17 apríl, 2006

Leynivopn ljósmyndarans

Hvernig stendur á því að þegar prófin nálgast á hraða ljóssins, að netnotkun og önnur vitleysa nær hámarki?? Það kannast allir við þessa tilfinningu og því ætla ég að hjálpa ykkur við að lengja netrúntinn í prófalestrinum :)
Hún Sara megapæja var með myndavélina sína á lofti á Aðalfundinum og fékk Ökonomia myndirnar lánaðar, takk fyrir Sara!!
Myndaruglið finniði svo hér

Góðar stundir og góðan próflestur!
Kv. Helga ljósmyndari

11 apríl, 2006

Bandaríska sendiráðið: atvinnuauglýsing

Sæl öll,

Bandaríska sendiráðið bað mig um að koma þessu á framfæri við ykkur. Það er með lausa stöðu til umsóknar sem gæti vel hentað fyrir e-h sem er að útskrifast (viðskiptafulltrúi). Öll gögn er að finna á heimasíðunni hjá sendiráðinu.

Kær kveðja og gleðilega páska
Ingi formaður

04 apríl, 2006

ROKK-HÍ (ROCKY) á Gauki á Stöng 7. apríl.

Sæl,

Ég vildi bara minna ykkur á ROKK-HÍ (ROCKY) á Gauki á Stöng 7. apríl.
Nánari upplýsingar eru að finna neðar á síðunni.

kv.
Ingi formaður