28 febrúar, 2006

Vísó í Marel

Nú er kominn tími til að halda djamminu áfram eftir fræknan sigur á verkfræðinni. Nú verður farið í Marel á föstudaginn og er mæting kl.16:45 niður í Marel í Austurhrauni 9 í Garðabæ. Eftir það verður haldið á vit ævintýranna niðrí bæ. Skráningin er hér:
Vísindaferð Marel

19 febrúar, 2006

Hagfræði-verkfræði dagurinn

Gríðarleg fagnaðarlæti!!!Það þarf varla að taka það fram hver úrslit hagfræði-verkfræðidagsins voru! Keppnisgreinarnar voru í færri kantinum þetta skiptið, en bjórdrykkjan var fastur liður eins og venjulega. Lið hagfræðinnar skipuðu Jóhannes Runólfsson a.k.a. Svelgurinn, Agnar Freyr Helgason a.k.a. Hávaðinn, Finnbogi Rafn Jónsson a.k.a. Hrafninn og Kristinn Bjarnason a.k.a. Þambarinn.
Þegar strákarnir okkar voru búnir að stúta eins og fjórum bjórglösum voru verkfræðinemar einungis að hálfnaðir með annað glasið og erum við því að tala um rúúúúúúúúúust!!!!!!

Myndir frá gleðinni eru að finna hér

16 febrúar, 2006

Tapað/fundið

Á árshátíðinni tapaðist hálsmeni, þe menið sjálft. Þetta er þór og þórshamar og er dökkgrátt, frekar stórt. Vinsamlegast hafið samband við Andra Ottó í síma 6958524 ef þið vitið hver er með menið.

15 febrúar, 2006

Dagskrá Hagfræði-Verkfræðidagsins

Á morgun verður hagfræði-verkfræði dagurinn haldinn. Hann hefst í Íslandsbanka að Kirkjusandi og er mæting þangað kl.16:45 (ath. enginn rúta fyrir ferðina, aðeins eftirá niður í bæ). Eftir mikla gleði þar verður haldið niðrí bæ á Pravda þar sem Bogi hefur tekið að sér að leiða lið hagfræðinnar í Singstar og drykkju. Búist er við því að við mætum niðrá Pravda um kl.20 fyrir þá sem komast ekki í vísindaferðina.

Be there, or be square

14 febrúar, 2006

Skráning í Vísó

Skráning í vísó er komin inn og hægt er að skrá sig hér. Í ferðina komast 40 manns og um að gera að drífa sig að skrá sig enda verður þetta þrusu djamm. Félagar ganga að sjálfsögðu fyrir og kostar 500 kall fyrir aðra...!

13 febrúar, 2006

Hagfræði-verkfræðidagurinn nálgast

Jæja þá er komið að hinum stórskemmtilega hagfræði-verkfræðidegi. Planið er að farið verði í vísindaferð kl.17 með verkfræðinni í Íslandsbanka og svo haldið niður á Pravda þar sem haldin verður spurningakeppni og fleiri keppnir. Skráning í vísindaferðina verður sett inn á hádegi á miðvikudag (15/2) ásamt frekari dagskrá. Þetta verður massa fjör.
Þar til síðar, stjórnin (",)

Hagfræði-verkfræðidagurinn

Nú á föstudaginn.....

12 febrúar, 2006

Myndir

Myndir frá vísindaferðinni í Straum-Burðarás eru komnar online

08 febrúar, 2006

Skráning í vísindaferð

Skráning fyrir föstudaginn er hér. Í ferðina komast 40 manns.
Mæting er í Borgartún 25 kl. 17:00
Athugið að ekki verður rúta þangað, heldur eingöngu niður í bæ.

07 febrúar, 2006

Vísó á föstudaginn

Jæja eru ekki allir löngu búnir að jafna sig eftir árshátíðina?
Er þá ekki tíma kominn á vísindaferð? Glöggir hagfræðinemar hafa væntanlega tekið eftir því að hér til hliðar er auglýst vísindaferð á föstudaginn í Straum - Burðarás.
Allar nánari upplýsingar og skráning í ferðina verður sett inná vefinn á morgun miðvikudag, kl.12.
Þangað til, hilsen.

Auglýst eftir kápu

Á árshátíðinni síðasta föstudag tapaðist svört fín kápa úr salnum.
Hún er hnésíð, með svörtum tölum og er úr Mango, nr. 38 eða 40.
Vinsamlegast hafið samband við Söru í síma 8632591 ef þið vitið hver er með hana ;)

Árshátíðarmyndirnar
Árshátíðarmyndirnar eru komnar á sinn stað.
Í þetta sinn var ritskoðunarnefndin í verkfalli og er því engum hlíft!!
Enjoy! :)

Kv. Ljósmyndarinn

02 febrúar, 2006

Loka útkall á árshátíð

Vegna fjölmargra óska þá verðum við að selja miða á árshátíðina á morgun.

Salan fer fram á eftirfarandi stöðum:
Odda frá kl. 10:30–11:10 (eftir fjármál II)
Aðalbyggingu stofu 51 í fjármálum hins opinbera kl.13:15–14:25
Lögbergi stofu 103 dæmatíma í reikningshaldi 2
Það er um að gera að drífa sig í því að tryggja sér miða til þess að missa ekki af þrusu skemmtun. Þetta er síðasti séns til að ná sér í miða enda þarf að panta mat fyrir alla. Þeir sem ætla að kaupa miða á morgun ættu að senda okkur tölvupóst á okonomia@hi.is til þess að hægt sé að láta veisluþjónustuna vita. Einnig er hægt að hringja í okkur í stjórninni, símarnir okkar eru hér:
Gleðin byrjar í Húnabúð (Skeifunni 11) kl.19:30 með fordrykk og hefst maturinn kl.20.
Hilsen
Stjórn Ökonomiu

01 febrúar, 2006

Árshátíð

Nú styttist í árshátíðina. Miðasalan gengur vel og er um að gera að drífa sig í því að tryggja sér miða. Miðasalan mun verða á miðvikudaginn í Odda frá kl.12-13:15 og á fimmtudaginn í Lögbergi frá 12-13:15, athugið, ekki verður selt í Odda frá 10-12 á fimmtudaginn. Miðinn kostar 4.000 kr. fyrir meðlimi, 3.000 kr. fyrir meðlimi sem greiða með korti frá KB banka, og 4.500 kr. fyrir aðra.

Kvöldið hefst á fordrykk kl.19:30 og hefst maturinn kl.20. Á meðan honum stendur mun hvert ár vera með skemmtiatriði en veislustjórn verður í styrkum höndum Jóhannesar Runólfssonar sem eldri nemendum vel kunnugur enda fyrrverandi formaður Ökonomiu. Eftir matinn munu svo eðalplötusnúðar þeyta skífum langt fram á nótt. Hverjum er frjálst að koma með sitt eigið áfengi en áfengi verður selt á staðnum á kostnaðarverði ykkur til yndisauka. Matseðill kvöldsins er eftirfarandi:

Kaldir réttir

 • Humar- & hörpuskelssalat á austurlenskan máta
 • Hreindýrapate með rifsberjasósu
 • Kryddgrafinn nautavöðvi með piparrótarótarsósureyktur
 • Villikryddaðurlax með sinnepssósu
 • Roastbeef með suðrænu kartöflusalati
 • Hamborgarahryggur með eplasalati
 • Ferskt Salat með sólþurkuðum tómötum og fetaosti
 • Brauð & smjör

Heitir réttir

 • Innbakað lambafillé með rauðvínssósu
 • Appelsínugljáð kalkúnabringa
 • Steiktar fondant kartöflur
 • Blandað ferskt rótar grænmeti