16 maí, 2006

Massa partý á föstudaginn 19 maí

Já sælar hér,

Þar sem að mætingin á próflokadjammið var svo hrikalega góð þá ætlum við að endurtaka leikin næstkomandi föstudag og mæta á Broadway og djamma almenilega.

Tjékkið á þessu:

Föstudaginn 19. maí næstkomandi verður haldið Háskólaball á BROADWAY í samstarfi við útvarpsstöðina FLASS 104.5. Húsið opnar á miðnætti. Hljómsveitin PAPARNIR spilar á stóra sviðinu og svo verður úrval af heitum DJ í hliðarsölunum.


DAGSKRÁIN er sem hér segir:
STÓRA SVIÐIÐ:
HLJÓMSVEITIN PAPARNIR
TOUCH - hitar upp fyrir Papana
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds

HLIÐARSALIR
DJ FRIGORE
DJ MAGGI
DJ VÍKINGUR
DR. MIZTA & MR. HANDSOM
DJ SKAPTI
DJ GUÐNI
DJ EXOS
DJ TWEAK
DJ STEINAR A

Hægt er að kaupa miða í forsölu á Broadway.is og er þá miðaverðið 1.500 krónur. Miðaverð í hurðinni er 2.000 krónur

ÖKONOMIA verður með upphitunarpartý á staðnum, frá miðnætti til kl. 01:00.
Tilboð á barnum.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta

kv Stjórnin

14 maí, 2006

Próflokadjamm


Já sælar hér

Þar sem próftímabilinu lýkur á morgun mánudaginn 15 maí hjá Háskóla Íslands ætlar Ökonomia að bjóða félagsmönnum sínum í bjór á Pravda kl. 20:30 einnig munu vera tilboð á barnum fyrir félagsmenn. Vonandi að sem flestir sjái sér fært að mæta.

-----
Kv.
Stjórn Ökonomiu

09 maí, 2006

Próflokadjamm

Fyrir þá sem gefast upp eða klára prófin snemma og vilja taka smá upphitun fyrir helgina er vert að skoða þetta:

Anima, félag sálfræðinema, vill endilega fá að bjóða ykkur á próflokadjammið sitt, laugardaginn 13.maí næstkomandi í Löggusalnum í Brautarholti. Gleðin hefst kl.21. Töluvert verður um ódýrar veigar


Góða skemmtun og gangi ykkur vel í þeim prófum sem eftir eru!