23 nóvember, 2005

Myndakosningin

8 myndir stóðu upp úr í myndakosningunni. Nú er um að gera að velja þær myndir sem skara fram úr félagslífi þessarar annar.
Sá/sú, þeir/þær/þau sem eru á þeirri mynd er lendir í 1.sæti fær þann heiður að vera Ljósmyndafyrirsæta Ökonomiu veturinn 2005-2006 og munu þeir aðilar/sá aðili fá mikla athygli myndavélarinnar á næstu önn!!!
Kosningin verður opin næstu daga og fer fram hér til hliðar.

#1 Mest skoðaða myndin #2 Mottugengið
Mest skoðaða myndin!!!! Mottugengið mætt til leiks

#3 Bogi hatar ekki flotta rassa #4 Forsíðumyndin
Bogi hatar ekki flotta rassa!!! Forsíðumynd DV
#5 Sigurliðið #6 Kúlið virkar
Sigurliðiðið Kúlið virkar. Mottugengið!
#7 Maður sullar ekki áfengi #8 Innflutti Þjóðverjinn
Ekki sulla!!! Innfluttur Þjóðverji??

22 nóvember, 2005

Dagskráin tæmd í bili...

Jæja nú er nú er ekkert eftir á dagatali Ökonomiu fram að prófum.
Próftöfluna má finna hér.

Málstofan sem haldin var fyrr í dag tókst með eindæmum vel og var mæting úr atvinnulífinu mjög góð. Félag hagfræðinema þakkar Ásdísi, Ásgeiri, Sveini og öðrum sem komu að skipu-lagningu málstofunnar, fyrir hjálpina. Á heimasíðu KB banka er efnið sem Ásgeir flutti fyrir þá sem vilja vita meira eða misstu af málstofunni.

Svo er bara að rokka prófin.
Við í stjórninni óskum ykkur góðs gengis

19 nóvember, 2005

Minnum á að í dag, 19.nóvember, er síðasti dagur til að skrá sig úr jólaprófum.

18 nóvember, 2005

Málstofa Ökonomiu og KB-banka

Þriðjudaginn 22. nóvember n.k. stendur Ökonomia, í samstarfi við KB-banka, fyrir málstofu um fasteignamarkaðinn á Íslandi og verðmyndun á honum.
Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Fjármálaráðuneytisins mun kynna niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á fasteignamarkaðnum í Reykjavík og tölfræðigreiningar á 16.000 kaupsamningum í meistararitgerð sinni.
Ásgeir Jónsson lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands mun meðal annars fara yfir stöðu fasteignamarkaðarins og með hvaða hætti er hægt að spá fyrir um þróun fasteignaverðs.
Málstofan verður haldin í Öskju í stofu 132, kl 12:15 - 13:15 og fundarstjóri verður Sveinn Agnarsson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér málefni fasteignamarkaðarins!

16 nóvember, 2005

Fróðleikur

Í próflestri og verkefnavinnu er nauðsynlegt að stytta sér stundir og lesa um líf og störf hins merka hagfræðings, Alfred Marshalls.
Fróðleikinn má finna hér.

Stjórnin

11 nóvember, 2005

Besta myndin????

Jæja gott fólk!
Þar sem vísindaferðir þessarar annar verða ekki fleiri er rétti tíminn að rifja upp gleðina í myndaformi. Hugmyndin er sú að efna til myndakosningar og þær myndir sem hljóta flest atkvæði fá að prýða forsíðu þessa vefs næstu daga.

Við biðjum ykkur því um að senda okkur póst á okonomia(hjá)hi.is og velja eina mynd í hvern flokk:
Besta mómentið
Besta brosið
Besta tungumyndin
Besta dansmyndin
Besta keppnismyndin

Kosið verður milli þeirra mynda sem þið veljið með því að senda okkur línu og linka á þær myndir sem þið teljið skara fram úr.

09 nóvember, 2005

Nýr spekingur

Enn bætist í hóp spekinga Ökonomiu. Náðum við tali á ghettóbarninu Agga og má nálgast spjallið hér.
Góðar stundir

05 nóvember, 2005

Myndir úr vísindaferðinni


Sælar
Myndirnar úr vísindaferðinni í Avion eru komnar á netið.
Gífurlegt stuð og gífurlega margar myndir!
Njótið vel og lengi.

03 nóvember, 2005

Vísindaferð og ball eftir á!

Mæting í vísindaferðina er kl.16:15 í Odda. Lagt verður af stað kl.16:30 upp í Avion Group. Við ætlum síðan að fjölmenna á Karla- og kvennakvölds-ballið sem verður haldið kl.22 á ónefndum stað, kemur í ljós í vísindaferðinni hvar það verður. Það kostar aðeins 500 kr. inn á það og ýmist skemmtilegt verður í gangi þar, drykkja, hljómsveit, sérmerkt bönd fyrir þá sem eru á lausu og ekki..... Mætið því með einn rauðan 500 kr. seðil með ykkur og kaupið miða þegar við komum á staðinn.

Fjölmennum í vísindaferðina, skemmtum okkur gríðarlega, hópumst svo á ballið kl.22 eftir drykkjustopp á Pravda. Það sem skiptir þó mestu máli, njótum lífsins!

02 nóvember, 2005

Fundur

Sælar

Nú er kominn tími til þess að halda fund um útskriftarferðina í vor.

Það er mikilvægt að allir sem ætla sér að fara í ferðina mæti til þess að
hafa áhrif á það hvert verður farið.

Einnig verður farið yfir ýmis mál sem viðkemur hagmálum, sem er aðalsöfnunin
fyrir útskriftarferðina.

Fundurinn verður næsta fimmtudag (3. nóv) klukkan 16:00 (eftir Bankar &
Peningar) í stofu 201 í Lögbergi.

Með kveðju
Óttar, Ingi, Trausti og Bjössi

Fræðlusetrið

Hver er maðurinn á bak við líkönin??
Hér er hægt að fræðast eilítið um hagfræðinginn John Maynard Keynes,
sem gott er að hafa á bak við eyrað í vísindaferðum og matarboðum.

01 nóvember, 2005

Skráningu í vísindaferðina er lokið

Skráningu í vísindaferðina á föstudaginn er lokið og má sjá hérna hverjir eru skráðir. Upplýsingar um hvar, hvænar og hvernig verða settar inn síðar í vikunni. Ef einhver óskar eftir að vera á biðlista fyrir ferðina þá getur sá/sú sent okkur póst á okonomia(hjá)hi.is og við tökum það til greina. Við viljum líka biðja þá sem ekki sjá sér fært að mæta en eru skráðir að láta okkur í stjórninni vita svo við getum látið þá sem eru á biðlistanum vita (því fyrr því betra).

Við minnum á að það kostar 500 kr. fyrir þá sem ekki eru meðlimir og hægt er að kaupa skírteini hjá stjórnarmeðlimum.


P.s. Við biðjum ykkur um að mæta með ökonomiu skírteinin.

Skráning í vísindaferðina


Skráning í vísindaferð í Avion er hér. Þetta verður síðasta vísindaferðin fyrir jól og er því um að gera að fjölmenna og drekka frá sér vitið svona rétt áður en próflesturinn byrjar :) Það komast 50 manns í ferðina. Lagt verður af stað kl.16:30 frá Odda.