliði!!
Strákarnir okkar stóðu sig aðeins betur í mörkunum og unnu með glæsibrag 8-3.
Í góðmennsku sinni ákváðu stelpurnar okkar að leyfa stjórnmálafræði-
stelpunum að sparka aðeins í boltatuðruna og leyfðu þeim að skora eins og 10 mörk. Stelpurnar okkar vildu því ekki skemma þessa sæluvímu þeirra og ákváðu að skora ekkert mark í þetta skiptið. Það er því ákveðinn sigur út af fyrir sig.
Myndir frá fótboltagleðini eru komnar inn á vefinn.

Svo er um að gera að mæta á Gaukinn kl 19 og hvetja okkar lið í skák, sjómann, bjórdrykkju og spurningakeppninni.
Sjáumst hress í kvöld!

Egótripp hvað?

Gott fólk þá er komið að því að við tökumst á við Stjórnmálafræðinemanna. Fyrst er það knattspyrnan sem fram fer í Fífunni kl. 13:00, svo er vísindaferð í Landsbankann kl. 16:45 og við endum daginn (kvöldið) á Gauknum með stæl.

Niðurstaða könnunarinnar þessarar vikur var að einungis 32% telja að Egóskali okkar muni springa (ekki veit ég hvað þetta fólk heldur um okkur, á meðan meirihlutinn, 68% þeirra sem kusu telur að einn eða fleiri atburða verði niðurstaða dagsins:

a) Hagfræðinemar vinna allar keppnisgreinarnar
b) Hagfræðinemar verða ofurölvaðir og syngja fram á nótt
c) Stjórnmálafræðinemar hlaupa heim


Með öðrum orðum við getum allt.
Svo að lokum þá eru en laus 6 sæti í vísindaferðina ef einhver vill koma með.

12 október, 2005

Pistlar

Dóttursíða vefsetursins "Pistlar Ökonomíu" er loksins orðin virk!
Efnistök síðunnar verða af ýmsum toga. Helst ber að nefna pistla og spekingaspjallið sem verður tekið upp að nýju. Vonin er auðvitað að síðan verði sem virkust og að sem flestir sendi inn efni til birtingar - við tökum fagnandi við framlögum ykkar! Þeir sem hafa áhuga á að senda inn greinar geta sent email á okonomia[hjá]hi.is.

Beinleiðis á Pistla Ökonomíu

11 október, 2005

Útskriftarferð

Sælar

Eftir gríðarlega vel sóttan fund í dag (þriðjudag) var tekin sú ákvörðun að farið yrði á HM 2006 í þýskalandi í útskriftarferð hagfræðinema árið 2006. Þar sem aðeins 1 einstaklingur mætti var tillagan samþykkt einróma. Engin forföll voru boðuð þannig að að öllu öðru óbreyttu stendur þessi ákvöðun.

Kv, Ingi & Óttar


Á föstudaginn 14. október verður Stjórnmálafræðiskor jarðsungin. Athöfnin fer fram á Gauk á Stöng eftir kl.19. Kransar og blóm afþakkaðir.

Aðstandendur Hag(stjórnar)dagsins.

Hagstjórnardagur í boði KB banka

Nú er komið að því að þið verðið vitni af mestu niðurlægingu ársins!
Dagurinn hefst með því að keppt verður í fótbolta kl. 13 í Fífunni. Enn er laust í fótboltann, vinsamlegast hafið samband við Kidda (kristw@hi.is). Við mælum eindregið með því að aðrir mæti og hvetji okkar fólk.
Farið verður í Landsbankann ásamt Stjórnmálafræðinemum, mæting kl. 16:45, Hafnarstrætismegin. 40 manns komast frá hagfræðinni. Vinsamlegast mætið á réttum tíma því húsinu verður lokað kl. 17. Skráning er hér.
Eftir vísindaferðina verður rölt yfir á Gaukinn (um kl. 19) og þar verður meðlimum Ökonomiu boðið upp á bjór. Eftir það verður bjórinn seldur á 400 kr. Keppt verður í ýmsum greinum og verður dagskráin sett inn á föstudaginn.

Ekki missa af þessu ... stjórnmálafræðin fer grátandi heim.

Próftaflan

Próftafla haustsins er komin inn. Hana má skoða hér.

09 október, 2005

Myndir


Myndirnar frá vísindaferðinni og Októberfest eru komnar inn.
Aldrei hefur jafn fallegt fólk sést á myndum, enda ekki nema von þar sem orð götunnar er að hagfræðingar eru með eindæmum fallegt fólk.

06 október, 2005

Biðin á enda!

Já belive it or not!
Ljósmyndarinn er kominn aftur á Klakann eftir tæplega viku fjarveru. Myndirnar frá vísindaferðinni í MP eru því komnar á netið!
Minnum svo á Oktoberfest sem hefst í hádeginu í dag. Dagskráin í dag verðum með menningarlegum hætti, þar sem koma fram listamenn úr Kabarett sýningunni, Kvennakór Reykjavíkur mun syngja ljúfa tóna og margt fleira. Strax eftir vísindaferðina á morgun verður haldið beinustu leið á Oktoberfest þar sem háskólanemar munu skemmta sér saman með Holstein bjór og live Oktoberfestartónlist!!
Sjáumst!

05 október, 2005

Skráningu lokið

Skráningu í vísindaferðina á föstudaginn er lokið. Mæting er kl 16:15 og rútan fer 16:30 frá Odda. Hér má sjá hverjir eru skráðir. Eftir ferðina verður haldið á Oktoberfest!

04 október, 2005

Űtskriftarferð

Já Sælar hér!!!!

Þá er komið að því að halda fund varðandi útskriftarferð hagfræðinema
vorið 2006. Stefnan er að halda fund þann 5. okt um kl. 18 í Odda stofu
206. Farið verður yfir áhugaverða staði til heimsækja og einnig mun verða
stutt kynning á þeim.

Einnig mun á fundinum verða kosin ritstjóri Hagmála. Hagmál
er gefið út af 3. árs nemum í hagfræði við Háskóla Íslands og fara allar
tekjur þess til styrktar útskriftarferðar nemendanna.

Kveðja Ingi og Óttar

Vísindaferð til Samtaka atvinnulífsins

Á föstudaginn kemur verður farið í vísindaferð til Samtaka atvinnulífsins. Aðeins 40 komast í vísindaferðina og lagt verður af stað frá Odda kl.16:30 í síðasta lagi og er því mæting kl. 16:15. Eftir það verður farið á bjórhátíðina miklu, Oktoberfest, sem verður haldin í risatjaldinu sem er fyrir utan Aðalbyggingu. Þar verður drukkið langt fram á nótt og sungnir þýskir sigursöngvar.
Skráningin er hér

kv. stjórnin.

Hagstjórnardagurinn í boði KB banka

Hagstjórnardagurinn verður haldinn föstudaginn 14. október. Þá munum við hagfræðinemar mala stjórnmálafræðinema í hinum ýmsu greinum. Fótboltamót verður haldið fimmtudagskvöldið 13. október kl.19-21 og munum við sýna þeim hvers vegna við, en ekki þeir, erum HM meistarar. Keppt verður bæði í stelpu- og strákaliði. Eftir á verður haldið á stúdentakjallarann þar sem bjórþyrstir fótboltakappar og aðrir bjóráhugamann geta svalað þorsta sínum. Á föstudeginum verður svo farið í Landsbankann í vísindaferð og eftir það höldum við á Gauk á stöng. Þar mun mælskufólk okkar mæta stjórnmálafræðinemum í ræðukeppni, sjómanni og bjórdrykkju. Gott tilboð verður á veigum að vanda. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fótboltakeppninni geta talað við Kidda íþróttafulltrúa (kristw@hi.is) eða okkur í stjórninni. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ræðukeppninni, sjómanni og(eða) drykkjukeppni mega endilega tala við okkur í stjórninni eða senda e-mail á okonomia@hi.is.

03 október, 2005

Fréttir af hinu og þessu

Vísindaferðin á föstudaginn í MP var mjög góð. Myndirnar úr ferðinni koma vonandi inn á morgun (þriðjudag) eða miðvikudag. Skráning fyrir vísindaferðina á föstudaginn kemur inn á morgun (þriðjudag) um klukkan eitt.