25 janúar, 2006

Árshátið í vændum

Sælt veri fólkið. Nú fer að styttast í árshátíð Ökonomiu sem verður 3. febrúar. Að undanförnu hefur verið könnun hérna á vefnum um hvort fólk væri almennt spennt fyrir að kaupa áfengi á kostnaverði og virðast flestir vera hlyntir því. Ástæða hennar var að kanna hvort hagfræðinema hefðu áhuga á þessu (öllum er þó frjálst að koma með sitt eigið áfengi á svæðið) og þannig sleppa við óþarfa burð á milli húsa.

Okkur langar annars að tékka á hversu margir ætla að mæta (til að geta nú örugglega pantað nóg af mat fyrir alla). Við biðjum ykkur því að fara hérna inná þennan TENGIL láta ykkar skoðun í ljós.
Pælinginn var annars með að bjórinn yrði á ca. 200 kall og vínflaskan (rauð eða hvít) á um 1.100 kall.

Annars mun kosta fyrir meðlimi Ökonomiu 4.000 kr. í matinn og djammið. Fyrir meðlimi sem eru í KB-námsmenn og greiða með svoleiðis korti fá 1.000 kr. viðbótar afslátt. Fyrir aðra kostar 4.500 kr. á matinn og ballið.

Miðasala hefst svo í næstu viku og mun fara fram á eftirtöldum stöðum:
Mánudagur -> í Árnagarði frá kl.11:00 til 12:00 (eftir tíma í Stæ 2)
Þriðjudag -> í Oddi frá kl.11:00 til 12:00 (eftir tíma í Hagr. 2)
Miðvikudag -> í Oddi frá kl.12:00-13:15
Fimmtudag -> í Oddi frá kl.10:00-12:00 og í Lögberg frá kl.12:00-13:15 (undan fjármálum hins opinbera)

Tilkynning frá Framadögum

Framadagar aiesec verða haldnir föstudaginn 3. febrúar 2006 í Súlnasalnum á Hótel Sögu. Framadagar eru tækifæri fyrir nemendur til að kynnast betur fyrirtækjunum í landinu og til að komast í tengsl við atvinnulífið. Frekari upplýsingar er að finna á framadagar.is

24 janúar, 2006

Árshátíðin nálgast!

Árshátíðin verður haldin föstudaginn 3. febrúar. Hefðin er að hvert ár sé með skemmtiatriði og auglýsum við því eftir skemmtilegum einstaklingum til þess að sjá um þau. Þeir sem hafa áhuga geta talað við okkur í stjórninni eða sent okkur tölvupóst á okonomia@hi.is. Miðinn á árshátíðina kostar aðeins 3.000 kr. fyrir þá sem eru meðlimir og greiða með korti frá KB banka, 4.000 kr. sem eru meðlimir en eru ekki í KB banka, og 4.500 kr. fyrir aðra. Hægt verður að gerast meðlimir í næstu viku þegar miðarnir á árshátíðina verða seldir.

18 janúar, 2006

Vísindaferð í Verðbréfastofuna

Á föstudaginn næstkomandi verður fyrsta vísindaferð ársins. Farið verður í Verðbréfastofuna, en þær ferðir hafa verið þekktar fyrir mikla skemmtun og skondnar sögur eftir á (eins og eldri nemendur ættu að þekkja). Lagt verður af stað frá Odda kl.16:30 og komast 40 aðilar í ferðina, skráningin er hér.

Byrjum nýja önn með krafti og skemmtum okkur fram á nótt.

kveðja, stjórnin.

17 janúar, 2006

Svart/Hvítar myndir komnar á netið


Jójó kiddies, myndirnar frá föstudeginum eru komnar inn og má nálgast þær hér

Ekki nóg með að myndirnar séu komnar, heldur erum við búin að fá nýjan viðmælanda í Spekingaspjallinu!!!
Gleðina má nálgast hér

Kveðja,
Stjórnin

15 janúar, 2006

Vísindaferð á föstudag

Á föstudaginn verður vísindferð í Verðbréfastofuna.
Skráning verður sett inn á miðvikudaginn.

13 janúar, 2006

Leiðrétting

Djammið í kvöld er í Sóltúni 20. Til nánari skýringa;
=> Borgatún
=> Hringtorg hjá bensínbstöð
=> Beygja upp þar og fara til vinstri
=> Salur á efri hæð til hægri

Sjáumst!

10 janúar, 2006

Föstudagurinn þrettándi

Sæl öll

Hér koma frekari upplýsingar varðandi skemmtikvöldið á föstudaginn...
Djammið byrjar um kl. 20 og verður boðið upp á bjór og bollu! (fyrstir koma fyrstir fá). Það verður farið í bingó og eru magnaðir vinningar í boði (KB-banki gefur aðalvinninginn, einnig eru meðal annars vinningar frá Hársögu og Nóa Síríus) Bingóið byrjar stundvíslega kl. 20:30 og er því extra mikilvægt að menn mæti snemma ;)

Varðandi klæðnað þá erum við ekki að krefjast þess að hagfræðinemar mæti í kjólfötum og galakjólum heldur einungis að menn mæti í svörtum og/eða hvítum fötum.

Frítt er inn á skemmtikvöldið fyrir meðlimi Ökonomíu en 500 kr. kostar fyrir aðra. Einnig fá meðlimir Ökonomíu bingóspjöldin frítt en aðrir geta keypt þau fyrir 500 kall. Við viljum benda á að það verður ekki posi á staðnum þannig að þeir sem þurfa að borga inn/kaupa bingó mæti með reiðufé.

Djammið stendur til miðnættis og er í Sóltúni 20, salur á efri hæð!
Sjáumst

04 janúar, 2006

Gleðilegt ár

Eru ekki örugglega allir búnir að borða og sofa nóg yfir hátíðarnar?
Skólinn og djammið er að byrja aftur fyrir þá sem voru búin að gleyma. Því er um að gera að koma sér í gírinn fyrir þann tíma.
Við í stjórninni vilju minna ykkur á fyrsta atburð vetrarins sem verður Skemmtikvöld föstudaginn 13. janúar. Þema kvöldsins verður svartur og hvítur klæðnaður. Áætlað er að djammið byrji um kl. 20 með bingó þar sem veglegir vinningar eru í boði. Svo tekur hver leikurinn (drykkju eða annað) við af öðrum þar til flestir, vonandi allir, eru orðnir sáttir. Plötusnúður mun þeyta skífum um kvöldið þannig að þeir sem ekki nenna að leika geta setið sáttir að sumbli.

Að lokum þá má nálgast stundarskrá annarinnar hér.

Dragskrá, staðsetning og tímaplan Skemmtikvöldsins verður svo auglýst betur síðar.
Heyrumst.