30 ágúst, 2006

Skólinn nálgast


Það þarf ekki að örvænta þó að skólinn sé að byrja aftur eftir nokkurt hlé þar sem dagskrá vetrarins hjá Ökonomiu verður alveg hreint mögnuð. Farið verður í spennandi fyrirtæki og gefst nemendum tækifæri á að hitta aðalfólkið í fjármála- og viðskiptaheiminum í þeim ferðum og má þar helst nefna Glitni, Landsbankann, KBbanka, MPfjárfestingu, Iceland Spring, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Landsvirkjun og svona mætti lengi telja áfram.
Auk allra þessara ferða verða svo hin sívinsælu bjórskákkvöld áfram og er stefnan ennfremur sett á að vinna fótboltamótið sem haldið verður í byrjun september. Af því tilefni auglýsum við eftir íþróttafulltrúa til að halda utan um liðið og geta áhugasamir haft samband í tölvupósti á netfang félagsins. Til þess að koma í veg fyrir að við gleymum sigrinum í mótinu þyrftum við einnig að hafa ljósmyndara til taks og geta áhugasamir sent okkur emil.

Eftir mikla skemmtun í vísindaferðunum verður svo farið á hinn betrumbætta og sjóðandiheita stað Hverfisbarinn í miðbæ Reykjavíkur og þar munu handhafar nemendafélagsskirteina hafa úr mörgum drykkjum að velja á sérkjörum þar sem Ökonomia notfærði sér kunnáttu í leikjafræði og náði fram hagstæðum samningum. Ég endurtek ALLIR DRYKKIR ERU Á TILBOÐI fyrir félagsmenn Ökonomiu. Þeir sem munu halda uppi fjörinu með okkur eru hinir gríðarstemmdu nemar í Lögfræði við HÍ.

Glitnir banki hreppti svo hnossið og náði að semja við Ökonomiu og mun verða aðalsamstarfsaðili félagsins í vetur. Stefnt er að því að hafa kynningar fyrir nemendur á starfsemi bankans í vetur en nánar um það síðar.

Það sem er hinsvegar næst á dagskrá er nýnemamótttakan og mun hún fara fram í næstu viku og verður nemendum sendur póstur um það síðar.

kv. Stjórnin