30 september, 2006

Myndir frá vísindaferðina í Vífilfelli

Sælar,

Myndirnar úr vísindaferðinni í Vífilfell voru að detta í hús og er hægt að skoða þær hér. Mæting í ferðina var mjög góð en hagfræðinemar mættu hins vegar fara að læra á klukku þar sem að margir mættu of seint og seinkaði rútunni töluvert við það. Starfsmenn Vífilfells voru ánægð með spurningaflóðið sem dundi yfir þeim á meðan á ferðinni stóð. Skráning í vísindaferðina sem verður farin næsta föstudag kemur inn í kringum hádegið á þriðjudaginn og komast einungis 40 manns með á þá ferð og verður skráning stöðvuð þegar að því marki er náð. Ég vil því hvetja alla til að vera á tánum þegar að skráningin kemur inn.

kv Stjórnin

27 september, 2006

Myndir frá vísindaferðina í Egils

Hér koma loksins myndirnar inn frá vísindaferðinni sem var farin í Egils síðastliðin föstudaginn og er hægt að skoða þær hér.

kv Stjórnin

26 september, 2006

Vísindaferð í Vífilfell

Sælt veri fólkið,

Nú þegar við erum búin að kynna okkur framleiðslu Egils í þaula og hvernig fyrirtækið hegðar sér á markaði gæti e-r hugsað með sér "hvernig ætli Vífilfell starfi?". Svar við spurningunni fæst með því að mæta í vísindaferðina sem verður farin þann 29. sept. í Vífilfell. Skráningu í vísindaferðina er lokið og eru þetta þeir sem komast með í hana, rútan mun fara frá Odda kl 16:40. Mætið tímanlega!!!!

kv Stjórnin

22 september, 2006

Minni á stúdentakortin

Hér er smá áminning sem stúdentaráð sendi út í vikunni.
"Nú sér fyrir endann á uppfærslu öryggiskerfi Háskólans og því opnum við fyrir skráningar Stúdentakorta klukkan 16:00 næsta föstudag, 22. september. Skráning fer fram á www.studentakort.is og þurfa nemendur að hafa mynd af sér til taks á tölvutæku formi. Í fyrra lentu einhverjir í vandræðum með skráningu vegna þess að tölvur þeirra studdu ekki Java forrit, en slíkt er notað til að klippa til myndina í skráningarferlinu. Lendi einhverjir í vandræðum skal þeim bent á að nota tölvur í tölvuveri skólans eða leita sér aðstoðar hjá Stúdentaráði."

Kveðja Stjórnin

21 september, 2006

Vísindaferð Iceland Spring

Heil og sæl öll.

Þá er það loksins komið á hreint með fjölda þeirra sem koma með í fyrstu vísindaferð vetrarins og er niðurstaðan sú að allir þeir sem skráðu sig í ferðina komast í hana. Það skráðu 57 nemendur sig í ferðina og er mæting uppí Odda fyrir 16:30 því þá fer rútan af stað til Iceland Spring sem er staðsett að Grjóthálsi 7 - 11 í Rvk. Áætluð mæting þangað er í kringum 17:00 fyrir þau ykkar sem ekki ætla að koma með rútunni í ferðina. Þau ykkar sem ekki ætlið að mæta í vísindaferðina en viljið samt sem áður skemmta ykkur með hagfræðinemum (hver vill það ekki) þá er áætluð mæting á Hverfisbarin um kl 19:30.
Nemendafélagsskírteinin munu verða afhend í ferðinni og á Hverfisbarnum um kvöldið og vildi ég því minna ykkur á tilboðin sem gilda fyrir skírteinishafa:

Stór bjór á 350 kr, gildir til miðnættis á föstudögum og kostar eftir miðnætti 450 kr.
Breezer og Smirnoff Ice á 600 kall
Skot á 350, öll nema Wiský og koníak
Léttvínsglas á 500
og síðast en ekki síst kokteilar á 1000 kr. allir nema Long Island Icetea
Tilboð þessi gilda svo lengi sem staðurinn er opin á fimmtudögum og föstudögum.

Sjáumst hress í ferðinni á morgun.
kv Ingi Þór
formaður Ökonomiu

20 september, 2006

Skráningu í Iceland Spring er lokið

Sælar,

Skráningunni í Iceland Spring er lokið og hafa 57 manns skráð sig í ferðina en e-ð hefur borið á því að fólk sé að skrá sig sem skráða félaga í Ökonomiu þótt þeir hafi ekki greitt félagsgjöldin. Þessir einstaklingar hafa frest til fimmtudagsins 21 sept. til að ganga frá sínum málum ella fá þeir ekki að koma með í ferðina.

En við ykkur hin vil ég segja að rútan fer kl 16:30 frá Odda. Þið sem ætlið ekki að koma með rútunni þá er Iceland Spring staðsett að Grjóthálsi 7 -11 í Rvk.

kv. Stjórnin

19 september, 2006

Vísindaferð í Iceland Spring

Skráning í fyrstu vísindaferð vetrarins sem verður farin í Iceland Spring á föstudaginn 22 sept. er hér með hafin og er hægt að skrá sig hérna. Mæting er upp í Odda kl 16:20 og verður farið af stað kl 16:30 stundvíslega. Munið að félagar í Ökonomiu ganga fyrir í skráningunni og komast 50 manns í ferðina.

kv Stjórnin

16 september, 2006

Partý á Hverfisbarnum

Sælar hér,

Það var rosalegt fjör á Hverfisbarnum í gær líkt og meðfylgjandi myndir sýna. Ökonamia hélt partý fyrir alla nemendur hagfræðinnar og var mætingin mjög góð hjá nememdum sem er góðs viti fyrir veturinn.
Nú er ekkert að gera nema að bíða eftir fyrstu vísindaferðinni sem verður farin í Iceland Spring næstkomandi föstudag þar sem gleðin mun halda áfram.

kv Stjórnin

14 september, 2006

Partý á Hverfisbarnum

Sælar hér,

Þar sem að vísindaferðin í LÍÚ sem átti að vera á morgun frestaðist um nokkrar vikur hefur stjórnin tekið þá ákvörðun að bjóða öllum hagfræðinemum í partý á Hverfisbarnum 15 sept. Ökonomia mun gefa nemendum áfengi svo lengi sem birgðirnar endast og gildir einfalda reglan: fyrstur kemur fyrstur fær.
Mæting er á Hvefisbarinn um 20:00.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun og munið fyrstur kemur fyrstur fær.

kv Stjórnin

09 september, 2006

Nýnemavikan

Nýnemapartýið var í gær og var mikil stemming á liðinu en e-ð var myndavélinn að stríða okkur um kvöldið og eru myndirnar ekki í neinum rosalegum gæðum :( Við reddum því fyrir næstu viku. Hægt er að kíkja á myndirnar hérna. Fleiri myndir eiga eftir að koma inn seinna.

Fótboltaliðinu okkar gekk ekki alveg nógu vel í mótinu þar sem að þeir lentu á móti einhverjum semi atvinnumönnum sem unnu okkur. Nú er ekkert annað að gera en að stofna lið og æfa fyrir komandi verkefni.
Vona að myndin hér til hliðar verði lýsandi fyrir stemminguna í vetur.

kv Ingi Þór
Formaður Ökonomiu

06 september, 2006

Nýnemapartý !!!


Þá er loksins komið að því, nýnemapartýið mun verða haldið næstkomandi flöskudag eða 8 sept. fyrir ykkur hin. Mun gleðin hefjast stundvíslega klukkan 18:00 í sal Fríkirkjunar í Reykjavík við tjörnina (mæting þangað), salurinn er í sömu götu og sendiráð Bandaríkjamanna. Hægt er að skrá sig í partýið hérna, ef e-r hefur nú þegar skráð sig þarf hann ekki að skrá sig aftur. Gert er ráð fyrir því að teitið standi til 21:30-22:00 og mun þá stefnan verða sett á Hverfisbarinn þar sem nemendur geta skemmt sér langt framundir morgun.

Við hvetjum sem flesta nýnema til að skrá sig svo að kvöldið verði sem skemmtilegast, fyrir eldri nemendur er mæting á Hverfisbarinn um kl 22:00 (eruð samt ávallt velkomin fyrr).

Að lokum viljum við segja ykkur frá því að á næstu dögum munu birtast greiðsluseðlar í netbankanum ykkar frá nemendafélaginu. Með því að greiða seðilinn ertu að kaupa félagsskírteini hjá Ökonomiu, ef greitt er í gegnum netbanka Glitnis muntu fá 500 kr. endurgreiddar af félagsgjöldunum. Skírteinið veitir félagsmönum forgang í skráningu í vísindaferðir og tilboð á öllu áfengi (nema wiský og koníaki) á Hverfisbarnum á fimmtudags- og föstudagskvöldum svo lengi sem staðurinn er opinn.
Við hvetjum því sem flesta til að kaupa skírteinin því í fyrra þurfti að vísa fólki frá vísindaferðum þar sem það hafði ekki skírteini.

kv Stjórnin

05 september, 2006

Seinasta úkall í fótboltaliðið

Sælar hér,

Hagfræðinemar hafa ekki verið nógu duglegir við að skrá sig í vinningsliðið í Vísabikarnum (fótboltamótinu) sem byrjar á morgun og lýkur á föstudaginn.
Af þessu tilefni ætlar stjórnin að gefa þeim sem skrá sig og keppa fyrir hönd Ökonomiu í mótinu áfengi að launum fyrir erfiðið. Hvetjum alla til að skrá sig og þá sérstaklega nýnemana.

Hægt er að skrá sig með því að senda póst félagið.

kv. Stjórn Ökonomiu

03 september, 2006

Fótboltamót

Sælar hér,

Eins og þið flest hafið væntanlega fengið fréttir um fara Stúdentadagarnir fram dagana 6 -8 september. Keppt verður í fótbolta um Visabikarinn og ætlar Kindinn að verja titilinn frá því í fyrra. Því óskum við eftir fólki af báðum kynjum til að fylla 7 manna lið auk varamanna.


Fyrsta umferð hefst miðvikudaginn 6. september og því hvetjum við ykkur til að skrá ykkur sem fyrst með að senda póst til okkar í okonomia@hi.is

Áfram Ökonomia!!