25 mars, 2006

MYNDIRNAR!!!

Já sælar hér!
Biðin eftir myndunum frá Aðalfundinum er á enda hvort sem þið trúið því eða ekki!
Ofþreyta, almenn leti og tæknilegir örðugleikar eru réttu lýsingarorðin fyrir þessum seinagangi.
Á Aðalfundinum var gerð tillaga um að afskrifa myndavélina og mælir Ljósmyndarinn eindregið með því þar sem myndavélin er eitthvað farin að stríða okkur...

Ljósmyndari Ökonomiu 2005-2006 þakkar hér með kærlega fyrir sig og án svona fallegra fyrirsæta hefði árangur vetrarins ekki verið jafn góður (",)

Myndagleðin er svo á sínum stað
Kveðja, Helga Ljósmyndari

21 mars, 2006

Styrktartónleikar Blátt Áfram á NASA þann 23. mars
Fjölmennið og styrkið frábært málefni Blátt áfram samtakanna sem er
forvarnarverkefni Ungmennafélags Íslands og felst í að efla forvarnir gegn
kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.

Hér eru frekari upplýsingar um tónleikana:
http://www.blattafram.blogspot.com/

20 mars, 2006

Tilkynning

ROKK-HÍ (ROCKY) á Gauki á Stöng 7. apríl.

Politica, félag stjórnmálafræðinema býður til tónleikaveislu 7. apríl á
Gauki á Stöng. Húsið opnar kl. 19.00. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00. IDOL- stjörnuleit verður sýnt á efri hæðinni og klukkan 22.30 mun
DJ Steinunn, rafmagnsverkfræðinemi, taka við og þeyta skífum fram á nótt.
1/2 l. af Tuborg á 400 kr. gegn framvísun stúdentaskirteina.

Dagskrá:

Pétur Ben. 20.00
Weapons 20.40
Wulfgang 21.20
ÉG 22.00
Jan Mayen 22.40
Úlpa 23.20
Jakobínarína 00.00
Dr. Spock 00.40
Jeff Who? 01.30

Miðasala fer fram í kaffistofum stúdenta í Aðalbyggingu, Árnagarði,
Eirbergi, Háskólabíó, Læknagarði, Lögbergi, Odda og Öskju og verður
tímasetning hennar nánar auglýst síðar. . Miðaverð er 1000kr. í forsölu og
1200kr. um kvöldið. Hámarksfjöldi seldra miða verður 700.

19 mars, 2006

Aðalfundur og úrslit

Aðalfundur Ökonomiu sem haldinn var síðastliðið föstudagskvöld heppnaðist mjög vel.

Embætti næsta skólaárs munu skipa;
  • Formaður: Ingi Þ. Wium ithw[hja]hi.is
  • Ritari: Sölvi Kristjánsson
  • Gjaldkeri: Davíð S. Davíðsson
  • Skemmtanastjóri: Pétur Örn Birgisson

  • Fulltrúi á skora- og deildarfundi: Garðar Stefánsson.
  • Endurskoðendur: Kristín Rós Jóhannesdóttir og Lilja Guðrún Jóhannsdóttir.
  • Ritstjórar Hjálmars: Benný Birgisdóttir og Jóna Sigríður Gunnarsdóttir.
  • Ungfrú Ökonomia: Bragi Bragason.

Sjáumst Anna Sigga

16 mars, 2006

Nú er aðeins einn dagur til stefnu.

Jæja nú styttist óðum í Aðalfundinn. Ég vil því minna á að frestur til að skila inn framboðum er til hádegis á morgun, föstudag 17. mars. Eins og áður hefur komið fram ber að skila þeim til formanns annan(hjá)hi.is.

Mæting í rútu fyrir vísindaferðina til KB-banka er kl. 16:15 og brottför verður kl. 16:30 frá Odda. Fyrir þá sem ekki koma með okkur í rútuna athugið að mæta á réttum tíma því húsinu
(í Borgatúni) verður lokað kl. 17.

Aðalfundurinn sjálfur hefst svo um kl. 20:00 og fer fundurinn fram í sal Safnaðarheimilis Fríkirkjunnar, Laufásvegi. Að Aðalfundi loknum mun teitið svo standa til kl. 1:00
Sjáumst, Anna Sigga.

13 mars, 2006

Umframeftirspurn í vísindaferð

Vegna gríðarlega mikillar ásóknar vísindaferðina í KB þá hefur verið ákveðið að fjölga sætum í ferðina. Endanlegur fjöldi er óákveðin og er því um að gera að drífa sig í að skrá sig. Félagsmenn ganga að sjálfsögðu fyrir.

kv. stjórnin.

Skráning í visindaferðina til KB banka

Á föstudaginn verður haldin aðalfundur Ökonomiu eins og áður hefur komið fram. Áður en fundurinn hefst verður farið í vísindaferð til KB-banka. Skráning í ferðina er hérog komast 50 manns með að þessu sinni. Mæting er í Odda kl. 16:15 til að fara í vísindaferðina og aðalfundurinn hefst svo kl.20.00.

Athygli er vakin á að á morgun þriðjudag er síðasti dagur til að skila inn tillögum að lagabreytingu sem bera á upp á aðalfundinum á föstudaginn. Einnig að framboðsfrestur rennur út á hádegi á föstudaginn.

08 mars, 2006

Minnum á málstofuna á morgun

Eins og áður hefur komið fram verður haldin málstofa á morgun fimmtudag 9. mars. Málstofan fer fram í Lögbergi 101 á milli 12:15-13:15.

Þeir sem verða með erindi á málstofunni á morgunn eru Jón Finnbogason semstarfar hjá Rekstrarfélagi KB banka og Birgir Örn Arnarsson, framkvæmdarstjóri áhættustýringar hjá KB banka á Íslandi. Fundarstjóri verður Ásgeir Jónsson lektor við Háskóla Íslands.

Hvetjum alla til að mæta.

Aðalfundurinn Ökonomiu nálgast óðfluga

Kæru hagfræðinemar nú fer senn að styttast í aðalfundinn okkar.
Nokkuð hefur verið um spurningar varðandi framboð í stjórn Ökonomiu.

-Um einstaklingframboð er að ræða en ekki listakosningu.
-Öllum félögum Ökonomiu er frjálst að bjóða sig fram í hvaða embætti sem er.
-Öllum hagfræðinemum er heimilt að bjóða sig fram sem fulltrú hagfræðinema á deildar-og skorarfundum.

Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við kosningarnar eða framgang þeirra getur viðkomandi haft samband við formann annan(hjá)hi.is.
Með von um góða framboðs- og kosningaþátttöku.
Anna Sigga formaður Ökonomiu

06 mars, 2006

Málstofa 9. mars 2006

Næstkomandi fimmtudag, 9. mars, mun Ökonomia í samstarfi við KB banka standa fyrir málstofu í stofu 101 í Lögbergi. Umræðuefni málstofunar er ,,Fjármögnun íbúðarhúsnæðis, nálgun KB banka”. Málstofan hefst kl 12:15 og stendur til 13:15 og eru allir velkomnir.

Kaupþing banki hf. hefur fengið format hjá Moody´s um að fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa bankans tengd fjármögnun á íbúðarlánum hans muni fá Aaa í matseinkunn. Er hér um að ræða nýjung hérlendis að einkaaðili geti búist við því að fá hæstu matseinkunn sem völ er á. Farið verður í helstu forsendur þess og þá aðferðarfræði sem byggt er á.

Nýr spekingur

Jæja góðir hálsar, spekingaspjallið er á fleygiferð og hér er að finna viðtal við spekinginn og nýnemann Magnús Ægisson.
Njótið

Aðalfundur Ökonomiu 17. mars 2006

Föstudaginn 17. mars 2006, verður aðalfundur Ökonomiu haldinn.
Öllum hagfræðinemum er frjáls seta á aðalfundi Ökonomiu, en kosninga- og framboðsrétt á aðalfundi hafa aðeins meðlimir félagsins samkvæmt 3. grein, að frátöldu þegar kosið er um fulltrúa hagfræðinema til setu á deildar- og skorarfundum, þar er öllum hagfræðinemum, hvort sem þeir eru félagar í Ökonomiu eða ekki, heimilt að taka þátt í þeirri kosningu.
Skila ber skriflegu framboði til formanns, annan[hjá]hi.is eigi síðar en á hádegi föstudaginn 17. mars 2006. Einnig ber að skila tillögum að lagabreytingum skriflega til formanns eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 14. mars 2006.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi samkvæmt 8. greinar laga félagsins:
Kosning fundarstjóra aðalfundar
Skýrsla stjórnar
Reikningar félagsins lagðir fyrir aðalfund til samþykktar
Lagðar fyrir lagabreytingar til samþykktar
Kosið í stjórn í eftirfarandi röð:
-Gjaldkeri
-Skemmtanastjóri
-Ritari
-Formaður
Kosið um önnur embætti:
-Tveir endurskoðendur
-Fulltrúi til setu á deildar-og skorafundum
-Þrír málfundafulltrúar
-Ritstjóri Hjálmars
-Ungfrú Ökonomía
Fundi slitið af nýkjörnum formanni og hamlaus drykkja heldur áfram.

Frekari upplýsingar um framkvæmd fundarins má skoða á heimasíðu félagsins (lög Ökonmiu)
Nánari upplýsingar um vísindaferðina og fundarstað verða sendar út og settar á heimasíðu félagsins þegar nær dregur.

------
Anna Sigríður Halldórsdóttir
Formaður félags hagfræðinema

05 mars, 2006

Fróðleikur

Í verkefnavinnu og daglegu amstri er nauðsynlegt að stytta sér stundir og lesa um líf og störf merkra hagfræðinga. Fróðleik um Carl Menger má finna hér.

01 mars, 2006

Próftafla vorannar

Búið er að birta próftöflu vorannar 2006. Hana má skoða hér.

Engin vísó á föstudaginn

Kæru hagfræðinemar.
Vegna mjög dræmrar skráningar í vísindaferðina á föstudaginn hefur henni
verið aflýst. Við í stjórninni vonum að það komi ekki að sök. Enginn annar
atburður er á dagskránni hjá Ökonomiu fram að aðalfundi sem verður 17.
mars næstkomandi. Við sjáumst þá með bros á vör og reiðubúin í drykkjuna
að kosningum loknum.
-----
Anna Sigga Formaður.