26 desember, 2005

Gleðilega hátíð


Stjórn Ökonomiu óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir frábært ár og tökum fagnandi á móti því nýja!
Myndir frá jólagleðinni er að finna hér, njótið.


Jólakveðja, Stjórnin

19 desember, 2005

Jólagleði

Jólagleði verður haldin á miðvikudagskvöldið næstkomandi. Hún fer fram á annarri hæð Pravda og hefst kl.20. Jólagleðin er í þetta sinn haldin í samstarfi við Politicu, félag stjórnmálafræðinema og er þema kvöldsins jólin. Jólabolla og bjór verða í boði félaganna og verða veitt verðlaun fyrir flottasta jólabúninginn. Við vonumst til að sjá ykkur öll þar í góðu jólaskapi.

Jólakveðjur, stjórn Ökonomiu.

18 desember, 2005

Jólagleðin nálgast

Hó hó hó. Jólagleðin nálgast óðfluga. Á miðvikudagskvöld vil ég sjá þig þar.
kv. Jólasveinninn

15 desember, 2005

Próflokadjamm

Miðvikudaginn 21.des.
Mikil gleði, mikil drykkja.

Fylgstu með......

07 desember, 2005

Úrslitin

Úrslit myndakosningarinnar eru sem hér segir:

1.sætið
Mest skoðaða myndin!!!!

2.sætið & 3.sætið
Mottugengið! Forsíðumynd DV


Stjórnin óskar ykkur góðs gengis í prófunum og minnum á jóladjammið 21.desember sem verður betur auglýst síðar.